Hlutu hæsta styrk til að rannsaka byltingu í greiningu svefnsjúkdóma Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. apríl 2023 22:43 Jón Skírnir Ágústsson leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox medical. vísir/egill Íslenska hátæknifyrirtækið Nox medical vinnur að nýrri gervigreindaraðferð sem gæti umbylt svefnrannsóknum. Fyrirtækið hlut hæsta styrkinn úr nýsköpunarsjóði námsmanna í ár. Nox Medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað, skýjalausnir, og gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsfólki til að mæla lífsmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma. Fyrirtækið starfar á alþjóðamarkaði og er leiðandi fyrirtæki á sviði lækningatækja í svefni. Fjallað var um gervigreindina, sem nú er notuð til að greina svefnraskanir um allan heim í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar á þessu ári: Aðferðin sem um ræðir, og verður rannsökuð nánar á komandi mánuðum, á að nýta einfaldari svefnmælingu til að greina kæfisvefn og til að fylgjast með hvernig meðferð við kæfisvefni gengur. Dr. Erna Sif Arnardóttir við Háskólann í Reykjavík hlaut, í samstarfi við Nox Medical, hæsta styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til frekari rannsókna. Hún mun leiða hóp ellefu nemenda í sumar til að rannsaka og sannreyna gervigreindaraðferðina. Dr. Jón Skírnir Ágústsson leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox Medical. „Við höfum þróað þessa aðferð með því að skoða öndunarmerki, hreyfingar á brjóstkassa og maga þegar fólk sefur til að einfalda greiningar á kæfisvefni. Venjulega er það gert með því að mæla heilarit, með rafskautum sem sett eru á höfuðið. Það er tímafrekt og kostnaðarsamt og við erum að einfalda þetta þannig að fólk fái mælitæki send í pósti og geti notað það sjálft,“ segir Jón í samtali við Vísi. Sjúklingahópurinn kannaður Verkefnið sem er framundan snýr að því að komast að því fyrir hvaða sjúklingahópa aðferðin henti. „Við erum því að fara í mjög stórt rannsóknarverkefni til að kanna nákvæmlega fyrir hverja þetta verður gagnlegt, og sérstaklega fyrir hverja þetta verður ekki gagnlegt. Virkar þetta vel fyrir konur og kalla? Fyrir fólk á öllum aldri? Mismunandi líkamsbyggingu? Þetta eru í rauninni spurningarnar sem við þurfum að fá svör við núna,“ útskýrir Jón. Þáttaskil hafi orðið fyrir þremur vikum þegar rannsóknir hafi sýnt að algrímið virki á stóran sjúklingahóp. „Það voru fleiri en eitt þúsund mann sem við prófuðum þetta á. Nú erum við komin á þann stað að við getum prófað þetta á tugum þúsunda sjúklinga. Það gætu leynst þarna einstaklingar sem að algrímið virkar mjög illa fyrir, það er það sem þarf að kanna.“ Gervigreindin alltaf að ná lengra Nox medical var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim. Nú er ljóst að mælitæknin gæti orðið bylting innan heilbrgðiskerfs. Fyrirtækið hefur fengið nokkur útgefin einkaleyfi á mælitækninni. Verkefnið fékk einnig tveggja og hálfs milljarða króna styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. „Við höfum alltaf verið að komast lengra í því sem gervigreindin getur gert. Fyrst var það að sjálfvirknivæða það sem fólk gerir, greina svefnstig. En þetta að fara að skilja lífeðlisfræðina á bakvið öndun og hvernig hún breytist í svefni. Svo er verkefnið að þróa gervigreindaralgrím sem nær að læra þetta. Nú erum við ekki að sjálfvirknivæða það sem fólk gerir heldur erum við að draga út nýjar upplýsingar sem fólk hefur ekki fengið úr þessum mælingum áður. “ Svefn Nýsköpun Heilbrigðismál Gervigreind Tengdar fréttir Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. 19. febrúar 2023 08:05 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Nox Medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað, skýjalausnir, og gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsfólki til að mæla lífsmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma. Fyrirtækið starfar á alþjóðamarkaði og er leiðandi fyrirtæki á sviði lækningatækja í svefni. Fjallað var um gervigreindina, sem nú er notuð til að greina svefnraskanir um allan heim í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar á þessu ári: Aðferðin sem um ræðir, og verður rannsökuð nánar á komandi mánuðum, á að nýta einfaldari svefnmælingu til að greina kæfisvefn og til að fylgjast með hvernig meðferð við kæfisvefni gengur. Dr. Erna Sif Arnardóttir við Háskólann í Reykjavík hlaut, í samstarfi við Nox Medical, hæsta styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til frekari rannsókna. Hún mun leiða hóp ellefu nemenda í sumar til að rannsaka og sannreyna gervigreindaraðferðina. Dr. Jón Skírnir Ágústsson leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox Medical. „Við höfum þróað þessa aðferð með því að skoða öndunarmerki, hreyfingar á brjóstkassa og maga þegar fólk sefur til að einfalda greiningar á kæfisvefni. Venjulega er það gert með því að mæla heilarit, með rafskautum sem sett eru á höfuðið. Það er tímafrekt og kostnaðarsamt og við erum að einfalda þetta þannig að fólk fái mælitæki send í pósti og geti notað það sjálft,“ segir Jón í samtali við Vísi. Sjúklingahópurinn kannaður Verkefnið sem er framundan snýr að því að komast að því fyrir hvaða sjúklingahópa aðferðin henti. „Við erum því að fara í mjög stórt rannsóknarverkefni til að kanna nákvæmlega fyrir hverja þetta verður gagnlegt, og sérstaklega fyrir hverja þetta verður ekki gagnlegt. Virkar þetta vel fyrir konur og kalla? Fyrir fólk á öllum aldri? Mismunandi líkamsbyggingu? Þetta eru í rauninni spurningarnar sem við þurfum að fá svör við núna,“ útskýrir Jón. Þáttaskil hafi orðið fyrir þremur vikum þegar rannsóknir hafi sýnt að algrímið virki á stóran sjúklingahóp. „Það voru fleiri en eitt þúsund mann sem við prófuðum þetta á. Nú erum við komin á þann stað að við getum prófað þetta á tugum þúsunda sjúklinga. Það gætu leynst þarna einstaklingar sem að algrímið virkar mjög illa fyrir, það er það sem þarf að kanna.“ Gervigreindin alltaf að ná lengra Nox medical var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim. Nú er ljóst að mælitæknin gæti orðið bylting innan heilbrgðiskerfs. Fyrirtækið hefur fengið nokkur útgefin einkaleyfi á mælitækninni. Verkefnið fékk einnig tveggja og hálfs milljarða króna styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. „Við höfum alltaf verið að komast lengra í því sem gervigreindin getur gert. Fyrst var það að sjálfvirknivæða það sem fólk gerir, greina svefnstig. En þetta að fara að skilja lífeðlisfræðina á bakvið öndun og hvernig hún breytist í svefni. Svo er verkefnið að þróa gervigreindaralgrím sem nær að læra þetta. Nú erum við ekki að sjálfvirknivæða það sem fólk gerir heldur erum við að draga út nýjar upplýsingar sem fólk hefur ekki fengið úr þessum mælingum áður. “
Svefn Nýsköpun Heilbrigðismál Gervigreind Tengdar fréttir Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. 19. febrúar 2023 08:05 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. 19. febrúar 2023 08:05