Ekki bara lagt til að taka mið af snjómagni Máni Snær Þorláksson skrifar 11. apríl 2023 19:12 Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að stóra niðurstaðan hjá stýrihópnum hafi ekki verið sú að snjómokstur taki mið af snjómagni. Vísir/Arnar/Vilhelm Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir stýrihóp sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni hafa gert meira en að leggja til að snjómokstur taki mið af veðri. Það sé ekki stóra niðurstaðan í skýrslunni sem stýrihópurinn skilaði frá sér. „Ég er ekki endilega á því að þetta sé markverðasti hlutinn af niðurstöðu stýrihópsins,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar er hún spurð út í fréttir sem fjölluðu um að stýrihópurinn vilji að snjómokstur taki mið af snjómagni. Alexandra útskýrir að hingað til hafi verið miðað við að það þurfi að ryðja snjó ef hann fer yfir fimmtán sentímetra. Stýrihópurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að breyta því, byrja frekar að ryðja í tíu sentímetrum. „Það þýðir að það verður miðað við í rauninni minna snjómagn, það sé hægt að byrja fyrr svo það safnist minna upp.“ Hún segir að um gamalt verklag sé að ræða: „Það þarf nú bara að vera eitthvað viðmið, þess vegna erum við að lækka það því það hefur ekki alveg dugað nógu vel.“ Síðastliðinn vetur var snjómoksturinn í borginni harðlega gagnrýndur. Alexandra segir að yfir það heila hafi snjómoksturinn verið í lagi, stærstu snjódagarnir séu hins vegar erfiðir. „Sérstaklega eins og við lentum í núna í desember þegar verktakar sem við vorum með samninga við voru ekki að skila sér,“ segir hún. Ekki stóra niðurstaðan Alexandra segir að það hafi ekki verið stóra niðurstaðan hjá stýrihópnum að snjómoksturinn þurfi að taka mið af snjómagni. Niðurstaðan sé frekar að það þurfi að fara í töluverðar breytingar. „Við komum í rauninni með niðurstöðu í sextán liðum og svo rúmlega fjörtíu aðgerðir sem við mælum með að farið verði í, töluverða þjónustuaukningu myndi ég segja.“ Þá tekur hún dæmi um aðgerðir sem stýrihópurinn mælir með að farið verði í. Til að mynda sé talað um að bæta við snjóruðningstækjum og byrja fyrr að ryðja snjó í húsagötum. „Við erum að tala um það sem tilraunaverkefni að byrja strax með allavega eitt tæki í hverju svæði í húsagötunum til að það safnist ekki svona upp þar. Því við lendum svo oft í því núna að þegar það kemur snjór þá kemur hann mjög þungt nokkra daga í röð. Þá eru tækin okkar alltaf að ryðja stofnvegina aftur og aftur og komast aldrei neitt annað. Þá safnast svo mikið upp og það getur orðið svo svakaleg klakamyndun að það getur verið mjög erfitt að ná því þegar það er farið í það.“ Einnig sé lagt til að vera með sérútboð fyrir strætisvagnastoppistöðvar og rútustæði. Þá sé talað um að vera með betra eftirlit með mokstrinum svo hægt sé að fylgjast með hvar hann gengur ekki nógu vel. Ásamt því sé það á borðinu að auka upplýsingagjöf í framtíðinni. Snjómokstur Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
„Ég er ekki endilega á því að þetta sé markverðasti hlutinn af niðurstöðu stýrihópsins,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar er hún spurð út í fréttir sem fjölluðu um að stýrihópurinn vilji að snjómokstur taki mið af snjómagni. Alexandra útskýrir að hingað til hafi verið miðað við að það þurfi að ryðja snjó ef hann fer yfir fimmtán sentímetra. Stýrihópurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að breyta því, byrja frekar að ryðja í tíu sentímetrum. „Það þýðir að það verður miðað við í rauninni minna snjómagn, það sé hægt að byrja fyrr svo það safnist minna upp.“ Hún segir að um gamalt verklag sé að ræða: „Það þarf nú bara að vera eitthvað viðmið, þess vegna erum við að lækka það því það hefur ekki alveg dugað nógu vel.“ Síðastliðinn vetur var snjómoksturinn í borginni harðlega gagnrýndur. Alexandra segir að yfir það heila hafi snjómoksturinn verið í lagi, stærstu snjódagarnir séu hins vegar erfiðir. „Sérstaklega eins og við lentum í núna í desember þegar verktakar sem við vorum með samninga við voru ekki að skila sér,“ segir hún. Ekki stóra niðurstaðan Alexandra segir að það hafi ekki verið stóra niðurstaðan hjá stýrihópnum að snjómoksturinn þurfi að taka mið af snjómagni. Niðurstaðan sé frekar að það þurfi að fara í töluverðar breytingar. „Við komum í rauninni með niðurstöðu í sextán liðum og svo rúmlega fjörtíu aðgerðir sem við mælum með að farið verði í, töluverða þjónustuaukningu myndi ég segja.“ Þá tekur hún dæmi um aðgerðir sem stýrihópurinn mælir með að farið verði í. Til að mynda sé talað um að bæta við snjóruðningstækjum og byrja fyrr að ryðja snjó í húsagötum. „Við erum að tala um það sem tilraunaverkefni að byrja strax með allavega eitt tæki í hverju svæði í húsagötunum til að það safnist ekki svona upp þar. Því við lendum svo oft í því núna að þegar það kemur snjór þá kemur hann mjög þungt nokkra daga í röð. Þá eru tækin okkar alltaf að ryðja stofnvegina aftur og aftur og komast aldrei neitt annað. Þá safnast svo mikið upp og það getur orðið svo svakaleg klakamyndun að það getur verið mjög erfitt að ná því þegar það er farið í það.“ Einnig sé lagt til að vera með sérútboð fyrir strætisvagnastoppistöðvar og rútustæði. Þá sé talað um að vera með betra eftirlit með mokstrinum svo hægt sé að fylgjast með hvar hann gengur ekki nógu vel. Ásamt því sé það á borðinu að auka upplýsingagjöf í framtíðinni.
Snjómokstur Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira