Aftur gerði Dagný Nýja-Sjálandi grikk Hjörvar Ólafsson skrifar 7. apríl 2023 15:06 Sveindís Jane Jónsdóttir lagði upp mark Dagnýjar Brynjarsdóttur í leiknum. Mynd/Daniela Porcelli Dagný Brynjarsdóttir skoraði mark íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið gerði 1-1 jafntefli í vináttulandsleik gegn Nýja-Sjálandi sem spilaður var í Atsu í Tyrklandi í dag. Mark Dagnýjar kom eftir tæplega hálftíma leik en hún skoraði þá með góðum skalla eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Dagný var einnig á skotskónum síðast þegar þessi lið mættust en það var á She Believe-mótinu í febrúar á síðasta ári. Dagný hefur nú skorað 38 mörk fyrir íslenska landsliðið en hún er markahæsti leikmaðurinn í hópnum sem tekur þátt í þessu verkefni. Með þessu marki varð Dagný næstmarkahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska kvennalandsliðins en hún skaust upp fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur með skallanum. Það er hins vegar ansi langt í markahæsta leikmanninn í sögunni, Margréti Láru Viðarsdótttur, sem skoraði 79 mörk á glæsilegum landsliðsferli sínum. Lið Íslands í leiknum var þannig skipað: Telma Ívarsdóttir - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Sandra María Jessen 80. mín), Glódís Perla Viggósdóttir (Guðrún Arnardóttir 46. mín), Ingibjörg Sigurðardóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Alexandra Jóhannsdóttir (Selma Sól Magnúsdóttir 63 mín), Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Hildur Antonsdóttir 86. mín) - Sveindís Jane Jónsdóttir, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 46. mín), Amanda Andradóttir (Hlín Eiríksdóttir 63. mín). Íslenska liðið hlýðir á þjóðsöng sinn. Mynd/Daniela Porcelli Gunnhildur Yrsa spilaði í dag tímamótaleik en þetta var 100. leikurinn hennar og var hún fyrirliði íslenska liðsins í dag. 1 0 0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur í dag sinn hundraðasta A-landsleik og er af því tilefni fyrirliði liðsins í dag. Cap number 100 for Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir today!#dottir pic.twitter.com/PWZ28NhZsC— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 7, 2023 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var fyrirliði Íslands í þessum leik. Mynd/Daniela Porcelli Þetta var fyrri vináttulandsleikur Íslands í þessum landsleikjaglugga en liðið mætir Sviss í Zurich á þriðjudaginn kemur. Byrjunarlið íslenska liðsins fyrir leikinn. Mynd/Daniela Porcelli Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Mark Dagnýjar kom eftir tæplega hálftíma leik en hún skoraði þá með góðum skalla eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Dagný var einnig á skotskónum síðast þegar þessi lið mættust en það var á She Believe-mótinu í febrúar á síðasta ári. Dagný hefur nú skorað 38 mörk fyrir íslenska landsliðið en hún er markahæsti leikmaðurinn í hópnum sem tekur þátt í þessu verkefni. Með þessu marki varð Dagný næstmarkahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska kvennalandsliðins en hún skaust upp fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur með skallanum. Það er hins vegar ansi langt í markahæsta leikmanninn í sögunni, Margréti Láru Viðarsdótttur, sem skoraði 79 mörk á glæsilegum landsliðsferli sínum. Lið Íslands í leiknum var þannig skipað: Telma Ívarsdóttir - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Sandra María Jessen 80. mín), Glódís Perla Viggósdóttir (Guðrún Arnardóttir 46. mín), Ingibjörg Sigurðardóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Alexandra Jóhannsdóttir (Selma Sól Magnúsdóttir 63 mín), Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Hildur Antonsdóttir 86. mín) - Sveindís Jane Jónsdóttir, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 46. mín), Amanda Andradóttir (Hlín Eiríksdóttir 63. mín). Íslenska liðið hlýðir á þjóðsöng sinn. Mynd/Daniela Porcelli Gunnhildur Yrsa spilaði í dag tímamótaleik en þetta var 100. leikurinn hennar og var hún fyrirliði íslenska liðsins í dag. 1 0 0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur í dag sinn hundraðasta A-landsleik og er af því tilefni fyrirliði liðsins í dag. Cap number 100 for Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir today!#dottir pic.twitter.com/PWZ28NhZsC— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 7, 2023 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var fyrirliði Íslands í þessum leik. Mynd/Daniela Porcelli Þetta var fyrri vináttulandsleikur Íslands í þessum landsleikjaglugga en liðið mætir Sviss í Zurich á þriðjudaginn kemur. Byrjunarlið íslenska liðsins fyrir leikinn. Mynd/Daniela Porcelli
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira