Allar líkur voru á því að um sama rostung hafi verið að ræða. Mbl.is hefur það eftir doktorsnema í náttúruvísindum í Noregi, sem fylgist grannt með ferðum rostunga, að rostungurinn sé vissulega Þór. Hann hafi fyrst farið til suðurs í Evrópu en snúið við og tekið stefnuna heim. Hann muni að öllum líkindum halda næst til Grænlands.
Þór var mættur eldsnemma í morgun á Þórshöfn, örmagna eftir að hafa komið sér upp á flotbryggju. Fólk hefur flykkst niður á höfn í dag til að berja hann augum:
Þór spókaði sig einnig á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í febrúar á þessu ári eftir ferðalag frá Bretlandi. Þarlend dýraverndarsamtök báru kennsl á díla á hreifum hans og greindu frá því að um sama rostung hafi verið að ræða og þann sem vakti lukku á bryggju í Scarborough í Bretlandi. Þór fékk nafn sitt í Scarborough.