Djammreykingar mun lífseigari en dagreykingar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. apríl 2023 07:01 Viðar Jensson bendir á að það sé ekki til neitt sem heiti öruggar reykingar. Egill Aðalsteinsson Þrátt fyrir að dagreykingafólki á Íslandi hafi fækkað úr rúmlega 30 prósent í 6 á síðustu 30 árum hefur hlutfall djammreykingafólks, eða fólks sem reykir sjaldnar en daglega, haldist nokkuð stöðugt. Hefur hlutfallið rokkað frá um 3 í 6 prósent um árabil og engin fylgni er milli þess og lækkandi hlutfalls reykingafólks. „Þessi hópur virðist alltaf vera til staðar þrátt fyrir að daglegar reykingar séu komnar niður í rúm 6 prósent,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu. Alltaf sé ákveðinn hópur sem svari því í könnunum að hann reyki öðru hvoru. Lítill munur er á kynjunum þegar kemur að þessum reykingum, sem oftast eiga sér stað í skemmtanalífinu. Einnig er ekki mikill munur á aldurshópum. Djammreykingar geta verið þær erfiðustu að uppræta. Krabbamein og risvandamál Samkvæmt rannsóknum Krabbameinsstofnunar New South Wales í Ástralíu kemur fram að djammreykingafólk lítur oft ekki á sig sem reykingarfólk. Þar af leiðandi telur það að skaðleg áhrif reykinga eigi ekki við um það sjálft. Djammreykingafólk reykir kannski aðeins einu sinni eða tvisvar í mánuði. En það reykir þá reyndar mikið í einu. Fer á eins konar reykingafyllerí. Áhrif djammreykinga á heilsuna eru ótvíræð. Þó þær séu ekki jafn slæmar og að reykja pakka á dag þá hefur hver sígaretta sín áhrif. Blóðþrýstingurinn hækkar samstundis og blóðflæðið til líkamans breytist. Eitrað kolmónoxíð eykst í blóðinu og súrefnismettun minnkar til heilans og annarra líffæra. Djammreykingafólk lítur oft ekki á sig sem reykingafólk og telur heilsuvánna ekki eiga við sig.EPA Djammreykingafólk sleppur heldur ekki við langtímaáhrif reykinga. Svo sem lungnakrabbameins og að minnsta kosti 13 annarra tegunda krabbameina. Samkvæmt stofnuninni eru djammreykingar næstum jafn slæmar og dagreykingar þegar kemur að ýmsum hjarta og æðasjúkdómum, svo sem kransæðasjúkdómum og risvandamálum hjá körlum. Lítið vitað um íslenskt djammreykingarfólk „Allar reykingar eru skaðlegar. Það er ekki til neitt sem heitir öruggar reykingar,“ segir Viðar. Hann segir þó að ekki séu til mikið af gögn um þennan hóp hérna á Íslandi. Til dæmis hafi ekki verið gerðar viðhorfskannanir á honum. Viðar bendir á að hægt sé að skipta fólki niður í fimm þrep, eftir því hvar það sé statt í vegferðinni að hætta að reykja. Hægt er að fræðast um þau á vefnum Dagur án tóbaks. Fyrsta þrepið er foríhugunarþrep. Það fólk er í vörn, forðast upplýsingar og hefur engar áætlanir um að breyta hegðun sinni. Fólk í íhugunarþrepi er meðvitað um áhættuna og er alvarlega að hugsa um að breyta hegðun sinni. „Það er í íhugunarþrepinu sem er hægt að hafa mest áhrif á fólk og fá það yfir í framkvæmdina,“ segir Viðar. Fólk stoppar stutt á þriðja þrepinu, undirbúningsþrepinu þar sem það hefur tekið ákvörðun um að hætta að reykja. Við tekur framkvæmdaþrepið, án tóbaks í allt að 6 mánuði þegar hættan á bakslagi er mikil, og svo viðhaldsþrepið þegar ný hegðun er orðin stöðug. Hættan á bakslagi mikil Hættan á bakslagi er mest út af djammreykingum en það eru reykingarnar sem mörgum finnst erfiðast að sleppa. Samkvæmt áströlsku rannsókninni er erfitt að feta meðalveginn að stunda aðeins djammreykingar. Ávallt sé hættan á því að dagreykingar taki við. En í Ástralíu er einmitt sama þróun og hérna á Íslandi. Dagreykingar eru á hraðri niðurleið en djammreykingarnar haldast nokkuð stöðugar. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Næturlíf Tengdar fréttir Reykingar eru orðnar jafn sjaldgæfar og kannabisneysla Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabisneysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. 22. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
„Þessi hópur virðist alltaf vera til staðar þrátt fyrir að daglegar reykingar séu komnar niður í rúm 6 prósent,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu. Alltaf sé ákveðinn hópur sem svari því í könnunum að hann reyki öðru hvoru. Lítill munur er á kynjunum þegar kemur að þessum reykingum, sem oftast eiga sér stað í skemmtanalífinu. Einnig er ekki mikill munur á aldurshópum. Djammreykingar geta verið þær erfiðustu að uppræta. Krabbamein og risvandamál Samkvæmt rannsóknum Krabbameinsstofnunar New South Wales í Ástralíu kemur fram að djammreykingafólk lítur oft ekki á sig sem reykingarfólk. Þar af leiðandi telur það að skaðleg áhrif reykinga eigi ekki við um það sjálft. Djammreykingafólk reykir kannski aðeins einu sinni eða tvisvar í mánuði. En það reykir þá reyndar mikið í einu. Fer á eins konar reykingafyllerí. Áhrif djammreykinga á heilsuna eru ótvíræð. Þó þær séu ekki jafn slæmar og að reykja pakka á dag þá hefur hver sígaretta sín áhrif. Blóðþrýstingurinn hækkar samstundis og blóðflæðið til líkamans breytist. Eitrað kolmónoxíð eykst í blóðinu og súrefnismettun minnkar til heilans og annarra líffæra. Djammreykingafólk lítur oft ekki á sig sem reykingafólk og telur heilsuvánna ekki eiga við sig.EPA Djammreykingafólk sleppur heldur ekki við langtímaáhrif reykinga. Svo sem lungnakrabbameins og að minnsta kosti 13 annarra tegunda krabbameina. Samkvæmt stofnuninni eru djammreykingar næstum jafn slæmar og dagreykingar þegar kemur að ýmsum hjarta og æðasjúkdómum, svo sem kransæðasjúkdómum og risvandamálum hjá körlum. Lítið vitað um íslenskt djammreykingarfólk „Allar reykingar eru skaðlegar. Það er ekki til neitt sem heitir öruggar reykingar,“ segir Viðar. Hann segir þó að ekki séu til mikið af gögn um þennan hóp hérna á Íslandi. Til dæmis hafi ekki verið gerðar viðhorfskannanir á honum. Viðar bendir á að hægt sé að skipta fólki niður í fimm þrep, eftir því hvar það sé statt í vegferðinni að hætta að reykja. Hægt er að fræðast um þau á vefnum Dagur án tóbaks. Fyrsta þrepið er foríhugunarþrep. Það fólk er í vörn, forðast upplýsingar og hefur engar áætlanir um að breyta hegðun sinni. Fólk í íhugunarþrepi er meðvitað um áhættuna og er alvarlega að hugsa um að breyta hegðun sinni. „Það er í íhugunarþrepinu sem er hægt að hafa mest áhrif á fólk og fá það yfir í framkvæmdina,“ segir Viðar. Fólk stoppar stutt á þriðja þrepinu, undirbúningsþrepinu þar sem það hefur tekið ákvörðun um að hætta að reykja. Við tekur framkvæmdaþrepið, án tóbaks í allt að 6 mánuði þegar hættan á bakslagi er mikil, og svo viðhaldsþrepið þegar ný hegðun er orðin stöðug. Hættan á bakslagi mikil Hættan á bakslagi er mest út af djammreykingum en það eru reykingarnar sem mörgum finnst erfiðast að sleppa. Samkvæmt áströlsku rannsókninni er erfitt að feta meðalveginn að stunda aðeins djammreykingar. Ávallt sé hættan á því að dagreykingar taki við. En í Ástralíu er einmitt sama þróun og hérna á Íslandi. Dagreykingar eru á hraðri niðurleið en djammreykingarnar haldast nokkuð stöðugar.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Næturlíf Tengdar fréttir Reykingar eru orðnar jafn sjaldgæfar og kannabisneysla Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabisneysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. 22. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Reykingar eru orðnar jafn sjaldgæfar og kannabisneysla Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabisneysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. 22. ágúst 2015 07:00