„Þetta er það sem Ólafssalur var gerður fyrir" Jón Már Ferro skrifar 5. apríl 2023 21:52 Hilmar Smári Henningson, leikmaður Hauka, var frábær í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er það sem Ólafssalur var gerður fyrir, hafa fullan sal af fólki og góða stemningu. Þórsararnir eins og alltaf mæta með flottan hóp af fólki. Þetta er ástæðan afhverju úrslitakeppnin er skemmtilegust," sagði Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Hauka, eftir frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar karla. Hilmar skoraðir 32 stig og var maður leiksins. Stuðningsmenn Hauka létu vel í sér heyra í kvöld. Fögnuðu hverju stigi vel og innilega og létu dómarana heyra það þegar þeir þurfu smá aðhald. „Þetta hjálpar manni þvílíkt áfram þegar illa gengur og mér fannst við ná að nota orkuna sem þeir voru að gefa okkur í dag í að færa hana inn á völlinn." Hilmar skorar tvö af 32 stigum sínum í kvöld.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hilmar lék við hvern sinn fingur og var í raun óstöðvandi sóknarlega. Þegar gestirnir nálguðust tók hann af skarið og gaf heimamönnum andrými. „Í rauninni opið pláss og sjálfstraust held ég. Maður er alltaf með sjálfstraust, annars getur maður ekki gert neitt. Við misstum Giga út í byrjun. Stór hluti af okkar leik farinn. Þá þurftu menn að stiga upp og mér fannst ég bara gera það ágætlega í dag." Lykilmaður Hauka, Norbertas Giga, meiddist eftir rétt rúma mínútu og yfirgaf Ólafssal haltrandi. Hilmar var stóískur og sagði það ekki hafa haft nein áhrif. „Engin áhrif í dag. Mér fannst við spila flottan bolta. Það vantar nærveru inn í teig en ég er ekkert búinn að fara upp í klefa þannig ég veit ekkert hver staðan á honum er. Hann er að fá aðhlynningu og það er verið að skoða stöðuna. Það verður að koma í ljós á næstu dögum. Við fáum að vita það á eftir hvernig staðan er á honum. Að sjálfsögðu er þetta risastór leikmaður fyrir okkur og vonandi verður hann kominn á gólfið í næsta leik." Hilmar fór fyrir sínum mönnum í dag.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þrátt fyrir frábæran sigur segir Hilmar þetta einungis vera eitt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum og gaf lítið fyrir að það væri einhver pressa farin af Hafnfirðingum. „Nei það er engin pressa farinn af okkur. Þetta er langt einvígi og við erum bara komnir með einn sigur. Okkur vantar tvo í viðbót. Þór vantar þrjá til að vinna. Eina sem við ætlum að gera er að koma í veg fyrir að þeir nái þremur. Og ná tveimur á undan þeim. Eins leiðinlegt svar og þetta er í rauninni. Það er engin pressa farin útaf því við erum ekki búnir að vinna neitt. Við erum bara komnir einu skrefi nær." Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 90-83 | Haukar komnir yfir gegn Þórsurum Haukar höfðu betur á móti Þór Þorlákshöfn, 90-83, í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 5. apríl 2023 19:52 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Stuðningsmenn Hauka létu vel í sér heyra í kvöld. Fögnuðu hverju stigi vel og innilega og létu dómarana heyra það þegar þeir þurfu smá aðhald. „Þetta hjálpar manni þvílíkt áfram þegar illa gengur og mér fannst við ná að nota orkuna sem þeir voru að gefa okkur í dag í að færa hana inn á völlinn." Hilmar skorar tvö af 32 stigum sínum í kvöld.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hilmar lék við hvern sinn fingur og var í raun óstöðvandi sóknarlega. Þegar gestirnir nálguðust tók hann af skarið og gaf heimamönnum andrými. „Í rauninni opið pláss og sjálfstraust held ég. Maður er alltaf með sjálfstraust, annars getur maður ekki gert neitt. Við misstum Giga út í byrjun. Stór hluti af okkar leik farinn. Þá þurftu menn að stiga upp og mér fannst ég bara gera það ágætlega í dag." Lykilmaður Hauka, Norbertas Giga, meiddist eftir rétt rúma mínútu og yfirgaf Ólafssal haltrandi. Hilmar var stóískur og sagði það ekki hafa haft nein áhrif. „Engin áhrif í dag. Mér fannst við spila flottan bolta. Það vantar nærveru inn í teig en ég er ekkert búinn að fara upp í klefa þannig ég veit ekkert hver staðan á honum er. Hann er að fá aðhlynningu og það er verið að skoða stöðuna. Það verður að koma í ljós á næstu dögum. Við fáum að vita það á eftir hvernig staðan er á honum. Að sjálfsögðu er þetta risastór leikmaður fyrir okkur og vonandi verður hann kominn á gólfið í næsta leik." Hilmar fór fyrir sínum mönnum í dag.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þrátt fyrir frábæran sigur segir Hilmar þetta einungis vera eitt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum og gaf lítið fyrir að það væri einhver pressa farin af Hafnfirðingum. „Nei það er engin pressa farinn af okkur. Þetta er langt einvígi og við erum bara komnir með einn sigur. Okkur vantar tvo í viðbót. Þór vantar þrjá til að vinna. Eina sem við ætlum að gera er að koma í veg fyrir að þeir nái þremur. Og ná tveimur á undan þeim. Eins leiðinlegt svar og þetta er í rauninni. Það er engin pressa farin útaf því við erum ekki búnir að vinna neitt. Við erum bara komnir einu skrefi nær."
Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 90-83 | Haukar komnir yfir gegn Þórsurum Haukar höfðu betur á móti Þór Þorlákshöfn, 90-83, í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 5. apríl 2023 19:52 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 90-83 | Haukar komnir yfir gegn Þórsurum Haukar höfðu betur á móti Þór Þorlákshöfn, 90-83, í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 5. apríl 2023 19:52