Eiga ekki pening fyrir öllu skólaárinu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 11:30 Tæplega 1.400 manns hafa skrifað undir áskorun til menntamálaráðherra að jafna stöðu listdansnáms. Arnar Halldórsson Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað. „Ég velti því fyrir mér hvort áhuga og metnaðarleysið sé af því að þetta eru aðallega stúlkur,“ segir Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands og stjórnarmaður í Félagi íslenskra listdansara. Tæplega 1.400 manns hafa skrifað undir áskorunina. „Við undirrituð skorum á háttvirtan mennta- og barnamálaráðherra að koma á réttmætum stuðningi við starfsemi listdansskóla vegna kennslu grunnnáms í listdansi. Mikið misræmi og ójafnræði ríkir í fjárúthlutunum ríkis og sveitarfélaga til listnáms og er aðstöðumunur listgreina mjög mikill er kemur að starfsumhverfi og aðbúnaði,“ segir við áskorunina. Einum ríkisskóla lokað en annar opnaður Árið 2006 var Listdansskóli Íslands tekinn af fjárlögum og námið gefið frjálst. Markaðurinn átti að sjá um greinina en löggjöf um fjármögnun var aldrei kláruð. Til stóð að skrifuð yrði sams konar lagaumgjörð og við tónlist. Síðan eru liðin 17 ár og 6 menntamálaráðherrar hafa setið á stóli. „Það er ekki verið að sinna einni grein en annarri er sinnt mjög vel,“ segir Guðmundur. Augljóst sé að verið sé að mismuna nemendum eftir greinum. Ráðamenn setji tíma og fjármuni í að setja lög um tónlistarskóla. Eftir að ríkisskóli í listdansi var lagður niður hafi svo ríkisskóli í tónlist, það er MÍT, verið settur á fót. Vilja ekki elítunám „Við eigum ekki pening fyrir öllu skólaárinu,“ segir Guðmundur um stöðu Listdansskóla Íslands sem er í dag sjálfseignarstofnun. „Menntamálaráðuneytið segist ætla að draga okkur að landi núna en svo er óvissa með næsta vetur. Við erum enn þá að bíða. Við áttum að fá svör í lok mars en nú er kominn apríl,“ segir hann. Guðmundur segir að frá ráðuneytinu hafi komið athugasemdir um að hækka skólagjöldin til að mæta fjármögnunarþörfinni. „Þá værum við komin með eitthvað elítunám sem aðeins efnað fólk hefur efni á,“ segir hann. „Það er ekki það sem við viljum. Hæfileikar liggja víða og börn eiga að fá að rækta þá. Efnahagur foreldra á að ekki að spila stórt hlutverk þar.“ Dans Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30 Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Ég velti því fyrir mér hvort áhuga og metnaðarleysið sé af því að þetta eru aðallega stúlkur,“ segir Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands og stjórnarmaður í Félagi íslenskra listdansara. Tæplega 1.400 manns hafa skrifað undir áskorunina. „Við undirrituð skorum á háttvirtan mennta- og barnamálaráðherra að koma á réttmætum stuðningi við starfsemi listdansskóla vegna kennslu grunnnáms í listdansi. Mikið misræmi og ójafnræði ríkir í fjárúthlutunum ríkis og sveitarfélaga til listnáms og er aðstöðumunur listgreina mjög mikill er kemur að starfsumhverfi og aðbúnaði,“ segir við áskorunina. Einum ríkisskóla lokað en annar opnaður Árið 2006 var Listdansskóli Íslands tekinn af fjárlögum og námið gefið frjálst. Markaðurinn átti að sjá um greinina en löggjöf um fjármögnun var aldrei kláruð. Til stóð að skrifuð yrði sams konar lagaumgjörð og við tónlist. Síðan eru liðin 17 ár og 6 menntamálaráðherrar hafa setið á stóli. „Það er ekki verið að sinna einni grein en annarri er sinnt mjög vel,“ segir Guðmundur. Augljóst sé að verið sé að mismuna nemendum eftir greinum. Ráðamenn setji tíma og fjármuni í að setja lög um tónlistarskóla. Eftir að ríkisskóli í listdansi var lagður niður hafi svo ríkisskóli í tónlist, það er MÍT, verið settur á fót. Vilja ekki elítunám „Við eigum ekki pening fyrir öllu skólaárinu,“ segir Guðmundur um stöðu Listdansskóla Íslands sem er í dag sjálfseignarstofnun. „Menntamálaráðuneytið segist ætla að draga okkur að landi núna en svo er óvissa með næsta vetur. Við erum enn þá að bíða. Við áttum að fá svör í lok mars en nú er kominn apríl,“ segir hann. Guðmundur segir að frá ráðuneytinu hafi komið athugasemdir um að hækka skólagjöldin til að mæta fjármögnunarþörfinni. „Þá værum við komin með eitthvað elítunám sem aðeins efnað fólk hefur efni á,“ segir hann. „Það er ekki það sem við viljum. Hæfileikar liggja víða og börn eiga að fá að rækta þá. Efnahagur foreldra á að ekki að spila stórt hlutverk þar.“
Dans Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30 Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30
Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41