Von á hlýindum og góðu vorveðri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2023 12:59 Fólk ætti að geta stundað jóga og aðra heilsurækt utandyra á næstunni. Svo styttist auðvitað í sumarið. Vísir/Vilhelm Það gæti stefnt í einn hlýjasta aprílmánuð frá upphafi mælinga ef langtímaspár ganga eftir. Von er á hlýju lofti yfir landið eftir helgi og góðu vorveðri í kringum sumardaginn fyrsta. Það sem af er mánuði hefur hiti almennt verið yfir meðallagi og umskiptin frá kuldakastinu í mars því ansi snögg. Mars var raunar sá kaldasti á landinu í fjörutíu og fjögur ár og nú gæti aprílmánuður einnig orðið sögulegur - en af öðrum og kannski ánægjulegri ástæðum. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir von á góðu vorveðri í næstu viku. „Það er spáð háþrýstisvæði yfir Bretlandseyjum og þar norður af og við það berst til okkar mildara loft úr suðaustri. Það er verið að spá sérlega mildu veðri hér þegar líður fram á næstu viku, í kringum sumardaginn fyrsta eða svo, og áfram,“ segir Einar í samtali við fréttastofuna en hann rýnir einnig í spána á vefsíðu Bliku. Samkvæmt langtímaspá norsku veðurstofunnar gæti hiti náð tveggja stafa tölu í næstu viku en Einar dregur aðeins í land. „Það þykir allt gott sem er á milli fimm til níu stig í aprílmánuði og maður finnur svo ylinn frá sólinni. En ef þetta gengur eftir stefnir í áframhaldandi öfga í veðurfarinu eins og verið hefur. Það er að segja hlýjan aprílmánuð, og ef ekki gerir hret síðustu vikuna, þá gæti mánuðurinn orðið samanburðarhæfur við apríl 2019.“ Aprílmánuður gæti orðið sérlega hlýr.vísir/Vilhelm Sá aprílmánuður var sá hlýjasti frá upphafi mælinga víða um land og meðalhiti í Reykjavík var 6,5 stig. Einar segir þó of snemmt að segja hvort sumardagurinn fyrsti marki þá jafnframt raunverulegt upphaf sumarsins. „Hretin hér á landi geta sýnt sig allan maí og fram í júní en það veitir ekki af eftir þennan kalda vetur að fá sólríkan og hlýjan maí til að losna við klakann úr jörðinni og undirbúa okkur betur fyrir sumarkomuna,“ segir Einar. Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Það sem af er mánuði hefur hiti almennt verið yfir meðallagi og umskiptin frá kuldakastinu í mars því ansi snögg. Mars var raunar sá kaldasti á landinu í fjörutíu og fjögur ár og nú gæti aprílmánuður einnig orðið sögulegur - en af öðrum og kannski ánægjulegri ástæðum. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir von á góðu vorveðri í næstu viku. „Það er spáð háþrýstisvæði yfir Bretlandseyjum og þar norður af og við það berst til okkar mildara loft úr suðaustri. Það er verið að spá sérlega mildu veðri hér þegar líður fram á næstu viku, í kringum sumardaginn fyrsta eða svo, og áfram,“ segir Einar í samtali við fréttastofuna en hann rýnir einnig í spána á vefsíðu Bliku. Samkvæmt langtímaspá norsku veðurstofunnar gæti hiti náð tveggja stafa tölu í næstu viku en Einar dregur aðeins í land. „Það þykir allt gott sem er á milli fimm til níu stig í aprílmánuði og maður finnur svo ylinn frá sólinni. En ef þetta gengur eftir stefnir í áframhaldandi öfga í veðurfarinu eins og verið hefur. Það er að segja hlýjan aprílmánuð, og ef ekki gerir hret síðustu vikuna, þá gæti mánuðurinn orðið samanburðarhæfur við apríl 2019.“ Aprílmánuður gæti orðið sérlega hlýr.vísir/Vilhelm Sá aprílmánuður var sá hlýjasti frá upphafi mælinga víða um land og meðalhiti í Reykjavík var 6,5 stig. Einar segir þó of snemmt að segja hvort sumardagurinn fyrsti marki þá jafnframt raunverulegt upphaf sumarsins. „Hretin hér á landi geta sýnt sig allan maí og fram í júní en það veitir ekki af eftir þennan kalda vetur að fá sólríkan og hlýjan maí til að losna við klakann úr jörðinni og undirbúa okkur betur fyrir sumarkomuna,“ segir Einar.
Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira