Greint er frá lokuninni á Facebook-síðu stöðvarinnar og iðkendum boðið að nýta kort sín hjá Jóga Shala í Skeifunni. Þá segir að flestir kennarar muni jafnframt flytjast þangað og halda þar áfram kennslu.
13,7 milljóna króna samanlagt tap var á rekstri Sóla Invest ehf., rekstrarfélagi stöðvarinnar, árin 2020 og 2021, samkvæmt framlögðum ársreikningi. Mbl.is fullyrðir að félagið Investar ehf., í eigu Gunnars Henriks B. Gunnarssonar, hafi keypt jógastöðina í ágúst síðastliðnum og hefur áður rætt við Sólveigu um rekstrarvanda jógastúdíósins sem glímdi við mikla erfiðleika eftir að heimsfaraldur kórónuveiru braust út hér á landi árið 2020.
Tveimur árum fyrr var jógastúdíóið útnefnt jógastöð ársins í Evrópu af vefmiðlinum Luxury Travel Guide. Rætt var við Sólveigu í Harmageddon á X-inu 977 árið 2019. Þar lýsti hún því meðal annars hvernig hún kúvendi lífi sínu eftir að hafa starfað í mörg ár í fjármálageiranum.