Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna Heimir Már Pétursson skrifar 9. apríl 2023 19:57 Play og Icelandair eru með metframboð af áfangastöðum í sumar og bókunarstaðan góð hjá báðum félögunum. Grafík/Sara Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar. Það er langt í frá sjálfsagt að flogið sé til margra áfangastaða í útlöndum frá eins fámennu ríki og Ísland er. Í raun væri eðlilegt að héðan væri flogið til örfárra staða í Evrópu og kannski Bandaríkjunum. Hins vegar verður hægt að komast til 83 áfangastaða með 26 flugfélögum í sumar. Sonja Arnórsdótti hjá Play segir mikla eftirspurn í sólina og áfangastaðir félagsins í Portúgal mjög vinsæla.Stöð 2/Egill Mikil aukning er á framboði hjá báðum íslensku flugfélögunum. Þannig segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play að félagið bæti við sig þrettán nýjum áfangastöðum í sumar. „Við erum með þrjátíu og þrjá áfangastaði núna í sumar. Vorum með tuttugu og tvo í fyrra. Við erum að vinna í að opna alla þessa nýju staði með viðeigandi húllumhæ,“ segir Sonja. Svipað er uppi á teningnum hjá Icelandair. Tómas Ingason framkvæmdastjóri leiðarkerfis- og sölu segir félagið bjóða upp á 47 áfangastaði í sumar. Með aukinni tíðni á marga þeirra og fjóra nýja áfangastaði; Krít, Detroit, Tel Aviv og svo komi Barcelona aftur inn í áætlun félagsins Tómas Ingason hjá Icelandair segir Ísland mjög hagkvæman áfangastað fyrir íbúa norður Ameríku um þessar mundir.Stöð 2/Egill „Við erum með 29 áfangastaði Evrópu megin og 15 áfangastaði norður Ameríku megin.“ Er þetta ekki það mesta sem Icelandair hefur boðið upp á? „Þetta er það lang mesta sem við höfum boðið upp á,“ segir Tómas. Grunnurinn að þessu mikla flugi er auðvitað leiðarkerfið sem Loftleiðir og síðar Icelandair þróuðu með flutningi fólks milli Bandaríkjanna og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Einnig sá einstaki loftferðasamningur sem íslensk stjórnvöld náðu við Bandaríkin um og upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Hér sjáum við bara leiðarkerfi Icelandair og Play en 24 önnur flugfélög fljúga til Keflavíkur í sumar. Tengiflugið gerir gæfumuninn fyrir íslensku flugfélögin. Leiðarkerfi Play og Icelandair myndi sóma sér hjá stórþjóðum. Tengiflugið gerir gæfumuninn hjá íslensku flugfélögunum.Grafík/Sara „Þannig að við verðum að geta haft þessa tengifarþega. Það sýndi sig í fyrra þegar Ísland var nánast uppselt með hótel og bílaleigur. Þá var mikilvægt að geta boðið tengifarþegunum fleiri sæti,“ segir Sonja. Tómas tekur í sama streng og segir tengiflugið vera að gera sig þessa mánuðina og bókunarstaðan í sumar góð eins og hjá Play að sögn Sonju. „Það er mikil eftirspurn á Atlantshafinu. Mikil eftirspurn sömuleiðis til Íslands frá norður Ameríku. Hvort sem fólk trúir því eða ekki þá erum við hagstæður áfangastaður í dag fyrir norður Ameríkubúa og við njótum góðs af því,“ segir Tómas Ingason og vísar þar til sterkrar stöðu dollarsins gagnvart krónunni þessi misserin. Icelandair Play Fréttir af flugi Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. 21. mars 2023 11:02 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. 22. mars 2023 10:16 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Það er langt í frá sjálfsagt að flogið sé til margra áfangastaða í útlöndum frá eins fámennu ríki og Ísland er. Í raun væri eðlilegt að héðan væri flogið til örfárra staða í Evrópu og kannski Bandaríkjunum. Hins vegar verður hægt að komast til 83 áfangastaða með 26 flugfélögum í sumar. Sonja Arnórsdótti hjá Play segir mikla eftirspurn í sólina og áfangastaðir félagsins í Portúgal mjög vinsæla.Stöð 2/Egill Mikil aukning er á framboði hjá báðum íslensku flugfélögunum. Þannig segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play að félagið bæti við sig þrettán nýjum áfangastöðum í sumar. „Við erum með þrjátíu og þrjá áfangastaði núna í sumar. Vorum með tuttugu og tvo í fyrra. Við erum að vinna í að opna alla þessa nýju staði með viðeigandi húllumhæ,“ segir Sonja. Svipað er uppi á teningnum hjá Icelandair. Tómas Ingason framkvæmdastjóri leiðarkerfis- og sölu segir félagið bjóða upp á 47 áfangastaði í sumar. Með aukinni tíðni á marga þeirra og fjóra nýja áfangastaði; Krít, Detroit, Tel Aviv og svo komi Barcelona aftur inn í áætlun félagsins Tómas Ingason hjá Icelandair segir Ísland mjög hagkvæman áfangastað fyrir íbúa norður Ameríku um þessar mundir.Stöð 2/Egill „Við erum með 29 áfangastaði Evrópu megin og 15 áfangastaði norður Ameríku megin.“ Er þetta ekki það mesta sem Icelandair hefur boðið upp á? „Þetta er það lang mesta sem við höfum boðið upp á,“ segir Tómas. Grunnurinn að þessu mikla flugi er auðvitað leiðarkerfið sem Loftleiðir og síðar Icelandair þróuðu með flutningi fólks milli Bandaríkjanna og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Einnig sá einstaki loftferðasamningur sem íslensk stjórnvöld náðu við Bandaríkin um og upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Hér sjáum við bara leiðarkerfi Icelandair og Play en 24 önnur flugfélög fljúga til Keflavíkur í sumar. Tengiflugið gerir gæfumuninn fyrir íslensku flugfélögin. Leiðarkerfi Play og Icelandair myndi sóma sér hjá stórþjóðum. Tengiflugið gerir gæfumuninn hjá íslensku flugfélögunum.Grafík/Sara „Þannig að við verðum að geta haft þessa tengifarþega. Það sýndi sig í fyrra þegar Ísland var nánast uppselt með hótel og bílaleigur. Þá var mikilvægt að geta boðið tengifarþegunum fleiri sæti,“ segir Sonja. Tómas tekur í sama streng og segir tengiflugið vera að gera sig þessa mánuðina og bókunarstaðan í sumar góð eins og hjá Play að sögn Sonju. „Það er mikil eftirspurn á Atlantshafinu. Mikil eftirspurn sömuleiðis til Íslands frá norður Ameríku. Hvort sem fólk trúir því eða ekki þá erum við hagstæður áfangastaður í dag fyrir norður Ameríkubúa og við njótum góðs af því,“ segir Tómas Ingason og vísar þar til sterkrar stöðu dollarsins gagnvart krónunni þessi misserin.
Icelandair Play Fréttir af flugi Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. 21. mars 2023 11:02 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. 22. mars 2023 10:16 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. 21. mars 2023 11:02
Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00
Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. 22. mars 2023 10:16