Erlent

Vaktin: Donald Trump leiddur fyrir dómara í New York

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Trump veifar til viðstaddra við komuna í dómshúsið.
Trump veifar til viðstaddra við komuna í dómshúsið. Getty/Kena Betancur

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir bókhaldsbrot í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Ákæran er í 34 liðum en Trump hefur lýst sig saklausan af þeim öllum. 

Trump er sagður munu ávarpa stuðningsmenn sína í Flórída á miðnætti að íslenskum tíma og þá hefur saksóknarinn í málinu, Alvin Bragg, boðað til blaðamannafundar í kvöld.

Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 

Smellið á F5 ef hún birtist ekki strax.

Einnig má fylgjast með því sem gerist í dómshúsinu í beinni útsendingu Sky News.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×