Kristmundur Axel situr í 18. sæti listans með lagið Adenalín sem hann gaf út þann 3. mars síðastliðinn og er um að ræða danslag með föstum takti. Í 14. sæti má svo finna lagið Ég er sem hann og Júlí Heiðar sendu frá sér fyrir tæpum mánuði síðan. Þeir hafa áður sameinað krafta sína á eftirminnilegan hátt, þegar þeir sigruðu Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2010.
Í spilaranum hér að neðan má sjá flutninginn hjá Kristmundi Axel og Júlí Heiðari á Hlustendaverðlaununum 2023:
Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór sitja staðfastir í fyrsta sæti Íslenska listans á FM með lagið Vinn við það og Metro Boomin’ og The Weeknd skipa annað sætið með lagið Creepin’. Tiesto og Tate McRae stökkva upp í þriðja sætið í þessari viku með lagið 10:35, en lagið sat í áttunda sæti í síðustu viku.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: