Hellarnir á Hellu njóta mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. apríl 2023 20:05 Dóra Steinsdóttir er eina af þeim, sem tekur á móti hópum í hellana við Ægissíðu á Hellu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hellarnir á Ægissíðu á Hellu njóta alltaf mikilla vinsælda hjá íslenskum og erlendum ferðamönnum en fyrstu skráðu heimildir um þá er frá 1818. Hellarnir eru með þekktustu manngerðu hellum landsins en tólf hellar hafa fundist á Ægissíðu. Það er alltaf mikill áhugi á að fara í hellaferðir hjá ferðafólki, innlendu og erlendu í hellana á Ægissíðu með leiðsögn. Manngerðir hellar eru víða á Suðurlandi en vitað er um á annað hundrað slíka hella á svæðinu frá Ölfusi austur í Mýrdal. Hellarnir á Ægissíðu eru friðlýstir en nú er unnið að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands. „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Við erum búin að hafa opið í allan vetur og keyra hérna ferðir alla daga í vetur og það er bara búið að ganga framar vonum myndi ég segja. Við erum að segja svolítið sögu, sem heyrist ekki annars staðar og erum að bjóða upp á umhverfi, sem við erum ekkert vön að skoða,“ segir Dóra Steinsdóttir leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Hellarnir þykja mjög merkilegir. “Já, það myndi ég segja. Þetta eru sennilega elstu hýbýli á Íslandi þessir hellar,“ segir Dóra. við Ægissíðu á Hellu. Víða má finna manngerða hella á Suðurlandi eins og í Ægissíðu þar sem 12 hellar eru skráðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Í hellunum má til dæmis finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti svo eitthvað sé nefnt. Svo er búið að skrifa nokkur nöfn á veggi hellanna. “Við megum það ekki lengur, ekki inn á veggina en við megum skrifa hérna utan á húsið hjá okkur og fólk er búið að taka því svakalega vel frá því að við byrjuðum á því í maí í fyrra og það er eiginlega allt að verða fullt af nöfnum utan á húsinu,” segir Dóra. Dóra segir að ferðamenn verði agndofa þegar þeir skoða hellana. “Já, þeir verða það. Ég myndi segja að ferðirnar okkar séu fyrir ferðamenn almennt umfram væntingar. Fólk veit ekki alveg hverju það á von á þegar það kemur hingað en svo þegar þeir fara frá okkur, þá er þetta bara stórkostlegt og við fáum rosalega góða dóma á samfélagsmiðlum og þessum síðum, sem fólk er að skilja eftir umsagnir,” segir Dóra Steinsdóttir, leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Dóra að leiðsegja einum af fjölmörgum hópunum, sem hún hefur tekið á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Það er alltaf mikill áhugi á að fara í hellaferðir hjá ferðafólki, innlendu og erlendu í hellana á Ægissíðu með leiðsögn. Manngerðir hellar eru víða á Suðurlandi en vitað er um á annað hundrað slíka hella á svæðinu frá Ölfusi austur í Mýrdal. Hellarnir á Ægissíðu eru friðlýstir en nú er unnið að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands. „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Við erum búin að hafa opið í allan vetur og keyra hérna ferðir alla daga í vetur og það er bara búið að ganga framar vonum myndi ég segja. Við erum að segja svolítið sögu, sem heyrist ekki annars staðar og erum að bjóða upp á umhverfi, sem við erum ekkert vön að skoða,“ segir Dóra Steinsdóttir leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Hellarnir þykja mjög merkilegir. “Já, það myndi ég segja. Þetta eru sennilega elstu hýbýli á Íslandi þessir hellar,“ segir Dóra. við Ægissíðu á Hellu. Víða má finna manngerða hella á Suðurlandi eins og í Ægissíðu þar sem 12 hellar eru skráðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Í hellunum má til dæmis finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti svo eitthvað sé nefnt. Svo er búið að skrifa nokkur nöfn á veggi hellanna. “Við megum það ekki lengur, ekki inn á veggina en við megum skrifa hérna utan á húsið hjá okkur og fólk er búið að taka því svakalega vel frá því að við byrjuðum á því í maí í fyrra og það er eiginlega allt að verða fullt af nöfnum utan á húsinu,” segir Dóra. Dóra segir að ferðamenn verði agndofa þegar þeir skoða hellana. “Já, þeir verða það. Ég myndi segja að ferðirnar okkar séu fyrir ferðamenn almennt umfram væntingar. Fólk veit ekki alveg hverju það á von á þegar það kemur hingað en svo þegar þeir fara frá okkur, þá er þetta bara stórkostlegt og við fáum rosalega góða dóma á samfélagsmiðlum og þessum síðum, sem fólk er að skilja eftir umsagnir,” segir Dóra Steinsdóttir, leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Dóra að leiðsegja einum af fjölmörgum hópunum, sem hún hefur tekið á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira