Farandrostungurinn Þór farinn frá Þórshöfn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2023 10:21 Þór sést hér hvíla sig á flotbryggjunni. Hilma Steinarsdóttir Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum. Þór, sem hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði, flatmagaði á flotbryggju í bænum í gærmorgun. Samkvæmt sjónarvottum virtist hann nokkuð þreyttur og lúinn, enda sennilegt að hann hafi átt langt ferðalag að baki. Nú er hann hins vegar farinn aftur, en Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, segir afar ánægjulegt að hafa fengið Þór í heimsókn. „Það var mjög líflegt hérna í gær. Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og mikið af fólki sem býr í þorpunum í kring sem kom. Ég veit að þetta var alveg tvöfaldur dagur í N1 skálanum. Það voru margir ferðamenn og aðkomufólk sem kom og kíkti á hann,“ segir Hilma. Svona var um að litast á bryggjunni í morgun. Enginn Þór. En hvert ætli hann hafi farið?Hilma Steinarsdóttir Áður en það fékkst staðfest að um Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar, væri að ræða höfðu einhverjir bæjarbúar látið sér detta í hug að þetta væri sannarlega hann. „Það var nú kannski bara ágiskun fyrst hann var búinn að vera á Austfjörðum. Þetta er svo sem ekki algengt, að þeir séu hér við Íslandsstrendur.“ Hilma segir sérstaklega gaman að Þór hafi lagt leið sína til Þórshafnar, sökum nafns hans. „Það er svolítið skemmtilegt. Þórshöfn er auðvitað heiðurshöfn varðskipsins Þórs og við bjóðum alla velkomna, sérstaklega alla Þóra,“ segir Hilma. Þá hafi verið ákveðið lærdómsgildi í heimsókninni fyrir yngri kynslóðina. „Þetta er góð kveikja fyrir grunnskólann að vinna með í framhaldinu, að læra meira um rostunga. Það verður rostungaþema hjá okkur í næstu viku,“ segir Hilma að lokum. Langanesbyggð Dýr Tengdar fréttir Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 8. apríl 2023 19:15 Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. 8. apríl 2023 12:27 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Þór, sem hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði, flatmagaði á flotbryggju í bænum í gærmorgun. Samkvæmt sjónarvottum virtist hann nokkuð þreyttur og lúinn, enda sennilegt að hann hafi átt langt ferðalag að baki. Nú er hann hins vegar farinn aftur, en Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, segir afar ánægjulegt að hafa fengið Þór í heimsókn. „Það var mjög líflegt hérna í gær. Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og mikið af fólki sem býr í þorpunum í kring sem kom. Ég veit að þetta var alveg tvöfaldur dagur í N1 skálanum. Það voru margir ferðamenn og aðkomufólk sem kom og kíkti á hann,“ segir Hilma. Svona var um að litast á bryggjunni í morgun. Enginn Þór. En hvert ætli hann hafi farið?Hilma Steinarsdóttir Áður en það fékkst staðfest að um Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar, væri að ræða höfðu einhverjir bæjarbúar látið sér detta í hug að þetta væri sannarlega hann. „Það var nú kannski bara ágiskun fyrst hann var búinn að vera á Austfjörðum. Þetta er svo sem ekki algengt, að þeir séu hér við Íslandsstrendur.“ Hilma segir sérstaklega gaman að Þór hafi lagt leið sína til Þórshafnar, sökum nafns hans. „Það er svolítið skemmtilegt. Þórshöfn er auðvitað heiðurshöfn varðskipsins Þórs og við bjóðum alla velkomna, sérstaklega alla Þóra,“ segir Hilma. Þá hafi verið ákveðið lærdómsgildi í heimsókninni fyrir yngri kynslóðina. „Þetta er góð kveikja fyrir grunnskólann að vinna með í framhaldinu, að læra meira um rostunga. Það verður rostungaþema hjá okkur í næstu viku,“ segir Hilma að lokum.
Langanesbyggð Dýr Tengdar fréttir Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 8. apríl 2023 19:15 Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. 8. apríl 2023 12:27 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 8. apríl 2023 19:15
Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. 8. apríl 2023 12:27