Innlent

Öllu flugi frestað vegna veðurs

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Gul viðvörun hefur verið í gildi á suðvesturhorninu í dag.
Gul viðvörun hefur verið í gildi á suðvesturhorninu í dag. vísir/vilhelm

Öllu millilandaflugi á Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað vegna veðurs.

Af tímatöflu á vef Isavia sést að öllum flugferðum, hvers áætluð brottför var eftir klukkan þrjú, hefur verið frestað til 18:30 eða 19:00. 

Flugvél Play sem kom frá París var flogið til Akureyrarflugvallar í dag vegna veðurs. Tvær tilraunir höfðu verið gerðar til að lenda henni í Keflavík. Upplýsingafulltrúi Isavia staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

 Auk þess var ekki hægt að hleypa farþegum úr fimm flugvélum Play á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs í dag. 

Gul viðvörun er í gildi á suðvesturhorninu til klukkan 19 í kvöld.

Vefur Isavia.

Uppfært kl 18:02




Fleiri fréttir

Sjá meira


×