Lak leyniskjölunum til að ganga í augun á vinum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2023 10:39 Maður sem kallaði sig OG bauð ungum mönnum aðgang að spjallborði á Discord, þar sem hann lak háleynilegum gögnum frá Bandaríkjunum. Getty Maðurinn á bak við leka háleynilegra gagna frá Bandaríkjunum er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara. Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem hefur rætt við og fengið gögn og upplýsingar hjá mönnum sem voru í hópnum. Á þriðja tug ungra manna og táninga voru í hópnum, samkvæmt frétt Washington Post, og áttu þeir lítið sameiginlegt annað en að „elska byssur, hergögn og guð“ og stýrði maðurinn sem lak gögnunum spjallborðinu á Discord. Spjallborðið kallaðist „Thug Shaker Central“ og þar kallaðist umræddur maður „OG“. Forsvarsmenn Discord segjast vinna með rannsakendum í Bandaríkjunum að því að bera kennsl á hann. Vann á herstöð Hin leynilegu gögn sem um ræðir eru myndir sem teknar voru af leynilegum skjölum sem voru meðal annars ætluð æðstu mönnum varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og stjórnvalda. Þau snerust meðal annars um stríðið í Úkraínu og stöðu Úkraínumanna og Rússa, njósnir Bandaríkjamanna víða um heim, greiningar á stöðu heimsmála og ýmislegt annað. Myndirnar voru teknar af skjölum sem höfðu verið prentuð út og virðast einhverrar myndanna hafa verið teknar heima hjá manninum sem kallaði sig OG. Sjá einnig: Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Samkvæmt upplýsingum Washington Post sagðist maðurinn sem kallaðist OG vinna á herstöð og verja nokkrum klukkustundum á dag á stað þar sem símar og önnur raftæki væru bönnuð, vegna þess að á staðnum var sýslað með leynileg gögn. Í frétt Washington Post segir að OG hafi deilt myndbandi af sér með hópnum, þar sem hann sé vopnaður riffli. Á myndbandinu lætur hann frá sér rasísk ummæli, meðal annars um gyðinga, og skýtur svo á æfingarskotmark. Rannsakendur Bellingcat höfðu áður rætt við einn af ungu mönnunum sem blaðamenn Washington Post ræddu við. Eftir að myndirnar voru birtar í Thug Shaker Central, fyrr á þessu ári, rötuðu þær á annað spjallborð á Discord tileinkað áhrifavaldi frá Filippseyjum og svo enn einu tileinkuðu hinum vinsæla leik Minecraft. Það var svo ekki fyrr en mánuði eftir það sem myndirnar rötuðu á almennari samfélagsmiðla og í fjölmiðla. Deildu hundruðum mynda Meðlimir hópsins kynntust fyrst í gegnum netið á öðru spjallborði Discord tileinkuðu bandarískum manni sem kallar sig Oxide og birtir byssumyndbönd á Youtube. OG bauð meðlimum þessa spjallborðs í Thug Shaker Central, þar sem þeir áttu að geta rætt sín á milli um tölvuleiki. Í hópnum voru aðrir menn frá Bandaríkjunum, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku, samkvæmt mönnunum sem ræddu við Washington Post. Sjá einnig: Bandaríkjamönnum þótti Guterres of viljugur til að draga taum Rússa Undir lok síðasta árs skammaði OG aðra meðlimi hópsins fyrir að sína löngum færslum hans um stöðu heimsmála lítinn áhuga. Því ætlaði hann að hætta að birta þessar færslur vegna þess hve langan tíma það tæki hann að skrifa þær. Þess í stað byrjaði hann að birta myndir af leynilegum skjölum sem hann hafði áður notað til að skrifa áðurnefndar færslur sínar. Þar sáu meðlimir spjallborðsins leynilegar gervihnattamyndir af eld- og stýriflaugaárásum Rússa í Úkraínu, kort af stöðu mála í Úkraínu og mögulegar flugleiðir langdrægra eldflauga frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Myndirnar sýndu einnig að njósnastofnanir Bandaríkjanna höfðu ítarlegar upplýsingar um stöðu mála í rússneska hernum. Minnst eitt skjalið sem var myndað virðist hafa verið prentað úr Intellipedia, sem er forrit sem leyniþjónustur Bandaríkjanna nota til samvinnu milli stofnana. OG byrjaði að deila þessum myndum með hópnum í lok síðasta árs og hélt hann því áfram næstu mánuði. Hann er talinn hafa deilt hundruð mynda af leynilegum skjölum með hópnum. Sjá einnig: Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Segja OG ekki uppljóstrara eða útsendara annars ríkis Ungu mennirnir sem blaðamenn Washington Post ræddu við segja OG ekki vera útsendara Rússlands eða annars ríkis. Honum virðist þó hafa verið í nöp við bandarísk stjórnvöld og ræddi ítrekað um það að leyniþjónustur Bandaríkjanna og löggæsluembætti væru að berjast gegn íbúum Bandaríkjanna og að stjórnvöld landsins væru ill. Til að mynda staðhæfði hann að yfirvöld hafi vitað af því fyrirfram að Payton S. Gendron hafi ætlað sér að skjóta svart fólk til bana í verslun í Buffalo í New York í fyrra. Ákveðið hafi verið að stöðva hann ekki svo öryggisstofnanir gætu beðið um aukið fjármagn. Sjá einnig: Lífstíðarfangelsi yfir hvítum þjóðernissinna vegna fjöldamorðsins í Buffalo Annar ungu mannanna sem ræddi við Washington Post segir OG ekki vera einhverskonar uppljóstrara. Hann hafi viljað stæra sig af aðgangi sínum að leynilegum gögnum og að myndirnar hefðu ekki átt að rata út fyrir þeirra litla hóp. Báðir mennirnir segja OG ekki hafa gert neitt rangt, en kenna þess í stað þeim sem dreifði myndunum fyrst um að hafa eyðilagt hið litla samfélag þeirra. Njósnarar sagðir herja á leikjaspilara Sérfræðingar segja í samtali við Washington Post að þúsundir ungra starfsmanna hersins eða yfirvalda hafa getað haft aðgang að umræddum gögnum. Þá hafa rannsakendur lengi haft áhyggjur af því að forrit eins og Discord og aðrir kimar internetsins þar sem leikjaspilarar komi saman geti verið notaðir til njósna. Rússneskir njósnarar séu til að mynda grunaðir um að hafa reynt að vingast við leikjaspilara sem þeir töldu hafa unnið fyrir bandarískar leyniþjónustur og reynt að fá þá til að deila leynilegum upplýsingum. Ekki er vitað til þess að það hafi virkað en hafi erlendur njósnari orðið sér út um aðgang að Thug Shaker Central hafi þeir getað skoðað myndirnar að vild. Bandaríkin Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem hefur rætt við og fengið gögn og upplýsingar hjá mönnum sem voru í hópnum. Á þriðja tug ungra manna og táninga voru í hópnum, samkvæmt frétt Washington Post, og áttu þeir lítið sameiginlegt annað en að „elska byssur, hergögn og guð“ og stýrði maðurinn sem lak gögnunum spjallborðinu á Discord. Spjallborðið kallaðist „Thug Shaker Central“ og þar kallaðist umræddur maður „OG“. Forsvarsmenn Discord segjast vinna með rannsakendum í Bandaríkjunum að því að bera kennsl á hann. Vann á herstöð Hin leynilegu gögn sem um ræðir eru myndir sem teknar voru af leynilegum skjölum sem voru meðal annars ætluð æðstu mönnum varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og stjórnvalda. Þau snerust meðal annars um stríðið í Úkraínu og stöðu Úkraínumanna og Rússa, njósnir Bandaríkjamanna víða um heim, greiningar á stöðu heimsmála og ýmislegt annað. Myndirnar voru teknar af skjölum sem höfðu verið prentuð út og virðast einhverrar myndanna hafa verið teknar heima hjá manninum sem kallaði sig OG. Sjá einnig: Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Samkvæmt upplýsingum Washington Post sagðist maðurinn sem kallaðist OG vinna á herstöð og verja nokkrum klukkustundum á dag á stað þar sem símar og önnur raftæki væru bönnuð, vegna þess að á staðnum var sýslað með leynileg gögn. Í frétt Washington Post segir að OG hafi deilt myndbandi af sér með hópnum, þar sem hann sé vopnaður riffli. Á myndbandinu lætur hann frá sér rasísk ummæli, meðal annars um gyðinga, og skýtur svo á æfingarskotmark. Rannsakendur Bellingcat höfðu áður rætt við einn af ungu mönnunum sem blaðamenn Washington Post ræddu við. Eftir að myndirnar voru birtar í Thug Shaker Central, fyrr á þessu ári, rötuðu þær á annað spjallborð á Discord tileinkað áhrifavaldi frá Filippseyjum og svo enn einu tileinkuðu hinum vinsæla leik Minecraft. Það var svo ekki fyrr en mánuði eftir það sem myndirnar rötuðu á almennari samfélagsmiðla og í fjölmiðla. Deildu hundruðum mynda Meðlimir hópsins kynntust fyrst í gegnum netið á öðru spjallborði Discord tileinkuðu bandarískum manni sem kallar sig Oxide og birtir byssumyndbönd á Youtube. OG bauð meðlimum þessa spjallborðs í Thug Shaker Central, þar sem þeir áttu að geta rætt sín á milli um tölvuleiki. Í hópnum voru aðrir menn frá Bandaríkjunum, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku, samkvæmt mönnunum sem ræddu við Washington Post. Sjá einnig: Bandaríkjamönnum þótti Guterres of viljugur til að draga taum Rússa Undir lok síðasta árs skammaði OG aðra meðlimi hópsins fyrir að sína löngum færslum hans um stöðu heimsmála lítinn áhuga. Því ætlaði hann að hætta að birta þessar færslur vegna þess hve langan tíma það tæki hann að skrifa þær. Þess í stað byrjaði hann að birta myndir af leynilegum skjölum sem hann hafði áður notað til að skrifa áðurnefndar færslur sínar. Þar sáu meðlimir spjallborðsins leynilegar gervihnattamyndir af eld- og stýriflaugaárásum Rússa í Úkraínu, kort af stöðu mála í Úkraínu og mögulegar flugleiðir langdrægra eldflauga frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Myndirnar sýndu einnig að njósnastofnanir Bandaríkjanna höfðu ítarlegar upplýsingar um stöðu mála í rússneska hernum. Minnst eitt skjalið sem var myndað virðist hafa verið prentað úr Intellipedia, sem er forrit sem leyniþjónustur Bandaríkjanna nota til samvinnu milli stofnana. OG byrjaði að deila þessum myndum með hópnum í lok síðasta árs og hélt hann því áfram næstu mánuði. Hann er talinn hafa deilt hundruð mynda af leynilegum skjölum með hópnum. Sjá einnig: Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Segja OG ekki uppljóstrara eða útsendara annars ríkis Ungu mennirnir sem blaðamenn Washington Post ræddu við segja OG ekki vera útsendara Rússlands eða annars ríkis. Honum virðist þó hafa verið í nöp við bandarísk stjórnvöld og ræddi ítrekað um það að leyniþjónustur Bandaríkjanna og löggæsluembætti væru að berjast gegn íbúum Bandaríkjanna og að stjórnvöld landsins væru ill. Til að mynda staðhæfði hann að yfirvöld hafi vitað af því fyrirfram að Payton S. Gendron hafi ætlað sér að skjóta svart fólk til bana í verslun í Buffalo í New York í fyrra. Ákveðið hafi verið að stöðva hann ekki svo öryggisstofnanir gætu beðið um aukið fjármagn. Sjá einnig: Lífstíðarfangelsi yfir hvítum þjóðernissinna vegna fjöldamorðsins í Buffalo Annar ungu mannanna sem ræddi við Washington Post segir OG ekki vera einhverskonar uppljóstrara. Hann hafi viljað stæra sig af aðgangi sínum að leynilegum gögnum og að myndirnar hefðu ekki átt að rata út fyrir þeirra litla hóp. Báðir mennirnir segja OG ekki hafa gert neitt rangt, en kenna þess í stað þeim sem dreifði myndunum fyrst um að hafa eyðilagt hið litla samfélag þeirra. Njósnarar sagðir herja á leikjaspilara Sérfræðingar segja í samtali við Washington Post að þúsundir ungra starfsmanna hersins eða yfirvalda hafa getað haft aðgang að umræddum gögnum. Þá hafa rannsakendur lengi haft áhyggjur af því að forrit eins og Discord og aðrir kimar internetsins þar sem leikjaspilarar komi saman geti verið notaðir til njósna. Rússneskir njósnarar séu til að mynda grunaðir um að hafa reynt að vingast við leikjaspilara sem þeir töldu hafa unnið fyrir bandarískar leyniþjónustur og reynt að fá þá til að deila leynilegum upplýsingum. Ekki er vitað til þess að það hafi virkað en hafi erlendur njósnari orðið sér út um aðgang að Thug Shaker Central hafi þeir getað skoðað myndirnar að vild.
Bandaríkin Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira