Sport

Dag­­skráin í dag: Meistara­­deild Evrópu, EHF-bikarinn og úr­slita­keppni Subway-deild karla

Smári Jökull Jónsson skrifar
Þriðji leikur Njarðvíkur og Grindavíkur í úrslitakeppni Subway-deildarinnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld.
Þriðji leikur Njarðvíkur og Grindavíkur í úrslitakeppni Subway-deildarinnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Íþróttarásir Stöðvar 2 eru stútfullar af beinum útsendingum þessa dagana. Í kvöld verður sýnt beint frá Meistaradeild Evrópu sem og EHF-bikarnum í handknattleik. Þá gætu línur skýrst í Subway-deild karla í körfuknattleik.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18:05 hefst bein útsending frá þriðja leik Njarðvíkur og Grindavíkur í Subway-deild karla. Njarðvík tryggir sér sæti í undanúrslitum með sigri en Grindvíkingar vonast til að geta snúið naumu töpunum í sigur.

Seinni leikur kvöldsins er svo leikur Vals og Stjörnunnar að Hlíðarenda. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir að Stjarnan kom á óvart í fyrsta leiknum og vann deildarmeistarana.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 16:40 verður leikur Kadetten Schaffhausen og Fusche Berlin sýndur beint. Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með Kadetten og Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari liðsins.

Átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu verða í beinni útsendingu frá klukkan 18:35 þegar upphitun fyrir leik Benfica og Inter hefst. Útsending frá leiknum hefst 18:55 en um er að ræða fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum. Leikir kvöldsins í Meistaradeildinni verða síðan gerðir upp klukkan 21:00

Umspil NBA-deildarinnar hefst síðan í kvöld en þar verður leikið um sæti í úrslitakeppnum Austur- og Vesturdeildar. Klukkan 23:30 mætast Miami Heat og Atlanta Hawks en klukkan 02:00 í nótt verður sýnt beint frá leik Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves.

Stöð 2 Sport 5

Seinni bylgjan verður í beinni útsendingu frá Suðurlandsbraut klukkan 21:00 í kvöld. Þar verður farið yfir lokaumferðina í Olís-deild karla og spáð í spilin fyrir úrslitakeppnina.

Stöð 2 Esport

Upphitun fyrir fimmta dag BLAST.tv Paris Major mótið í rafíþróttum hefst klukkan 7:30. Beinar útsendingar verða frá mótinu á Stöð 2 ESport frameftir degi en alls verður sýnt beint frá átta viðureignum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×