Ein róttæk hugmynd um breytt páskafrí Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 7. apríl 2023 12:01 Ég legg til að við gerum róttæka breytingu á fríinu sem við fáum um páska. Þar eru nokkur atrið sem valda. Í fyrsta lagi stappar það nærri brjálæði hvernig tímasetning páska er ákveðin. Þeir geta verið einhversstaða í glugga sem er víðari en heill mánuður. Hugsið ykkur ef jólin væru einversstaðar á bilinu 10. des til 10. jan, mismunandi ár hvert. Mismunandi tímasetning páska er óhentug fyrir margt í þjóðlífinu. Skólastarf á vorönn er t.d. erfiðara en ella vegna síbreytilegra páska frá ári til árs. Dreifing frídaga ársins er afar ójöfn og að mörgu leyti óheppileg. Engir frídagar eru að hausti fram til jóla. Að vori eru þeir hins vegar margir um allar trissur. Mín tillaga er að það verði frívika snemma vors. Fimm frídagar í röð frá mánudegi til föstudags. Þannig fái flestir samfellt níu daga frí. Á þeim tíma er hægt að gera margt skemmtilegt. Þessi vika væri alltaf á sama stað, t.d. um mánaðarmótin mars/apríl. Í staðinn væru skírdagur, föstudagurinn langi og annar í páskum ekki frídagar. Þeir myndu þó stundum hitta á frívikuna. Uppstigningardagur og annar í hvítasunnu yrðu heldur ekki frídagar. Það sem almenningur fengi út úr þessu er rúmur tími til að endurhlaða batteríin og með þessu móti væri oftast hægt að fara til útlanda með fjölskylduna eða í æfingaferð eða eitthvað á ódýrari hátt en nú. Hótel eru ódýr á þessum tíma en verðið hækkar um páskana. Á sama hátt gætum við oftast tekið á móti útlendingum um páska á sómasamlegan hátt án þess að veitingastaðir og önnur þjóusta væri í lamasessi. Páskar eru stærsta trúarhátíð kristinna manna. Þeir sem vilja halda páskana hátíðlega munu gera það áfram, páskadagur verður áfram á sunnudegi og sumir munu fara til kirkju eins og áður og flestir éta páskaegg af miklum móð eins og hefð er fyrir. En það verða ekki lengur sérsniðnir aðrir frídagar að einum trúarbrögðum, enda er trúfrelsi í landinu. Eftir standa sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní þannig að það verða vissulega fleiri frídagar fyrri hluta árs. Þeim hefur ekki öllum verið smalað á frívikuna. Ég veit að þetta er róttæk hugmynd. Ég veit að einhverjir eru henni mjög andsnúnir. Hugsunin á bak við hana er þó einungis að gera lífið örlítið einfaldara og skemmtilegra. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páskar Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ég legg til að við gerum róttæka breytingu á fríinu sem við fáum um páska. Þar eru nokkur atrið sem valda. Í fyrsta lagi stappar það nærri brjálæði hvernig tímasetning páska er ákveðin. Þeir geta verið einhversstaða í glugga sem er víðari en heill mánuður. Hugsið ykkur ef jólin væru einversstaðar á bilinu 10. des til 10. jan, mismunandi ár hvert. Mismunandi tímasetning páska er óhentug fyrir margt í þjóðlífinu. Skólastarf á vorönn er t.d. erfiðara en ella vegna síbreytilegra páska frá ári til árs. Dreifing frídaga ársins er afar ójöfn og að mörgu leyti óheppileg. Engir frídagar eru að hausti fram til jóla. Að vori eru þeir hins vegar margir um allar trissur. Mín tillaga er að það verði frívika snemma vors. Fimm frídagar í röð frá mánudegi til föstudags. Þannig fái flestir samfellt níu daga frí. Á þeim tíma er hægt að gera margt skemmtilegt. Þessi vika væri alltaf á sama stað, t.d. um mánaðarmótin mars/apríl. Í staðinn væru skírdagur, föstudagurinn langi og annar í páskum ekki frídagar. Þeir myndu þó stundum hitta á frívikuna. Uppstigningardagur og annar í hvítasunnu yrðu heldur ekki frídagar. Það sem almenningur fengi út úr þessu er rúmur tími til að endurhlaða batteríin og með þessu móti væri oftast hægt að fara til útlanda með fjölskylduna eða í æfingaferð eða eitthvað á ódýrari hátt en nú. Hótel eru ódýr á þessum tíma en verðið hækkar um páskana. Á sama hátt gætum við oftast tekið á móti útlendingum um páska á sómasamlegan hátt án þess að veitingastaðir og önnur þjóusta væri í lamasessi. Páskar eru stærsta trúarhátíð kristinna manna. Þeir sem vilja halda páskana hátíðlega munu gera það áfram, páskadagur verður áfram á sunnudegi og sumir munu fara til kirkju eins og áður og flestir éta páskaegg af miklum móð eins og hefð er fyrir. En það verða ekki lengur sérsniðnir aðrir frídagar að einum trúarbrögðum, enda er trúfrelsi í landinu. Eftir standa sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní þannig að það verða vissulega fleiri frídagar fyrri hluta árs. Þeim hefur ekki öllum verið smalað á frívikuna. Ég veit að þetta er róttæk hugmynd. Ég veit að einhverjir eru henni mjög andsnúnir. Hugsunin á bak við hana er þó einungis að gera lífið örlítið einfaldara og skemmtilegra. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun