Andinn & efnið Árni Már Jensson skrifar 8. apríl 2023 10:20 Er það ekki verðugt umhugsunarefni að á lægsta tímapunkti mannlegrar tilveru verður efnisheimurinn að engu í huga mannsins? Rétt fyrir viðskilnað sálar og líkama umbreytist hugsun mannsins frá því að vera efnistengd í að vera andleg. Hverju sætir og hvaða öfl eru þarna að verki sem hafa þessi áhrif á hugsunina? Jú, á þessum tímamótum upplifir maðurinn forgengileika efnisins á eigin skinni og líkama. Raunvísindin sem hann hefur treyst og trúað á allt sitt líf að komi honum að gagni reynast allt í einu haldlaus. Þarna gildir einu hvort maðurinn hafi verið trúmaður eða trúleysingi. Holdlíkami hans bregst honum þrátt fyrir öll þau lyf, bætiefni og læknisaðstoð sem hann hefur lagt traust sitt á. Þrátt fyrir allt það erfiði sem hann hefur lagt á sig til að viðhalda líkamlegri hreysti með hreyfingu og hollustu, þá virkar ekkert á þessari loka stundu. Fasteignirnar, hlutabréfin og bílarnir hafa ekkert verðgildi lengur þrátt fyrir að hafa kostað blóð svita og tár að eignast og lungan úr ævinni að hlaða kringum sig. Á þessum tímapunkti upplifir maðurinn aðeins þá einu ósk sem hann ávalt tók sem sjálfsagða – að fá að lifa. Af hverju þarf maðurinn að snerta lægstu skör jarðvistarlífsins til að verða þess áskynja að hann hafi fórnað sálarþroskanum, sinni einu varanlegu eign, á altari hverfulleikans – altari efnisins? Og hvað færir okkur betur heim vissuna um andann ofar efninu en hugsun mannsins og þrá á sinni hinstu stund – stund sannleikans. Jesú sagði: “Það mætti undur teljast ef holdið hefur orðið til fyrir tilstilli andans. En stærra undur hlýtur það að kallast ef andinn hefir orðið til fyrir tilstilli dauðlegs líkamans. Ég furða mig aftur og aftur á því hvernig þessi stórkostlega auðlegð andans hefir tekið sér bólfestu í þessari fátæklegu eymd.”(Tómasarguðspjall 29. ummæli). Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Er það ekki verðugt umhugsunarefni að á lægsta tímapunkti mannlegrar tilveru verður efnisheimurinn að engu í huga mannsins? Rétt fyrir viðskilnað sálar og líkama umbreytist hugsun mannsins frá því að vera efnistengd í að vera andleg. Hverju sætir og hvaða öfl eru þarna að verki sem hafa þessi áhrif á hugsunina? Jú, á þessum tímamótum upplifir maðurinn forgengileika efnisins á eigin skinni og líkama. Raunvísindin sem hann hefur treyst og trúað á allt sitt líf að komi honum að gagni reynast allt í einu haldlaus. Þarna gildir einu hvort maðurinn hafi verið trúmaður eða trúleysingi. Holdlíkami hans bregst honum þrátt fyrir öll þau lyf, bætiefni og læknisaðstoð sem hann hefur lagt traust sitt á. Þrátt fyrir allt það erfiði sem hann hefur lagt á sig til að viðhalda líkamlegri hreysti með hreyfingu og hollustu, þá virkar ekkert á þessari loka stundu. Fasteignirnar, hlutabréfin og bílarnir hafa ekkert verðgildi lengur þrátt fyrir að hafa kostað blóð svita og tár að eignast og lungan úr ævinni að hlaða kringum sig. Á þessum tímapunkti upplifir maðurinn aðeins þá einu ósk sem hann ávalt tók sem sjálfsagða – að fá að lifa. Af hverju þarf maðurinn að snerta lægstu skör jarðvistarlífsins til að verða þess áskynja að hann hafi fórnað sálarþroskanum, sinni einu varanlegu eign, á altari hverfulleikans – altari efnisins? Og hvað færir okkur betur heim vissuna um andann ofar efninu en hugsun mannsins og þrá á sinni hinstu stund – stund sannleikans. Jesú sagði: “Það mætti undur teljast ef holdið hefur orðið til fyrir tilstilli andans. En stærra undur hlýtur það að kallast ef andinn hefir orðið til fyrir tilstilli dauðlegs líkamans. Ég furða mig aftur og aftur á því hvernig þessi stórkostlega auðlegð andans hefir tekið sér bólfestu í þessari fátæklegu eymd.”(Tómasarguðspjall 29. ummæli). Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar