Stjarnan vildi ekki skipta við FH: „Fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 10:01 Davíð Þór Viðarsson segir FH-inga gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Leikur helgarinnar fer fram á frjálsíþróttavellinum sem er hægra megin í mynd. Þar fyrir aftan má sjá Kaplakrikavöll. Vísir/Samsett FH og Stjarnan mætast líkast til á frjálsíþróttavelli FH í 2. umferð Bestu deildar karla á laugardag. Kaplakrikavöllur er ekki leikfær og vilja FH-ingar heldur reita upp slæmt gras á frjálsíþróttavellinum en fótboltavellinum. Gervigras Stjörnumanna virðist ekki hafa verið laust undir leik laugardagsins. „Kaplakriki verður að öllum líkindum ekki leikfær. Við erum með frjálsíþróttavöllinn sem varavöll og mér finnst líklegast að við gerum hann leikfæran og sjáum til þess að hann uppfylli öll skilyrði sem að varavellir þurfa að uppfylla,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, í samtali við Vísi. Á meðal krafna sem þarf að uppfylla er að sæti séu í stúkunni, blaðamannaaðstaða sé til staðar sem og klósettaðstaða ásamt fleiru. Mikil vinna er því fram undan og segir Davíð að vikan fari í að gera allt slíkt klárt. Grasið er litlu skárra á þeim velli en Davíð segir hugsunina vera að hlífa Kaplakrikavelli á meðan grasið er eins slæmt og viðkvæmt og það er sem stendur. „Það er aðallega til að hlífa hinum vellinum. Hann þarf líklega 7-14 daga í viðbót. Við erum alveg handvissir um að leikurinn í fjórðu umferð gegn KR 28. Apríl að völlurinn verði kominn í mjög gott stand þá,“ Vildu ekki skipta Andstæðingur laugardagsins, Stjarnan, spilar á gervigrasvelli en Davíð Þór segir að Garðbæingar hafi ekki viljað skipta á heimaleikjum við FH-inga. „Við höfðum samband við Stjörnuna í síðustu viku og spurðum hvort þeir hefðu áhuga á víxla heimaleikjum en það var ekki áhugi á því. Ég held að það hafi ekkert breyst þannig að ég held að það sé langlíklegasta niðurstaðan. En þessi leikur fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli ef ég á að vera hreinskilinn með það,“ segir Davíð Þór. Gera það besta úr stöðunni Það sé synd að spila þurfi leik á Íslandsmóti á þessum velli en aðstæður bjóði vart upp á annað. FH-ingar hyggist því gera það besta úr erfiðri stöðu. „Það er bara eins og það er, þetta var erfiður vetur og ekki alveg eins mikill vöxtur í grasinu og við hefðum viljað,“ „Það er hundleiðinlegt að geta ekki spilað á almennilegum velli en þetta er okkar heimaleikur og við ætlum að gera allt sem við getum til að spila hann þar,“ segir Davíð Þór. Það er ekki greypt í stein að leikurinn verði á frjálsíþróttavellinum en það sé líklegast eins og sakir standa. „Undanfarin ár hefur aðalvöllurinn verið spilfær á þessum tíma. En þetta er bara staðan og við þurfum að finna lausnir á því. Þessi leikur þarf að fara fram og þetta er líklegasta niðurstaðan. Það á þó eftir að taka lokaákvörðun um þetta,“ segir Davíð Þór. ÍBV átti að spila leik á grasvelli sínum í Eyjum við KA á laugardaginn en þau víxluðu sínum leikjum og fer leikur helgarinnar því fram á Akureyri. Keflavík mun þá mæta KR á gervigrasvelli félagsins á laugardag. Að neðan má sjá hvernig umferðin lítur út. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport) Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Kaplakriki verður að öllum líkindum ekki leikfær. Við erum með frjálsíþróttavöllinn sem varavöll og mér finnst líklegast að við gerum hann leikfæran og sjáum til þess að hann uppfylli öll skilyrði sem að varavellir þurfa að uppfylla,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, í samtali við Vísi. Á meðal krafna sem þarf að uppfylla er að sæti séu í stúkunni, blaðamannaaðstaða sé til staðar sem og klósettaðstaða ásamt fleiru. Mikil vinna er því fram undan og segir Davíð að vikan fari í að gera allt slíkt klárt. Grasið er litlu skárra á þeim velli en Davíð segir hugsunina vera að hlífa Kaplakrikavelli á meðan grasið er eins slæmt og viðkvæmt og það er sem stendur. „Það er aðallega til að hlífa hinum vellinum. Hann þarf líklega 7-14 daga í viðbót. Við erum alveg handvissir um að leikurinn í fjórðu umferð gegn KR 28. Apríl að völlurinn verði kominn í mjög gott stand þá,“ Vildu ekki skipta Andstæðingur laugardagsins, Stjarnan, spilar á gervigrasvelli en Davíð Þór segir að Garðbæingar hafi ekki viljað skipta á heimaleikjum við FH-inga. „Við höfðum samband við Stjörnuna í síðustu viku og spurðum hvort þeir hefðu áhuga á víxla heimaleikjum en það var ekki áhugi á því. Ég held að það hafi ekkert breyst þannig að ég held að það sé langlíklegasta niðurstaðan. En þessi leikur fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli ef ég á að vera hreinskilinn með það,“ segir Davíð Þór. Gera það besta úr stöðunni Það sé synd að spila þurfi leik á Íslandsmóti á þessum velli en aðstæður bjóði vart upp á annað. FH-ingar hyggist því gera það besta úr erfiðri stöðu. „Það er bara eins og það er, þetta var erfiður vetur og ekki alveg eins mikill vöxtur í grasinu og við hefðum viljað,“ „Það er hundleiðinlegt að geta ekki spilað á almennilegum velli en þetta er okkar heimaleikur og við ætlum að gera allt sem við getum til að spila hann þar,“ segir Davíð Þór. Það er ekki greypt í stein að leikurinn verði á frjálsíþróttavellinum en það sé líklegast eins og sakir standa. „Undanfarin ár hefur aðalvöllurinn verið spilfær á þessum tíma. En þetta er bara staðan og við þurfum að finna lausnir á því. Þessi leikur þarf að fara fram og þetta er líklegasta niðurstaðan. Það á þó eftir að taka lokaákvörðun um þetta,“ segir Davíð Þór. ÍBV átti að spila leik á grasvelli sínum í Eyjum við KA á laugardaginn en þau víxluðu sínum leikjum og fer leikur helgarinnar því fram á Akureyri. Keflavík mun þá mæta KR á gervigrasvelli félagsins á laugardag. Að neðan má sjá hvernig umferðin lítur út. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti