Steinunn: Verður áskorun að fara til Ungverjalands en það er allt hægt Andri Már Eggertsson skrifar 8. apríl 2023 18:08 Steinunn Björnsdóttir skoraði 5 mörk Vísir/Hulda Margrét Íslenska landsliðið í handbolta tapaði gegn Ungverjum 21-25. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023. Steinunn Björnsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, var svekkt með niðurstöðuna en sá margt jákvætt og var bjartsýn fyrir seinni leikinn gegn Ungverjum. „Mér fannst við flottar varnarlega en við vorum að fara illa með ansi mörg dauðafæri. Það var kafli í seinni hálfleik sem var ansi þungur en mér fannst við standa okkur gegn þessu liði en það var margt sem við hefðum geta gert betur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir eftir leik. Fyrri hálfleikur var í jafnvægi en Ísland gaf eftir á síðustu sjö mínútunum sem varð til þess að Ungverjaland var fjórum mörkum yfir í hálfleik 10-14. „Mér fannst þetta heilt yfir ágætis leikur hjá okkur á mörgum sviðum. Mér fannst við hefðum átt að keyra meira á þær í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Þær voru seinar heim og ráðviltar þegar þær hlupu til baka og þar voru tækifæri.“ Steinunn var svekkt með hvernig Ísland spilaði fyrsta korterið í seinni hálfleik þar sem allt fór úrskeiðis og Ungverjaland komst átta mörkum yfir. „Þær voru fljótar að skipta um gír. En mér fannst að við hefðum geta leikið meira á þær þar sem þær eru fljótar að svekkja sig á hlutunum og við verðum að nýta okkur það í næsta leik. Ég var ánægð með hvernig okkur tókst að nýta stemmninguna í húsinu sem varð til þess að við minnkuðum muninn niður í tvö mörk.“ Steinunn var ánægð með karakterinn hjá sínu liði sem saxaði forskot Ungverjalands minnst niður í tvö mörk. „Við sýndum að við getum svo sannarlega spilað gegn þessu liði og það voru mikið af tækifærum sóknarlega. Við þurfum að skoða nokkur atriði og þá er ég bjartsýn.“ Seinni leikurinn verður spilaður í Ungverjalandi á miðvikudaginn og Steinunn taldi möguleika Íslands vera til staðar. „Við verðum að trúa og það er allt hægt. Það verður full höll hjá þeim og mikil stemmning í Ungverjalandi en okkur hlakkar til og þetta verður mikil áskorun,“ sagði Steinunn Björnsdóttir að lokum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
„Mér fannst við flottar varnarlega en við vorum að fara illa með ansi mörg dauðafæri. Það var kafli í seinni hálfleik sem var ansi þungur en mér fannst við standa okkur gegn þessu liði en það var margt sem við hefðum geta gert betur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir eftir leik. Fyrri hálfleikur var í jafnvægi en Ísland gaf eftir á síðustu sjö mínútunum sem varð til þess að Ungverjaland var fjórum mörkum yfir í hálfleik 10-14. „Mér fannst þetta heilt yfir ágætis leikur hjá okkur á mörgum sviðum. Mér fannst við hefðum átt að keyra meira á þær í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Þær voru seinar heim og ráðviltar þegar þær hlupu til baka og þar voru tækifæri.“ Steinunn var svekkt með hvernig Ísland spilaði fyrsta korterið í seinni hálfleik þar sem allt fór úrskeiðis og Ungverjaland komst átta mörkum yfir. „Þær voru fljótar að skipta um gír. En mér fannst að við hefðum geta leikið meira á þær þar sem þær eru fljótar að svekkja sig á hlutunum og við verðum að nýta okkur það í næsta leik. Ég var ánægð með hvernig okkur tókst að nýta stemmninguna í húsinu sem varð til þess að við minnkuðum muninn niður í tvö mörk.“ Steinunn var ánægð með karakterinn hjá sínu liði sem saxaði forskot Ungverjalands minnst niður í tvö mörk. „Við sýndum að við getum svo sannarlega spilað gegn þessu liði og það voru mikið af tækifærum sóknarlega. Við þurfum að skoða nokkur atriði og þá er ég bjartsýn.“ Seinni leikurinn verður spilaður í Ungverjalandi á miðvikudaginn og Steinunn taldi möguleika Íslands vera til staðar. „Við verðum að trúa og það er allt hægt. Það verður full höll hjá þeim og mikil stemmning í Ungverjalandi en okkur hlakkar til og þetta verður mikil áskorun,“ sagði Steinunn Björnsdóttir að lokum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira