„Ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. apríl 2023 13:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir hreyfinguna sterkari saman. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir áform Eflingar um að segja sig úr sambandinu koma sér að vissu leyti á óvart en telur það ekki dauðadóm fyrir Starfsgreinasambandið. Ljóst sé að með úrsögninni muni Efling missa sína aðild að Alþýðusambandinu. Því miður virðist ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar. Greint var frá því í gærkvöldi að trúnaðarráð og stjórn Eflingar höfðu samþykkt að boða til félagsfundar á næstunni þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins yrði til umræðu og möguleg úrsögn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir þetta skjóta skökku við en mikil ólga hefur verið innan hreyfingarinnar. „Miðað við orðræðuna sem hefur verið núna að undanförnu af hálfu forystu Eflingar þá kemur þetta mér ekki á óvart en þetta kemur mér á óvart að því leytinu til að fólk sem talar um mikilvægi samstöðunnar, mikilvægi þess að hreyfingin sé sterkari saman og svo framvegis, þá kemur þetta mér á óvart,“ segir Vilhjálmur. Hann gerir þó ekki athugasemdir við ákvörðunina, það sé á ábyrgð forystu Eflingar að fara þessa leið, en á félagsfundi þyrfti að vísa málinu í allsherjaratkvæðagreiðslu þar sem hinn almenni félagsmaður Eflingar tæki endanlega ákvörðun. Ef sú leið væri farin myndi það hafa víðtækari afleiðingar. „Þau fara sjálfkrafa út úr Alþýðusambandinu. Ef að það yrði niðurstaða félagsmanna Eflingar að fara úr Starfsgreinasambandinu þá eiga þau ekki lengur aðild að ASÍ því að aðildin kemur í gegnum SGS. En þau geta hins vegar sótt um aðild að ASÍ með beinni aðild,“ segir Vilhjálmur. Starfsgreinasambandið er langstærsta aðildarfélag ASÍ og telur á bilinu 72 til 76 þúsund félagsmenn. Þar af eru félagsmenn Eflingar flestir, eða um 44 prósent. „Ef að Efling fer út þá verður þetta einhvers staðar í kringum 43 þúsund manns hjá hinum félögunum sem eftir eru sem að mynda þessi 56 prósent [í SGS]. Sem að segir mér ekki nema eitt að það er ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út,“ segir Vilhjálmur og bætir við að samstaðan hafi verið mikil hjá hinum félögunum. Ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar Sjálfur hefur Vilhjálmur ekki rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar í nokkurn tíma eftir erfiðleika í kringum síðustu kjaralotu en Efling ákvað þá að ganga ein til viðræðna. „Það hefur mikið gengið á í íslenskri verkalýðshreyfingu og mér sýnist því miður, og ég segi því miður, þá virðist ekkert lát vera á deilum innan hreyfingarinnar og það er eitthvað sem að verkalýðshreyfingin þarf svo sannarlega að taka til sín því að svona uppákomur innan hreyfingarinnar eru alls ekki okkar félagsmönnum til framdráttar og til heilla því að samstaðan er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Við getum verið sammála um margt, við getum líka verið sammála um að vera ósammála um suma hluti og þá bara gildir lýðræðisleg niðurstaða í slíkum ágreiningsefnum. Það er ekkert að því þó að einstaka félög fari sjálf með sitt samningsumboð en þá eiga menn ekki að vera að agnúast yfir samningum annarra eða hvernig þau hátta sínum málum, heldur bara bera ábyrgð á sinni kjarasamningsgerð,“ segir hann enn fremur. Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43 Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18 Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Greint var frá því í gærkvöldi að trúnaðarráð og stjórn Eflingar höfðu samþykkt að boða til félagsfundar á næstunni þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins yrði til umræðu og möguleg úrsögn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir þetta skjóta skökku við en mikil ólga hefur verið innan hreyfingarinnar. „Miðað við orðræðuna sem hefur verið núna að undanförnu af hálfu forystu Eflingar þá kemur þetta mér ekki á óvart en þetta kemur mér á óvart að því leytinu til að fólk sem talar um mikilvægi samstöðunnar, mikilvægi þess að hreyfingin sé sterkari saman og svo framvegis, þá kemur þetta mér á óvart,“ segir Vilhjálmur. Hann gerir þó ekki athugasemdir við ákvörðunina, það sé á ábyrgð forystu Eflingar að fara þessa leið, en á félagsfundi þyrfti að vísa málinu í allsherjaratkvæðagreiðslu þar sem hinn almenni félagsmaður Eflingar tæki endanlega ákvörðun. Ef sú leið væri farin myndi það hafa víðtækari afleiðingar. „Þau fara sjálfkrafa út úr Alþýðusambandinu. Ef að það yrði niðurstaða félagsmanna Eflingar að fara úr Starfsgreinasambandinu þá eiga þau ekki lengur aðild að ASÍ því að aðildin kemur í gegnum SGS. En þau geta hins vegar sótt um aðild að ASÍ með beinni aðild,“ segir Vilhjálmur. Starfsgreinasambandið er langstærsta aðildarfélag ASÍ og telur á bilinu 72 til 76 þúsund félagsmenn. Þar af eru félagsmenn Eflingar flestir, eða um 44 prósent. „Ef að Efling fer út þá verður þetta einhvers staðar í kringum 43 þúsund manns hjá hinum félögunum sem eftir eru sem að mynda þessi 56 prósent [í SGS]. Sem að segir mér ekki nema eitt að það er ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út,“ segir Vilhjálmur og bætir við að samstaðan hafi verið mikil hjá hinum félögunum. Ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar Sjálfur hefur Vilhjálmur ekki rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar í nokkurn tíma eftir erfiðleika í kringum síðustu kjaralotu en Efling ákvað þá að ganga ein til viðræðna. „Það hefur mikið gengið á í íslenskri verkalýðshreyfingu og mér sýnist því miður, og ég segi því miður, þá virðist ekkert lát vera á deilum innan hreyfingarinnar og það er eitthvað sem að verkalýðshreyfingin þarf svo sannarlega að taka til sín því að svona uppákomur innan hreyfingarinnar eru alls ekki okkar félagsmönnum til framdráttar og til heilla því að samstaðan er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Við getum verið sammála um margt, við getum líka verið sammála um að vera ósammála um suma hluti og þá bara gildir lýðræðisleg niðurstaða í slíkum ágreiningsefnum. Það er ekkert að því þó að einstaka félög fari sjálf með sitt samningsumboð en þá eiga menn ekki að vera að agnúast yfir samningum annarra eða hvernig þau hátta sínum málum, heldur bara bera ábyrgð á sinni kjarasamningsgerð,“ segir hann enn fremur.
Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43 Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18 Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
„Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43
Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18
Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09