Hrannar hættir hjá Stjörnunni: „Ekkert farinn að skoða önnur mál“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 12:46 Hrannar Guðmundsson hættir sem þjálfari Stjörnunnar eftir tímabilið. Vísir/Hulda Margrét Hrannar Guðmundsson tilkynnti óvænt frá því fyrr í vikunni að hann myndi hætta sem þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta að yfirstandandi tímabili loknu. Hrannar átti eitt ár eftir af samningi sínum, en segir að nokkrar ástæður liggi að baki ákvarðarinnar. „Í rauninni var þetta bara þannig að ég var með ákvæði í samningnum mínum í mars sem ég ákvað að nýta mér. Það eru nokkrar ásætður fyrir því og miklar breytingar á leikmannahópnum. Það er ein af ástæðunum og í raunini ein af nokkrum,“ sagði Hrannar þegar Vísir náði tali af honum í morgun og bætir við að ákvörðunin sé alfarið að sínu frumkvæði. „Ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna“ Gengi Stjörnunnar á tímabilinu er ólíklega ein af ástæðum þess að Hrannar ákvað að segja starfi sínu lausuþ Liðið endaði í þriðja sæti Olís-deildar kvenna með 31 stig, fimm stigum á eftir nýkrýndum deildarmeisturum ÍBV, og Hrannar segir það lengi vel hafa komið til greina að halda áfram með liðið. „Jú það kom alveg til greina að halda áfram. Ekki spurning. Það er ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna og allt það þannig það kom alveg upp,“ sagði Hrannar. Svekkjandi að hafa ekki veitt toppliðunum meiri samkeppni Hrannar óttast ekki að liðið muni gefa eftir nú þegar hann hafi tilkynnt að hann sé á förum eins og oft vill verða eftir slíkar tilkynningar þjálfara. „Nei ég hef engar áhyggjur af því. Það er náttúrulega mikið hungur í leikmannahópnum að fylgja eftir góðu tímabili og við þurfum að gera það í úrslitakeppninni. Við endum með 31 stig í deildinni sem er 11 stigum meira en í fyrra og bara búin að vinna öll liðin fyrir neðan okkur fyrir utan eitt tap á móti KA/Þór fyrir norðan.“ „Það sem er kannski það eina sem er svekkjandi við tímabilið er að hafa ekki veitt Val og ÍBV aðeins meiri mótspyrnu. En ég held að við getum öll verið sammála um það að við tókum klárlega eitt og jafnvel tvö skref upp á við frá því á síðasta tímabili.“ Næstu skref skoðuð eftir úrslitakeppnina Hann segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér. „Það er ekkert launungamál að ég hef mikinn áhuga á þjálfun og vill halda mér í þjálfun. Ég er bara að skoða mína möguleika og hvað mun taka við.“ „Ég tilkynnti þetta bara fyrir tveimur dögum síðan og ég var ekkert farinn í það að skoða önnur mál fyrir það,“ sagði Hrannar og bætir við að nú sé einbeitingin sett á úrslitakeppnina. „Það er bara fullur fókus og spennandi tími framundan. Ég hef fulla trú á þessu liði og að við getum gert góða hluti. En KA/Þór er mjög verðugt verkefni með frábært lið og frábæran þjálfara þannig þetta verður bara gaman.“ Þrátt fyrir að KA/Þór hafi ekki átt sitt besta tímabil segir Hrannar að lokum að það sé aldrei gefins að fara norður. „KA/Þór er alltaf KA/Þór í KA/Þór. Var ekki einhver sem sagði það? Þetta verður bara mjög verðugt verkefni og ég hlakka til,“ sagði Hrannar léttur að lokum. Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Í rauninni var þetta bara þannig að ég var með ákvæði í samningnum mínum í mars sem ég ákvað að nýta mér. Það eru nokkrar ásætður fyrir því og miklar breytingar á leikmannahópnum. Það er ein af ástæðunum og í raunini ein af nokkrum,“ sagði Hrannar þegar Vísir náði tali af honum í morgun og bætir við að ákvörðunin sé alfarið að sínu frumkvæði. „Ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna“ Gengi Stjörnunnar á tímabilinu er ólíklega ein af ástæðum þess að Hrannar ákvað að segja starfi sínu lausuþ Liðið endaði í þriðja sæti Olís-deildar kvenna með 31 stig, fimm stigum á eftir nýkrýndum deildarmeisturum ÍBV, og Hrannar segir það lengi vel hafa komið til greina að halda áfram með liðið. „Jú það kom alveg til greina að halda áfram. Ekki spurning. Það er ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna og allt það þannig það kom alveg upp,“ sagði Hrannar. Svekkjandi að hafa ekki veitt toppliðunum meiri samkeppni Hrannar óttast ekki að liðið muni gefa eftir nú þegar hann hafi tilkynnt að hann sé á förum eins og oft vill verða eftir slíkar tilkynningar þjálfara. „Nei ég hef engar áhyggjur af því. Það er náttúrulega mikið hungur í leikmannahópnum að fylgja eftir góðu tímabili og við þurfum að gera það í úrslitakeppninni. Við endum með 31 stig í deildinni sem er 11 stigum meira en í fyrra og bara búin að vinna öll liðin fyrir neðan okkur fyrir utan eitt tap á móti KA/Þór fyrir norðan.“ „Það sem er kannski það eina sem er svekkjandi við tímabilið er að hafa ekki veitt Val og ÍBV aðeins meiri mótspyrnu. En ég held að við getum öll verið sammála um það að við tókum klárlega eitt og jafnvel tvö skref upp á við frá því á síðasta tímabili.“ Næstu skref skoðuð eftir úrslitakeppnina Hann segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér. „Það er ekkert launungamál að ég hef mikinn áhuga á þjálfun og vill halda mér í þjálfun. Ég er bara að skoða mína möguleika og hvað mun taka við.“ „Ég tilkynnti þetta bara fyrir tveimur dögum síðan og ég var ekkert farinn í það að skoða önnur mál fyrir það,“ sagði Hrannar og bætir við að nú sé einbeitingin sett á úrslitakeppnina. „Það er bara fullur fókus og spennandi tími framundan. Ég hef fulla trú á þessu liði og að við getum gert góða hluti. En KA/Þór er mjög verðugt verkefni með frábært lið og frábæran þjálfara þannig þetta verður bara gaman.“ Þrátt fyrir að KA/Þór hafi ekki átt sitt besta tímabil segir Hrannar að lokum að það sé aldrei gefins að fara norður. „KA/Þór er alltaf KA/Þór í KA/Þór. Var ekki einhver sem sagði það? Þetta verður bara mjög verðugt verkefni og ég hlakka til,“ sagði Hrannar léttur að lokum.
Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira