Stöð 2 Sport
Klukkan 19.05 hefst útsending frá Garðabæ þar sem Stjarnan og Valur mætast í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Staðan í einvíginu er 2-1 Íslandsmeisturum Vals í vil og geta þeir tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 16.20 er leikur Cremonese og Empoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á dagskrá. Klukkan 18.35 er komið að leik Spezia og Lazio.
Klukkan 23.00 er leikur Miami Heat og Chicago Bulls í umspili um sæti í Austurhluta úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Klukkan 01.30 er leikur Minnesota Timberwolves og Oklahoma City Thunder í umspilinu um sæti í Vestrinu.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 23.00 er Lotte Championship-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 20.00 er Seinni bylgjan kvenna með upphitun fyrir úrslitakeppni deildarinnar.
Stöð 2 ESport
Klukkan 07.30 hefst upphitun fyrir dag 8 á Blast.tv París Major-mótinu. Það er svo keppt klukkan 08.00, 11.45, 16.15 og 20.00.