Kom Pascal til bjargar þegar hann átti ekki fyrir mat Máni Snær Þorláksson skrifar 12. apríl 2023 17:27 Sarah Paulson og Pedro Pascal hafa verið vinir í þrjá áratugi. Getty/Jeff Kravitz Leikararnir Sarah Paulson og Pedro Pascal hafa verið perluvinir í þrjá áratugi. Í dag eru ferlar þeirra beggja á mikilli siglingu en það var ekki alltaf raunin. Paulson segir að á sínum tíma hafi hún þurft að gefa honum pening til að eiga fyrir mat. „Það voru tímar þar sem ég gaf honum pening sem ég fékk fyrir mína vinnu svo hann gæti átt pening til að borða,“ útskýrir Paulson í samtali við Esquire tímaritið. Um er að ræða ummæli sem höfð eru eftir Paulson í viðtali við Pascal í tímaritinu. Í viðtalinu lýsir Pascal hvernig þessi tími var, þegar ferillinn virtist ekki ætla að ganga upp eins og hann hafði ímyndað sér: „Mín sýn var sú að ef ég væri ekki búinn að vekja gríðarlega athygli þegar ég var orðinn tuttugu og níu ára þá væri þetta búið. Svo ég var alltaf að endurhugsa hvað það þýddi að helga líf mitt starfinu og gefa upp á bátinn hugmyndina um hvernig ég hélt að þetta yrði þegar ég var krakki.“ Pascal ákvað að gefast ekki upp og halda ótrauður áfram. Það hefur svo sannarlega skilað sér því í dag er hann gífurlega vinsæll. Hann fer til að mynda með aðalhlutverkið í tveimur af vinsælustu þáttaröðum heims, The Last of Us og The Mandalorian. Kynntust fyrir þremur áratugum Paulson og Pascal kynntust þegar sá síðarnefndi var í námi í NYU Tisch listaháskólanum árið 1993. Þá kynntist hann hópi af nýstúdentum úr LaGuardia High skólanum, þar á meðal Paulson. Hún segir að hópurinn hafi á þeim tíma eytt miklum tíma í að horfa á kvikmyndir saman. Vinátta þeirra hefur lifað góðu lífi síðan þá. Paulson og Pascal hafa til dæmis deilt myndum saman af sér á Instagram og verið mynduð saman á rauðum dreglum. Hollywood Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
„Það voru tímar þar sem ég gaf honum pening sem ég fékk fyrir mína vinnu svo hann gæti átt pening til að borða,“ útskýrir Paulson í samtali við Esquire tímaritið. Um er að ræða ummæli sem höfð eru eftir Paulson í viðtali við Pascal í tímaritinu. Í viðtalinu lýsir Pascal hvernig þessi tími var, þegar ferillinn virtist ekki ætla að ganga upp eins og hann hafði ímyndað sér: „Mín sýn var sú að ef ég væri ekki búinn að vekja gríðarlega athygli þegar ég var orðinn tuttugu og níu ára þá væri þetta búið. Svo ég var alltaf að endurhugsa hvað það þýddi að helga líf mitt starfinu og gefa upp á bátinn hugmyndina um hvernig ég hélt að þetta yrði þegar ég var krakki.“ Pascal ákvað að gefast ekki upp og halda ótrauður áfram. Það hefur svo sannarlega skilað sér því í dag er hann gífurlega vinsæll. Hann fer til að mynda með aðalhlutverkið í tveimur af vinsælustu þáttaröðum heims, The Last of Us og The Mandalorian. Kynntust fyrir þremur áratugum Paulson og Pascal kynntust þegar sá síðarnefndi var í námi í NYU Tisch listaháskólanum árið 1993. Þá kynntist hann hópi af nýstúdentum úr LaGuardia High skólanum, þar á meðal Paulson. Hún segir að hópurinn hafi á þeim tíma eytt miklum tíma í að horfa á kvikmyndir saman. Vinátta þeirra hefur lifað góðu lífi síðan þá. Paulson og Pascal hafa til dæmis deilt myndum saman af sér á Instagram og verið mynduð saman á rauðum dreglum.
Hollywood Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira