Umfjöllun og viðtal: KA - KR 1-1 | Þorri Mar hetja heimamanna Ester Ósk Árnadóttir skrifar 10. apríl 2023 15:55 KA bjargaði stigi í uppbótartíma. Vísir/Hulda Margrét KA og KR gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Eins og oft vill verða í rimmum þessara liða að þá var lítið af mörkum en leikurinn hraður og skemmtilegur í dag sem er breyting frá því í fyrra. KA byrjaði leikinn af krafti og fékk tvö góð færi með stuttu millibili. Fyrra færið fékk Hallgrímur Mar Steingrímsson á þriðju mínútu eftir fínan undirbúning frá Sveini Margeiri Hauksyni, skotið hins vegar auðvelt fyrir Simen Lillevik Kjellevold í marki KR. Tveimur mínútum seinna fékk svo færeyingurinn Pætur Joensson Petersen sannkallað dauðafæri en setti boltan framhjá markinu. Eftir þetta jöfnuðust leikar og KR komst meira inn í leikinn, það var lítið af alvöru færum í fyrri háfleik en bæði lið sköpuðu fínustu stöður. Ægir Jarl Jónasson lét reyna almennilega á Steinþór Már Auðunsson í marki KA þegar lítið var eftir af háfleiknum með skoti innan úr teig. Inn fór boltinn þó ekki og staðan því 0-0 í hálfleik. Gestirnir komu af miklum krafti inn í síðari hálfleikinn og tóku öll völdin á vellinum. Aron Þórður Albertsson fékk dauðafæri á 50. mínútu og mátti engu muna en heimamenn gátu þakkað snögg viðbrögð Steinþórs í markinu að boltinn fór ekki í netið og stuttu seinna átti Ægir Jarl marktilraun. Það var ekki fyrr en að um tíu mínútur lifðu leiks að það dró til tíðinda. Boltinn var ekki komin inn í teig en Þorri Mar Þórisson reif Kristján Flóka Finnbogason hins vegar niður innan teigs og víti réttilega dæmt. Kristján Flóki fór sjálfur á punktinn og setti boltann örugglega í netið, 0-1. Allt stefndi í sigur gestanna og að Þorri Mar yrði skúrkur heimamanna en hann snéri taflinu algjörlega við þegar komið var fram í uppbótartíma. Frábært einstaklingsframtak þar sem Þorri keyrði inn á teiginn og laumaði boltanum í fjærhornið, staðan orðin 1-1 og Þorri orðinn hetja KA manna. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaða jafntefli á Greifavellinum. Afhverju varð jafntefli? Liðin áttu hvorn sinn hálfleik, KA var betri í fyrri og KR í þeim seinni og því niðurstaðan sanngjörn. KR er líklega svekktari enda mjög nálægt því að taka öll stigin. Hverjar stóðu upp úr? Sveinn Margeir Hauksson er frábær leikmaður, hann spilaði framherjastöðuna hjá heimamönnum og gerði það vel. Erfitt að ná boltanum af honum, skapandi og vann vel niður til að hjálpa liðinu. Dróg hins vegar af honum þegar leið á. Þá verður að minnast á Þorra Mar Þórisson þrátt fyrir afskaplega klaufalegt brot þá á hann hrós skilið hvernig hann tæklaði það í framhaldinu og varð hetja heimamanna í lokinn. Vinstri vængurinn hjá KR var ógnandi en þar voru Theódór Elmar Bjarnason og Kristinn Jónsson fremstir í flokki. Þá átti Olav Öby góðan leik á miðjunni og Ægir Jarl Jónasson má líka nefna. Þá átti Kristján Flóki Finnbogason fína innkomu og opnaði markareikning sinn. Hvað gekk illa? Liðin áttu bæði sína slæmu kafla í leiknum og fannst mér hvort um sig hefði geta notað þá kafla betur, færanýtingin var ekki góð. Vorbragur á þessum leik en skemmtilegur. Hvað gerist næst? Næsti leikur KA er á móti ÍBV, næsta laugardag kl. 16:00. Sá leikur átti að fara fram í Vestmannaeyjum en hefur verið færður til Akureyrar þar sem völlurinn er ekki klár í eyjum. Sama dag kl.14:00 mæti fer KR til Keflavíkur og mæta þar heimamönnum. Rúnar Kristinsson: Eitt stig hér er alls ekki slæmt Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét „Maður er svolítið súr þar sem við vorum komnir yfir en ég held að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit svona heilt yfir. Maður vill auðvitað sigla þessum heim, það voru 8 mínútur eftir þegar við skorum. Það voru reyndar 5 mínútur í uppbótartíma þannig nægur tími fyrir öll lið að skora,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir 1-1 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag. KR fékk á sig jöfnunarmark þegar komið var fram í uppbótartíma. „Við lögðumst bara full djúpt og hættum að ýta upp pressu og gáfum þeim þannig aðeins of mikinn tíma og þá sérstaklega þegar þeir skora þetta mark. Ég er ósáttur við það en heilt yfir erum við sáttir við stig á útivelli.“ KR kom af krafti inn í seinni háfleik og var með öll völd á vellinum, Rúnar gerði engar áherslubreytingar fyrir seinni hálfleikinn heldur komust leikmennirnir bara í betri takt við grasið sem þeir voru að spila á. „Nei ég gerði það ekki. Grasið hér er bara töluvert hraðara en það sem við erum búnir að vera að æfa á í Vestubænum. Við áttum mikið af feilsendingum í fyrri hálfleik og menn voru stundum að reyna of erfiðar sendingar, reyna úrslitasendingar of snemma. Við náðum að halda boltanum betur í síðari háfleik, náðum að færa þá til og náðum þá að búa til svæði til að sækja í.“ „Það er margt jákvætt sem hægt er að taka úr þessum leik. Það er gott að losna við stressið sem er oft í kringum fyrsta leik, maður veit aldrei alveg hvar maður stendur alltaf. Æfingarleikirnir yfir veturinn eru við misjafnar aðstæður og við erum ekki að spila það oft við þessi bestu lið. Við höfum verið ágætlega jákvæðir og höfum haft trú á liðinu fram að þessum leik og mér sýnist við alveg geta verið flottir.“ Rúnar var nokkuð ánægður með niðurstöðuna í dag en framundan er annað verkefni á útivelli þegar KR heimsækir Keflavík. „Gott að vera búnir með þetta verkefni, gott að koma til Akureyrar í gott veður og á frábæran völl við fínar aðstæður og ná í einn stig hér er alls ekki slæmt. Maður er spenntur fyrir öllum þessum verkefnum, maður er alltaf jafn spenntur þegar mótið hefst en maður vill fá góða byrjun á tímabilinu og ná þér í stig. Við förum aftur á útivöll í næstu umferð og vonandi löndum við þremur stigum þar, það er alltaf stefnan.“ Íslenski boltinn Besta deild karla KA KR
KA og KR gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Eins og oft vill verða í rimmum þessara liða að þá var lítið af mörkum en leikurinn hraður og skemmtilegur í dag sem er breyting frá því í fyrra. KA byrjaði leikinn af krafti og fékk tvö góð færi með stuttu millibili. Fyrra færið fékk Hallgrímur Mar Steingrímsson á þriðju mínútu eftir fínan undirbúning frá Sveini Margeiri Hauksyni, skotið hins vegar auðvelt fyrir Simen Lillevik Kjellevold í marki KR. Tveimur mínútum seinna fékk svo færeyingurinn Pætur Joensson Petersen sannkallað dauðafæri en setti boltan framhjá markinu. Eftir þetta jöfnuðust leikar og KR komst meira inn í leikinn, það var lítið af alvöru færum í fyrri háfleik en bæði lið sköpuðu fínustu stöður. Ægir Jarl Jónasson lét reyna almennilega á Steinþór Már Auðunsson í marki KA þegar lítið var eftir af háfleiknum með skoti innan úr teig. Inn fór boltinn þó ekki og staðan því 0-0 í hálfleik. Gestirnir komu af miklum krafti inn í síðari hálfleikinn og tóku öll völdin á vellinum. Aron Þórður Albertsson fékk dauðafæri á 50. mínútu og mátti engu muna en heimamenn gátu þakkað snögg viðbrögð Steinþórs í markinu að boltinn fór ekki í netið og stuttu seinna átti Ægir Jarl marktilraun. Það var ekki fyrr en að um tíu mínútur lifðu leiks að það dró til tíðinda. Boltinn var ekki komin inn í teig en Þorri Mar Þórisson reif Kristján Flóka Finnbogason hins vegar niður innan teigs og víti réttilega dæmt. Kristján Flóki fór sjálfur á punktinn og setti boltann örugglega í netið, 0-1. Allt stefndi í sigur gestanna og að Þorri Mar yrði skúrkur heimamanna en hann snéri taflinu algjörlega við þegar komið var fram í uppbótartíma. Frábært einstaklingsframtak þar sem Þorri keyrði inn á teiginn og laumaði boltanum í fjærhornið, staðan orðin 1-1 og Þorri orðinn hetja KA manna. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaða jafntefli á Greifavellinum. Afhverju varð jafntefli? Liðin áttu hvorn sinn hálfleik, KA var betri í fyrri og KR í þeim seinni og því niðurstaðan sanngjörn. KR er líklega svekktari enda mjög nálægt því að taka öll stigin. Hverjar stóðu upp úr? Sveinn Margeir Hauksson er frábær leikmaður, hann spilaði framherjastöðuna hjá heimamönnum og gerði það vel. Erfitt að ná boltanum af honum, skapandi og vann vel niður til að hjálpa liðinu. Dróg hins vegar af honum þegar leið á. Þá verður að minnast á Þorra Mar Þórisson þrátt fyrir afskaplega klaufalegt brot þá á hann hrós skilið hvernig hann tæklaði það í framhaldinu og varð hetja heimamanna í lokinn. Vinstri vængurinn hjá KR var ógnandi en þar voru Theódór Elmar Bjarnason og Kristinn Jónsson fremstir í flokki. Þá átti Olav Öby góðan leik á miðjunni og Ægir Jarl Jónasson má líka nefna. Þá átti Kristján Flóki Finnbogason fína innkomu og opnaði markareikning sinn. Hvað gekk illa? Liðin áttu bæði sína slæmu kafla í leiknum og fannst mér hvort um sig hefði geta notað þá kafla betur, færanýtingin var ekki góð. Vorbragur á þessum leik en skemmtilegur. Hvað gerist næst? Næsti leikur KA er á móti ÍBV, næsta laugardag kl. 16:00. Sá leikur átti að fara fram í Vestmannaeyjum en hefur verið færður til Akureyrar þar sem völlurinn er ekki klár í eyjum. Sama dag kl.14:00 mæti fer KR til Keflavíkur og mæta þar heimamönnum. Rúnar Kristinsson: Eitt stig hér er alls ekki slæmt Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét „Maður er svolítið súr þar sem við vorum komnir yfir en ég held að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit svona heilt yfir. Maður vill auðvitað sigla þessum heim, það voru 8 mínútur eftir þegar við skorum. Það voru reyndar 5 mínútur í uppbótartíma þannig nægur tími fyrir öll lið að skora,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir 1-1 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag. KR fékk á sig jöfnunarmark þegar komið var fram í uppbótartíma. „Við lögðumst bara full djúpt og hættum að ýta upp pressu og gáfum þeim þannig aðeins of mikinn tíma og þá sérstaklega þegar þeir skora þetta mark. Ég er ósáttur við það en heilt yfir erum við sáttir við stig á útivelli.“ KR kom af krafti inn í seinni háfleik og var með öll völd á vellinum, Rúnar gerði engar áherslubreytingar fyrir seinni hálfleikinn heldur komust leikmennirnir bara í betri takt við grasið sem þeir voru að spila á. „Nei ég gerði það ekki. Grasið hér er bara töluvert hraðara en það sem við erum búnir að vera að æfa á í Vestubænum. Við áttum mikið af feilsendingum í fyrri hálfleik og menn voru stundum að reyna of erfiðar sendingar, reyna úrslitasendingar of snemma. Við náðum að halda boltanum betur í síðari háfleik, náðum að færa þá til og náðum þá að búa til svæði til að sækja í.“ „Það er margt jákvætt sem hægt er að taka úr þessum leik. Það er gott að losna við stressið sem er oft í kringum fyrsta leik, maður veit aldrei alveg hvar maður stendur alltaf. Æfingarleikirnir yfir veturinn eru við misjafnar aðstæður og við erum ekki að spila það oft við þessi bestu lið. Við höfum verið ágætlega jákvæðir og höfum haft trú á liðinu fram að þessum leik og mér sýnist við alveg geta verið flottir.“ Rúnar var nokkuð ánægður með niðurstöðuna í dag en framundan er annað verkefni á útivelli þegar KR heimsækir Keflavík. „Gott að vera búnir með þetta verkefni, gott að koma til Akureyrar í gott veður og á frábæran völl við fínar aðstæður og ná í einn stig hér er alls ekki slæmt. Maður er spenntur fyrir öllum þessum verkefnum, maður er alltaf jafn spenntur þegar mótið hefst en maður vill fá góða byrjun á tímabilinu og ná þér í stig. Við förum aftur á útivöll í næstu umferð og vonandi löndum við þremur stigum þar, það er alltaf stefnan.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti