„Þetta var stórkostleg björgun“ Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar 9. apríl 2023 07:00 Danska varðskipið Vædderen var statt í Færeyjum á jóladagsnótt árið 1986. RAX Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt. Danska varðskipið Vædderen var statt í Færeyjum og fór af stað ásamt þyrlu til þess að bjarga skipverjum Suðurlandsins sem biðu standandi í lekum og tættum gúmmíbát í tæplega ellefu klukkustundir eftir björgun. Báturinn hafði laskast í hafróti upp við skrokk Suðurlandsins og skipverjarnir komust í hann við illan leik. Þeir voru spariklæddir í tilefni jólanna og illa búnir fyrir langa veru í ísköldum sjónum sem gekk ítrekað yfir þá í gegnum tætta yfirbreiðslu björgunarbátsins. Þeir stóðu saman í hnapp því að kaldur sjórinn náði þeim langt upp á fætur inni í bátnum. Átta af ellefu skipverjum Suðurlandsins komust í bátinn og þrír þeirra létust á meðan þeir biðu eftir björgun. „Þeir sem settust niður stóðu ekki upp aftur.“ RAX var beðinn að fljúga til Færeyja ásamt blaðamönnum Morgunblaðsins og taka á móti skipverjunum þegar þeir kæmu til hafnar með varðskipinu. Ferðin lagðist ekki vel í hann en veður var enn slæmt og mikill mótvindur á leið til Færeyja auk þess sem annað skip, breska tankskipið Syneta, hafði farist sömu nótt við eyjuna Skrúð á Austfjörðum. Allir skipverjar Synetu fórust í því slysi. „Það voru ónot í mér og ég tók mynd af krökkunum mínum eins og ég væri að sjá þau í síðasta sinn,“ segir RAX sem lýsir atburðum ferðarinnar í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan. Klippa: RAX augnablik - Suðurlandið sekkur Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX. Ástæður þess að Suðurlandið sökk eru ráðgáta en önnur ráðgáta er staðsetning hollensks flutningaskips sem strandaði við Skeiðarársand á 17. öld. Öfugt við flest önnur skip sem hafa strandað við Skeiðarársand og horfið í sandinn innihélt hollenska skipið gríðarleg verðmæti. Koparstangir og gimsteinar eru meðal þess sem skipið flutti og það hefur vakið áhuga fólks á því að finna skipið. RAX hefur fylgst með slíkum tilraunum í gegnum tíðina. Klippa: RAX Augnablik - Leitin að gullskipinu Ferðin til Færeyja var sannkölluð svaðilför og er ekki sú eina sem RAX hefur lagt upp í. Árið 2011 var RAX að mynda eldgos í Grímsvötnum úr flugvél og ákvað að ná mynd af eldingu í gosmekkinum. Það reyndist ekki hættulaust. Klippa: RAX Augnablik - Á eldingaveiðum Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. Ljósmyndun RAX Menning Tengdar fréttir Týnda gullskipið reyndist klósetthurð úr þýskum togara Skip sem innihélt mikið magn verðmætra málma og gimsteina fórst við Skeiðarársand á 17. öld. Í gegnum tíðina hefur Ragnar Axelsson fylgst með tilraunum til þess að finna þetta skip í sandinum. 23. október 2022 07:00 RAX Augnablik: „Ég hef aldrei séð hákarl rjúka svona hratt í burtu“ „Sprengingin þegar eyjan sprakk heyrðist í þrjú þúsund kílómetra fjarlægð og hljóðbylgjan fór sjö hringi í kringum jörðina,“ segir Ragnar Axelsson um Krakatá eyjan sprakk upp 27. ágúst árið 1883. 4. apríl 2021 07:01 Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. 16. október 2022 07:00 RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. 6. mars 2022 07:01 RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01 RAX Augnablik: „Vorum klikkaðir að fljúga í þessu“ Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. Ragnar Axelsson flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna. 17. október 2021 07:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Danska varðskipið Vædderen var statt í Færeyjum og fór af stað ásamt þyrlu til þess að bjarga skipverjum Suðurlandsins sem biðu standandi í lekum og tættum gúmmíbát í tæplega ellefu klukkustundir eftir björgun. Báturinn hafði laskast í hafróti upp við skrokk Suðurlandsins og skipverjarnir komust í hann við illan leik. Þeir voru spariklæddir í tilefni jólanna og illa búnir fyrir langa veru í ísköldum sjónum sem gekk ítrekað yfir þá í gegnum tætta yfirbreiðslu björgunarbátsins. Þeir stóðu saman í hnapp því að kaldur sjórinn náði þeim langt upp á fætur inni í bátnum. Átta af ellefu skipverjum Suðurlandsins komust í bátinn og þrír þeirra létust á meðan þeir biðu eftir björgun. „Þeir sem settust niður stóðu ekki upp aftur.“ RAX var beðinn að fljúga til Færeyja ásamt blaðamönnum Morgunblaðsins og taka á móti skipverjunum þegar þeir kæmu til hafnar með varðskipinu. Ferðin lagðist ekki vel í hann en veður var enn slæmt og mikill mótvindur á leið til Færeyja auk þess sem annað skip, breska tankskipið Syneta, hafði farist sömu nótt við eyjuna Skrúð á Austfjörðum. Allir skipverjar Synetu fórust í því slysi. „Það voru ónot í mér og ég tók mynd af krökkunum mínum eins og ég væri að sjá þau í síðasta sinn,“ segir RAX sem lýsir atburðum ferðarinnar í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan. Klippa: RAX augnablik - Suðurlandið sekkur Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX. Ástæður þess að Suðurlandið sökk eru ráðgáta en önnur ráðgáta er staðsetning hollensks flutningaskips sem strandaði við Skeiðarársand á 17. öld. Öfugt við flest önnur skip sem hafa strandað við Skeiðarársand og horfið í sandinn innihélt hollenska skipið gríðarleg verðmæti. Koparstangir og gimsteinar eru meðal þess sem skipið flutti og það hefur vakið áhuga fólks á því að finna skipið. RAX hefur fylgst með slíkum tilraunum í gegnum tíðina. Klippa: RAX Augnablik - Leitin að gullskipinu Ferðin til Færeyja var sannkölluð svaðilför og er ekki sú eina sem RAX hefur lagt upp í. Árið 2011 var RAX að mynda eldgos í Grímsvötnum úr flugvél og ákvað að ná mynd af eldingu í gosmekkinum. Það reyndist ekki hættulaust. Klippa: RAX Augnablik - Á eldingaveiðum Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
Ljósmyndun RAX Menning Tengdar fréttir Týnda gullskipið reyndist klósetthurð úr þýskum togara Skip sem innihélt mikið magn verðmætra málma og gimsteina fórst við Skeiðarársand á 17. öld. Í gegnum tíðina hefur Ragnar Axelsson fylgst með tilraunum til þess að finna þetta skip í sandinum. 23. október 2022 07:00 RAX Augnablik: „Ég hef aldrei séð hákarl rjúka svona hratt í burtu“ „Sprengingin þegar eyjan sprakk heyrðist í þrjú þúsund kílómetra fjarlægð og hljóðbylgjan fór sjö hringi í kringum jörðina,“ segir Ragnar Axelsson um Krakatá eyjan sprakk upp 27. ágúst árið 1883. 4. apríl 2021 07:01 Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. 16. október 2022 07:00 RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. 6. mars 2022 07:01 RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01 RAX Augnablik: „Vorum klikkaðir að fljúga í þessu“ Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. Ragnar Axelsson flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna. 17. október 2021 07:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Týnda gullskipið reyndist klósetthurð úr þýskum togara Skip sem innihélt mikið magn verðmætra málma og gimsteina fórst við Skeiðarársand á 17. öld. Í gegnum tíðina hefur Ragnar Axelsson fylgst með tilraunum til þess að finna þetta skip í sandinum. 23. október 2022 07:00
RAX Augnablik: „Ég hef aldrei séð hákarl rjúka svona hratt í burtu“ „Sprengingin þegar eyjan sprakk heyrðist í þrjú þúsund kílómetra fjarlægð og hljóðbylgjan fór sjö hringi í kringum jörðina,“ segir Ragnar Axelsson um Krakatá eyjan sprakk upp 27. ágúst árið 1883. 4. apríl 2021 07:01
Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. 16. október 2022 07:00
RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. 6. mars 2022 07:01
RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01
RAX Augnablik: „Vorum klikkaðir að fljúga í þessu“ Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. Ragnar Axelsson flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna. 17. október 2021 07:00