Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 06:21 Það kvað við kunnuglegan tón þegar Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída en heimildarmenn úr innsta hring segja forsetann hafa meiri áhyggjur af þróun mála en hann vill gefa upp. AP/Evan Vucci Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. „Ég sit uppi með Trump-hatandi dómara með Trump-hatandi eiginkonu og fjölskyldu hvers dóttir vann fyrir Kamölu Harris,“ kvartaði Donald Trump á samkomu í Mar-a-Lago á Flórída, um það bil sjö klukkustundum eftir að hann var handtekinn og leiddur fyrir dómara í New York. Trump hefur verið ákærður fyrir bókhaldsbrot, sem saksóknarinn í málinu segir meðal annars hafa verið ætlað að hylma yfir kosningalagabrot. Brotin varða þrjár peningagreiðslur sem samstarfsmenn Trump áttu milligöng um, til að koma í veg fyrir óheppilegan fréttaflutning rétt fyrir forsetakosningarnar 2016. „Ég hefði aldrei trúað því að nokkuð þessu líkt gæti gerst í Ameríku,“ sagði Trump þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. „Ég hefði aldrei trúað að þetta gæti gerst. Eini glæpurinn sem ég hef framið er að ganga fram óttalaus og verja þjóð okkar frá þeim sem leitast við að tortíma henni.“ Meðal viðstaddra voru Donald Trump Jr. og Eric Trump ásamt eiginkonum og þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene. Trump kallaði saksóknarann Alvin Bragg „glæpamann“ og endurtók ýmsar þreyttar tuggur um stolnar kosningar og meint samsæri. Þá hjólaði hann einnig í Joe Biden Bandaríkjaforseta og fjölskyldu hans. Samkvæmt erlendum miðlum virðist ákæran hins vegar hafa gert Trump órólegan og það fór óvenju lítið fyrir honum þegar hann mætti í dómshúsið á Manhattan í gær. Hann virtist reiður en kaus að tjá sig ekki við blaðamenn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra til að fá viðbrögð. Bragg mun á næstu 65 dögum leggja fram öll gögn í málinu gegn Trump, sem margir óttast að sé heldur þunnt. Næsta fyrirtaka er ekki á dagskrá fyrr en 4. desember en í millitíðinni gæti borið til tíðinda af öðrum málum gegn Trump sem nú eru til rannsóknar. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í sama sal og hann gekk að eiga eiginkonu sína. Kosningateymi Trump segir 800 milljónir dala hafa safnast í kosningakistur hans síðustu daga.AP/Rebecca Blackwell Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
„Ég sit uppi með Trump-hatandi dómara með Trump-hatandi eiginkonu og fjölskyldu hvers dóttir vann fyrir Kamölu Harris,“ kvartaði Donald Trump á samkomu í Mar-a-Lago á Flórída, um það bil sjö klukkustundum eftir að hann var handtekinn og leiddur fyrir dómara í New York. Trump hefur verið ákærður fyrir bókhaldsbrot, sem saksóknarinn í málinu segir meðal annars hafa verið ætlað að hylma yfir kosningalagabrot. Brotin varða þrjár peningagreiðslur sem samstarfsmenn Trump áttu milligöng um, til að koma í veg fyrir óheppilegan fréttaflutning rétt fyrir forsetakosningarnar 2016. „Ég hefði aldrei trúað því að nokkuð þessu líkt gæti gerst í Ameríku,“ sagði Trump þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. „Ég hefði aldrei trúað að þetta gæti gerst. Eini glæpurinn sem ég hef framið er að ganga fram óttalaus og verja þjóð okkar frá þeim sem leitast við að tortíma henni.“ Meðal viðstaddra voru Donald Trump Jr. og Eric Trump ásamt eiginkonum og þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene. Trump kallaði saksóknarann Alvin Bragg „glæpamann“ og endurtók ýmsar þreyttar tuggur um stolnar kosningar og meint samsæri. Þá hjólaði hann einnig í Joe Biden Bandaríkjaforseta og fjölskyldu hans. Samkvæmt erlendum miðlum virðist ákæran hins vegar hafa gert Trump órólegan og það fór óvenju lítið fyrir honum þegar hann mætti í dómshúsið á Manhattan í gær. Hann virtist reiður en kaus að tjá sig ekki við blaðamenn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra til að fá viðbrögð. Bragg mun á næstu 65 dögum leggja fram öll gögn í málinu gegn Trump, sem margir óttast að sé heldur þunnt. Næsta fyrirtaka er ekki á dagskrá fyrr en 4. desember en í millitíðinni gæti borið til tíðinda af öðrum málum gegn Trump sem nú eru til rannsóknar. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í sama sal og hann gekk að eiga eiginkonu sína. Kosningateymi Trump segir 800 milljónir dala hafa safnast í kosningakistur hans síðustu daga.AP/Rebecca Blackwell
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira