Unglingar eru ekki fullorðnir Guðmundur Kári Þorgrímsson skrifar 13. apríl 2023 23:07 Unglingar eru hvorki fullorðið fólk né lítil börn en börn samt sem áður. Þau eru þarna einhvers staðar á milli. Á þessum dásamlega aldri þar sem þau eru að vaxa, að stálpast en hafa ekki tekið út fullan þroska. Í dag, sem og á árum áður, upplifa unglingar mikla togstreitu milli þess að vera barn og fullorðinn einstaklingur. Þetta er hins vegar ekki einungis innri togstreita. Það er líkt og samfélagið leyfi unglingum ekki að vera unglingar. En þau eru einmitt það. Unglingar. Við setjum á þau kröfur um það að vera fullorðin í ákveðnum aðstæðum en börn í öðrum. Þau eiga að kunna að haga sér en daginn eftir eiga þau líka að kunna að fara bara út og leika sér. Þau eiga að kunna hluti sem þeim hafa aldrei verið kenndir. En samt eru þau ekki nógu þroskuð til að framkvæma þá sjálf. Þau eiga að vita hvernig þau eiga að bregðast við í aðstæðum sem þau hafa aldrei áður lent í. En samt eiga þau ekki að takast á við hlutina ein. Þau eiga að hafa vit á hlutum sem þau hafa aldrei áður heyrt um. En samt eru þau of vitlaus til að taka þátt í samræðunum hvort sem er. Við segjum við 14 ára barn að það sé „komið í fullorðinna manna tölu“ þegar það stendur á altari, þiggur oblátu og sýpur af víni. En barnið er ekki fullorðið. Það er unglingur sem á eftir að taka út svo mikinn þroska, gera svo mörg mistök, læra svo mikið. Við spyrjum unglinga af hverju þau hagi sér ekki eins og fullorðið fólk þegar þeim verður á í samskiptum, umgengni, námi. Á sama tíma segjum við þeim að þau séu börn og megi ekki taka eigin ákvarðanir, fara með fjárráð, haga svefni sínum sjálf. Hættum að gera þá kröfu til unglinga að þau hagi sér eins og fullorðið fólk. Leyfum þeim að vera það sem þau eru. Unglingar. Höfundur er umsjónarkennari á elsta stigi í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Unglingar eru hvorki fullorðið fólk né lítil börn en börn samt sem áður. Þau eru þarna einhvers staðar á milli. Á þessum dásamlega aldri þar sem þau eru að vaxa, að stálpast en hafa ekki tekið út fullan þroska. Í dag, sem og á árum áður, upplifa unglingar mikla togstreitu milli þess að vera barn og fullorðinn einstaklingur. Þetta er hins vegar ekki einungis innri togstreita. Það er líkt og samfélagið leyfi unglingum ekki að vera unglingar. En þau eru einmitt það. Unglingar. Við setjum á þau kröfur um það að vera fullorðin í ákveðnum aðstæðum en börn í öðrum. Þau eiga að kunna að haga sér en daginn eftir eiga þau líka að kunna að fara bara út og leika sér. Þau eiga að kunna hluti sem þeim hafa aldrei verið kenndir. En samt eru þau ekki nógu þroskuð til að framkvæma þá sjálf. Þau eiga að vita hvernig þau eiga að bregðast við í aðstæðum sem þau hafa aldrei áður lent í. En samt eiga þau ekki að takast á við hlutina ein. Þau eiga að hafa vit á hlutum sem þau hafa aldrei áður heyrt um. En samt eru þau of vitlaus til að taka þátt í samræðunum hvort sem er. Við segjum við 14 ára barn að það sé „komið í fullorðinna manna tölu“ þegar það stendur á altari, þiggur oblátu og sýpur af víni. En barnið er ekki fullorðið. Það er unglingur sem á eftir að taka út svo mikinn þroska, gera svo mörg mistök, læra svo mikið. Við spyrjum unglinga af hverju þau hagi sér ekki eins og fullorðið fólk þegar þeim verður á í samskiptum, umgengni, námi. Á sama tíma segjum við þeim að þau séu börn og megi ekki taka eigin ákvarðanir, fara með fjárráð, haga svefni sínum sjálf. Hættum að gera þá kröfu til unglinga að þau hagi sér eins og fullorðið fólk. Leyfum þeim að vera það sem þau eru. Unglingar. Höfundur er umsjónarkennari á elsta stigi í grunnskóla.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar