„Þetta er það sem Ólafssalur var gerður fyrir" Jón Már Ferro skrifar 5. apríl 2023 21:52 Hilmar Smári Henningson, leikmaður Hauka, var frábær í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er það sem Ólafssalur var gerður fyrir, hafa fullan sal af fólki og góða stemningu. Þórsararnir eins og alltaf mæta með flottan hóp af fólki. Þetta er ástæðan afhverju úrslitakeppnin er skemmtilegust," sagði Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Hauka, eftir frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar karla. Hilmar skoraðir 32 stig og var maður leiksins. Stuðningsmenn Hauka létu vel í sér heyra í kvöld. Fögnuðu hverju stigi vel og innilega og létu dómarana heyra það þegar þeir þurfu smá aðhald. „Þetta hjálpar manni þvílíkt áfram þegar illa gengur og mér fannst við ná að nota orkuna sem þeir voru að gefa okkur í dag í að færa hana inn á völlinn." Hilmar skorar tvö af 32 stigum sínum í kvöld.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hilmar lék við hvern sinn fingur og var í raun óstöðvandi sóknarlega. Þegar gestirnir nálguðust tók hann af skarið og gaf heimamönnum andrými. „Í rauninni opið pláss og sjálfstraust held ég. Maður er alltaf með sjálfstraust, annars getur maður ekki gert neitt. Við misstum Giga út í byrjun. Stór hluti af okkar leik farinn. Þá þurftu menn að stiga upp og mér fannst ég bara gera það ágætlega í dag." Lykilmaður Hauka, Norbertas Giga, meiddist eftir rétt rúma mínútu og yfirgaf Ólafssal haltrandi. Hilmar var stóískur og sagði það ekki hafa haft nein áhrif. „Engin áhrif í dag. Mér fannst við spila flottan bolta. Það vantar nærveru inn í teig en ég er ekkert búinn að fara upp í klefa þannig ég veit ekkert hver staðan á honum er. Hann er að fá aðhlynningu og það er verið að skoða stöðuna. Það verður að koma í ljós á næstu dögum. Við fáum að vita það á eftir hvernig staðan er á honum. Að sjálfsögðu er þetta risastór leikmaður fyrir okkur og vonandi verður hann kominn á gólfið í næsta leik." Hilmar fór fyrir sínum mönnum í dag.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þrátt fyrir frábæran sigur segir Hilmar þetta einungis vera eitt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum og gaf lítið fyrir að það væri einhver pressa farin af Hafnfirðingum. „Nei það er engin pressa farinn af okkur. Þetta er langt einvígi og við erum bara komnir með einn sigur. Okkur vantar tvo í viðbót. Þór vantar þrjá til að vinna. Eina sem við ætlum að gera er að koma í veg fyrir að þeir nái þremur. Og ná tveimur á undan þeim. Eins leiðinlegt svar og þetta er í rauninni. Það er engin pressa farin útaf því við erum ekki búnir að vinna neitt. Við erum bara komnir einu skrefi nær." Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 90-83 | Haukar komnir yfir gegn Þórsurum Haukar höfðu betur á móti Þór Þorlákshöfn, 90-83, í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 5. apríl 2023 19:52 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Sjá meira
Stuðningsmenn Hauka létu vel í sér heyra í kvöld. Fögnuðu hverju stigi vel og innilega og létu dómarana heyra það þegar þeir þurfu smá aðhald. „Þetta hjálpar manni þvílíkt áfram þegar illa gengur og mér fannst við ná að nota orkuna sem þeir voru að gefa okkur í dag í að færa hana inn á völlinn." Hilmar skorar tvö af 32 stigum sínum í kvöld.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hilmar lék við hvern sinn fingur og var í raun óstöðvandi sóknarlega. Þegar gestirnir nálguðust tók hann af skarið og gaf heimamönnum andrými. „Í rauninni opið pláss og sjálfstraust held ég. Maður er alltaf með sjálfstraust, annars getur maður ekki gert neitt. Við misstum Giga út í byrjun. Stór hluti af okkar leik farinn. Þá þurftu menn að stiga upp og mér fannst ég bara gera það ágætlega í dag." Lykilmaður Hauka, Norbertas Giga, meiddist eftir rétt rúma mínútu og yfirgaf Ólafssal haltrandi. Hilmar var stóískur og sagði það ekki hafa haft nein áhrif. „Engin áhrif í dag. Mér fannst við spila flottan bolta. Það vantar nærveru inn í teig en ég er ekkert búinn að fara upp í klefa þannig ég veit ekkert hver staðan á honum er. Hann er að fá aðhlynningu og það er verið að skoða stöðuna. Það verður að koma í ljós á næstu dögum. Við fáum að vita það á eftir hvernig staðan er á honum. Að sjálfsögðu er þetta risastór leikmaður fyrir okkur og vonandi verður hann kominn á gólfið í næsta leik." Hilmar fór fyrir sínum mönnum í dag.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þrátt fyrir frábæran sigur segir Hilmar þetta einungis vera eitt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum og gaf lítið fyrir að það væri einhver pressa farin af Hafnfirðingum. „Nei það er engin pressa farinn af okkur. Þetta er langt einvígi og við erum bara komnir með einn sigur. Okkur vantar tvo í viðbót. Þór vantar þrjá til að vinna. Eina sem við ætlum að gera er að koma í veg fyrir að þeir nái þremur. Og ná tveimur á undan þeim. Eins leiðinlegt svar og þetta er í rauninni. Það er engin pressa farin útaf því við erum ekki búnir að vinna neitt. Við erum bara komnir einu skrefi nær."
Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 90-83 | Haukar komnir yfir gegn Þórsurum Haukar höfðu betur á móti Þór Þorlákshöfn, 90-83, í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 5. apríl 2023 19:52 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 90-83 | Haukar komnir yfir gegn Þórsurum Haukar höfðu betur á móti Þór Þorlákshöfn, 90-83, í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 5. apríl 2023 19:52