Umfjöllun og myndir: Breiðablik - HK 3-4 | Ótrúlegur sigur HK í mögnuðum Kópavogsslag Árni Konráð Árnason skrifar 10. apríl 2023 21:56 HK-ingar fagna í leikslok. Vísir/Hulda Margrét HK-ingar sóttu Blika heim í fyrstu umferð Bestu deildarinnar þar sem að titilvörnin hófst á nágrannaslag. HK-ingar komust aftur upp í Bestu deildina eftir einungis árs fjarveru á meðan Blikar sigruðu deildina og því var ljóst fyrir leikinn að bæði lið höfðu sitt að sanna. HK-ingar byrjuðu með látum í leiknum og skoruðu eftir einungis 100 sekúndur. Marciano Aziz gerði markið eftir stungusendingu frá Birki Val, Marciano lék á Arnór Svein og þrumaði boltanum í þaknetið þar sem að Anton Ari gerði sig líklegan til að verja en skotið af stuttu færi og rétt yfir kollinn á Antoni, frábær byrjun hjá HK-ingum. Vísir/Hulda Margrét HK-ingar bættu síðan við öðru marki á 7. mínútu en enginn annar en markvörður HK-inga Arnar Freyr Ólafsson gaf stoðsendinguna. Blikar höfðu sótt hátt á völlinn en sú sókn endaði í rangstöðu. Arnar Freyr tók sér góðan tíma og virtust Blikarnir sitja hátt á vellinum, Arnar sparkaði boltanum langt fram völlinn þar sem að Höskuldur Gunnlaugsson virðist misreikna skoppið á boltanum. Örvar Eggertsson hugsar sig ekki tvisvar um og setur hann í fyrsta í fjærhornið, 0-2 fyrir HK. Blikar héldu áfram að sækja hátt á völlinn og það var á 9. mínútu sem að Gísli Eyjólfsson átti skalla í fjærstöngina. Áfram héldu Blikar að sækja en voru í erfiðleikum fyrsta stundarfjórðunginn að klára úrslitasendingar. Þeim tókst þó að spila sig nær marki HK-inga og það var á 23. mínútu sem að stúkan reis á fætur og héldu að Patrik væri að skalla boltann í netið en boltinn fram hjá markinu, algjört dauðafæri. Það var boðið upp á sannkallaða markasúpu á Kópavogsvelli.Vísir/Hulda Margrét HK-ingar virtust eiga að fá vítaspyrnu á 41. mínútu þegar Damir setur hönd á bakið á Örvari sem að var á vítateigslínunni, Ívar Orri var þó ekki á því og dæmdi aukaspyrnu við vítateigslínu og uppskar Damir gult spjald fyrir athæfið. Mörkin urðu þó ekki fleiri í þessum fjöruga fyrri hálfleik þrátt fyrir ágætis færi. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri, Blikar voru meira með boltann og sóttu hátt á vellinum. Blikarnir fengu horn á 50. mínútu, boltinn inn í teig og Damir nær að skalla boltann í átt að marki og virðist boltinn ætla inn, en Ahmad Faqa vel á verði og skallar boltann frá á marklínu. Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Blikar gáfust ekki upp og héldu áfram að sækja og það var á 74. mínútu sem að Gísli Eyjólfsson minnkaði muninn fyrir Blika. Viktor Karl snerti boltann framhjá tveimur HK-ingum og gaf boltann fyrir markið þar sem að Gísli átti fastan skalla inn í markið, 1-2 HK í vil. Stefán Ingi kom af varamannabekk Blika á 64. mínútu og sá átti heldur betur eftir að láta til sín taka. En það gerði hann einmitt innan við mínútu eftir mark Gísla, eða á 75. mínútu og jafnaði leikinn með snyrtilegu skoti í fjærhornið, Andri Rafn með stoðsendinguna. Það var síðan á 77. mínútu sem að Stefán var aftur á ferðinni en Eiður Atli braut á honum inn í teig og Ívar Orri ekki í neinum vafa og benti á punktinn. Höskuldur á punktinn og sendi Arnar Freyr í vitlaust horn, 3-2 Blikum í vil. Gleði HK-inga var ósvikin í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Það átti bara eftir að færast meiri spenna í leikinn en á 89. mínútu uppskar HK hornspyrnu, boltinn endar í lærinu á Arnóri Sveini í markteignum, þaðan reynir Stefán Ingi að hreinsa en skýtur í Höskuld Gunnlaugsson og staðan því 3-3. Atli Þór Jónasson setti síðan seinasta naglann í kistu Blika á fjórðu mínútu uppbótartíma með föstu skoti langt fyrir utan teig sem að Anton Ari réði einfaldlega ekki við. Mörkin urðu ekki fleiri og lokaniðurstöður 3-4 fyrir HK í þessum bráðskemmtilega grannaslag. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik HK
HK-ingar sóttu Blika heim í fyrstu umferð Bestu deildarinnar þar sem að titilvörnin hófst á nágrannaslag. HK-ingar komust aftur upp í Bestu deildina eftir einungis árs fjarveru á meðan Blikar sigruðu deildina og því var ljóst fyrir leikinn að bæði lið höfðu sitt að sanna. HK-ingar byrjuðu með látum í leiknum og skoruðu eftir einungis 100 sekúndur. Marciano Aziz gerði markið eftir stungusendingu frá Birki Val, Marciano lék á Arnór Svein og þrumaði boltanum í þaknetið þar sem að Anton Ari gerði sig líklegan til að verja en skotið af stuttu færi og rétt yfir kollinn á Antoni, frábær byrjun hjá HK-ingum. Vísir/Hulda Margrét HK-ingar bættu síðan við öðru marki á 7. mínútu en enginn annar en markvörður HK-inga Arnar Freyr Ólafsson gaf stoðsendinguna. Blikar höfðu sótt hátt á völlinn en sú sókn endaði í rangstöðu. Arnar Freyr tók sér góðan tíma og virtust Blikarnir sitja hátt á vellinum, Arnar sparkaði boltanum langt fram völlinn þar sem að Höskuldur Gunnlaugsson virðist misreikna skoppið á boltanum. Örvar Eggertsson hugsar sig ekki tvisvar um og setur hann í fyrsta í fjærhornið, 0-2 fyrir HK. Blikar héldu áfram að sækja hátt á völlinn og það var á 9. mínútu sem að Gísli Eyjólfsson átti skalla í fjærstöngina. Áfram héldu Blikar að sækja en voru í erfiðleikum fyrsta stundarfjórðunginn að klára úrslitasendingar. Þeim tókst þó að spila sig nær marki HK-inga og það var á 23. mínútu sem að stúkan reis á fætur og héldu að Patrik væri að skalla boltann í netið en boltinn fram hjá markinu, algjört dauðafæri. Það var boðið upp á sannkallaða markasúpu á Kópavogsvelli.Vísir/Hulda Margrét HK-ingar virtust eiga að fá vítaspyrnu á 41. mínútu þegar Damir setur hönd á bakið á Örvari sem að var á vítateigslínunni, Ívar Orri var þó ekki á því og dæmdi aukaspyrnu við vítateigslínu og uppskar Damir gult spjald fyrir athæfið. Mörkin urðu þó ekki fleiri í þessum fjöruga fyrri hálfleik þrátt fyrir ágætis færi. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri, Blikar voru meira með boltann og sóttu hátt á vellinum. Blikarnir fengu horn á 50. mínútu, boltinn inn í teig og Damir nær að skalla boltann í átt að marki og virðist boltinn ætla inn, en Ahmad Faqa vel á verði og skallar boltann frá á marklínu. Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Blikar gáfust ekki upp og héldu áfram að sækja og það var á 74. mínútu sem að Gísli Eyjólfsson minnkaði muninn fyrir Blika. Viktor Karl snerti boltann framhjá tveimur HK-ingum og gaf boltann fyrir markið þar sem að Gísli átti fastan skalla inn í markið, 1-2 HK í vil. Stefán Ingi kom af varamannabekk Blika á 64. mínútu og sá átti heldur betur eftir að láta til sín taka. En það gerði hann einmitt innan við mínútu eftir mark Gísla, eða á 75. mínútu og jafnaði leikinn með snyrtilegu skoti í fjærhornið, Andri Rafn með stoðsendinguna. Það var síðan á 77. mínútu sem að Stefán var aftur á ferðinni en Eiður Atli braut á honum inn í teig og Ívar Orri ekki í neinum vafa og benti á punktinn. Höskuldur á punktinn og sendi Arnar Freyr í vitlaust horn, 3-2 Blikum í vil. Gleði HK-inga var ósvikin í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Það átti bara eftir að færast meiri spenna í leikinn en á 89. mínútu uppskar HK hornspyrnu, boltinn endar í lærinu á Arnóri Sveini í markteignum, þaðan reynir Stefán Ingi að hreinsa en skýtur í Höskuld Gunnlaugsson og staðan því 3-3. Atli Þór Jónasson setti síðan seinasta naglann í kistu Blika á fjórðu mínútu uppbótartíma með föstu skoti langt fyrir utan teig sem að Anton Ari réði einfaldlega ekki við. Mörkin urðu ekki fleiri og lokaniðurstöður 3-4 fyrir HK í þessum bráðskemmtilega grannaslag.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti