Þau sem þora Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar 14. apríl 2023 15:00 Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks bæði hérlendis sem og um allan heim. Á Íslandi hefur bakslagið einkum birst í auknu hatri í garð trans fólks sem upplifir aukið ofbeldi, aukna hatursorðræðu og almennt fjandsamlegri framkomu í sinn garð. Þegar bakslagið ber á góma eru sum sem velta því upp hvort að það sé raunverulega að gerast - hvort trans fólk sé ekki bara að ýkja upplifanir sínar eða hvort þau hafi ekki bara kallað þetta yfir sig sjálf. Þá er einnig mótmælt stórlega þegar yfirvöld bregðast við bakslaginu, til dæmis með auknu fjármagni til Samtakanna ‘78, og spurt: þarf þetta trans fólk nokkuð meiri stuðning? Ég ætla ekki að tíunda nákvæmlega slíkar athugasemdir hér en þeim sem vilja leita þær uppi er bent á kommentakerfið undir nánast öllum fréttum um bakslag í hinsegin réttindabaráttu. Einstaklingarnir bakvið þessar athugasemdir virðast líta á sig sem þau einu sem þora að spyrja stóru spurninganna eða segja það sem öll önnur eru að hugsa; með athugasemdum sem gefa í skyn efasemdir um upplifanir trans fólks og mikilvægi þess stuðnings sem trans fólk þarf á að halda. Þetta meinta hugrekki þeirra sem skrifa svona athugasemdir hefur lítið annað í för með sér en aukið hatur og aukinn efa í garð trans fólks og þeirra upplifana, þá einkum fyrir ungt trans fólk. Trans ungmenni hafa átt undir högg að sækja og upplifa jafnvel að það sé veist að þeim úti á götu. Við vitum að þetta er lífshættuleg þróun, eins og hefur því miður komið í ljós. Það er gríðarlega stórt skref að koma út sem trans og þarf mikið hugrekki til þess að gera það; sérstaklega á unga aldri þegar þú ert enn upp á foreldra þína komið og getur ekki treyst á það að þau bregðist jákvætt við þessum fréttum. Þau trans ungmenni sem hafa komið út úr skápnum þurfa að þora að vera þau sjálf í hringiðu grunnskólanna og menntaskólanna þar sem samfélagsmiðlarnir ráða ríkjum og hatursorðræða virðist vera á hverju strái. Þau þurfa að þora að ganga úti á götu, þar sem stundum er gelt á þau og hrópað ókvæðisorðum að þeim vegna þess hver þau eru. Til þess að taka þessi skref þurfa þau að þora ansi mikið, og það er nefnilega trans fólk sem þorir, annað en einstaklingarnir sem kynda undir hatur í þeirra garð. Trans fólk er fólk sem sýnir hugrekki alla daga, einfaldlega með því að vera nákvæmlega þau sjálf. Þau sem þora að koma út úr skápnum sem trans gera það þó svo að það geti kostað þau fjölskyldu, vini, öryggi, tækifæri og svo margt meira. Þau þora að taka skrefið í átt að betri líðan og bættri sjálfsmynd. Þau þora að lifa sem sannasta útgáfan af sjálfum sér. Þau þora að vera fyrirmynd í sjálfsöryggi og tjáningu. Þau þora að stíga upp á móti fordómaseggjunum. Þau þora að fræða þau fáfróðu. Þau þora að brjóta niður staðalmyndir samfélagsins, einn ömurlegan fordómamúr í einu. Það sem við, sem erum ekki trans, getum gert til að styðja við öll þau sem þora, er einfalt. Við þurfum bara að þora sjálf. Við þurfum að þora að styðja trans systkini okkar, vini og fjölskyldu. Við þurfum að þora að stíga upp á móti hatrinu í þeirra garð. Við þurfum að þora að vernda þau og styrkja. Við þurfum að þora að vera manneskjan sem segir stopp á kaffistofunni, í fjölskylduboðinu eða heita pottinum þegar umræðan verður neikvæð í garð trans fólks. Við þurfum að þora að fræða fólkið í kringum okkur um trans veruleika, svo trans fólk þurfi ekki stöðugt að upplýsa önnur um líf sitt og tilveru. Ef þau þora, þá þorum við líka. Þau sem vilja þora en vita ekki nákvæmlega hvað þau geta gert betur er bent á að það er hægt að bóka hinsegin fræðslu hjá Samtökunum ‘78. Fræðslan fjallar um hinseginleikann í allri sinni dýrð og hvað það þýðir að vera hinsegin. Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78 - Félags hinsegin fólks á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks bæði hérlendis sem og um allan heim. Á Íslandi hefur bakslagið einkum birst í auknu hatri í garð trans fólks sem upplifir aukið ofbeldi, aukna hatursorðræðu og almennt fjandsamlegri framkomu í sinn garð. Þegar bakslagið ber á góma eru sum sem velta því upp hvort að það sé raunverulega að gerast - hvort trans fólk sé ekki bara að ýkja upplifanir sínar eða hvort þau hafi ekki bara kallað þetta yfir sig sjálf. Þá er einnig mótmælt stórlega þegar yfirvöld bregðast við bakslaginu, til dæmis með auknu fjármagni til Samtakanna ‘78, og spurt: þarf þetta trans fólk nokkuð meiri stuðning? Ég ætla ekki að tíunda nákvæmlega slíkar athugasemdir hér en þeim sem vilja leita þær uppi er bent á kommentakerfið undir nánast öllum fréttum um bakslag í hinsegin réttindabaráttu. Einstaklingarnir bakvið þessar athugasemdir virðast líta á sig sem þau einu sem þora að spyrja stóru spurninganna eða segja það sem öll önnur eru að hugsa; með athugasemdum sem gefa í skyn efasemdir um upplifanir trans fólks og mikilvægi þess stuðnings sem trans fólk þarf á að halda. Þetta meinta hugrekki þeirra sem skrifa svona athugasemdir hefur lítið annað í för með sér en aukið hatur og aukinn efa í garð trans fólks og þeirra upplifana, þá einkum fyrir ungt trans fólk. Trans ungmenni hafa átt undir högg að sækja og upplifa jafnvel að það sé veist að þeim úti á götu. Við vitum að þetta er lífshættuleg þróun, eins og hefur því miður komið í ljós. Það er gríðarlega stórt skref að koma út sem trans og þarf mikið hugrekki til þess að gera það; sérstaklega á unga aldri þegar þú ert enn upp á foreldra þína komið og getur ekki treyst á það að þau bregðist jákvætt við þessum fréttum. Þau trans ungmenni sem hafa komið út úr skápnum þurfa að þora að vera þau sjálf í hringiðu grunnskólanna og menntaskólanna þar sem samfélagsmiðlarnir ráða ríkjum og hatursorðræða virðist vera á hverju strái. Þau þurfa að þora að ganga úti á götu, þar sem stundum er gelt á þau og hrópað ókvæðisorðum að þeim vegna þess hver þau eru. Til þess að taka þessi skref þurfa þau að þora ansi mikið, og það er nefnilega trans fólk sem þorir, annað en einstaklingarnir sem kynda undir hatur í þeirra garð. Trans fólk er fólk sem sýnir hugrekki alla daga, einfaldlega með því að vera nákvæmlega þau sjálf. Þau sem þora að koma út úr skápnum sem trans gera það þó svo að það geti kostað þau fjölskyldu, vini, öryggi, tækifæri og svo margt meira. Þau þora að taka skrefið í átt að betri líðan og bættri sjálfsmynd. Þau þora að lifa sem sannasta útgáfan af sjálfum sér. Þau þora að vera fyrirmynd í sjálfsöryggi og tjáningu. Þau þora að stíga upp á móti fordómaseggjunum. Þau þora að fræða þau fáfróðu. Þau þora að brjóta niður staðalmyndir samfélagsins, einn ömurlegan fordómamúr í einu. Það sem við, sem erum ekki trans, getum gert til að styðja við öll þau sem þora, er einfalt. Við þurfum bara að þora sjálf. Við þurfum að þora að styðja trans systkini okkar, vini og fjölskyldu. Við þurfum að þora að stíga upp á móti hatrinu í þeirra garð. Við þurfum að þora að vernda þau og styrkja. Við þurfum að þora að vera manneskjan sem segir stopp á kaffistofunni, í fjölskylduboðinu eða heita pottinum þegar umræðan verður neikvæð í garð trans fólks. Við þurfum að þora að fræða fólkið í kringum okkur um trans veruleika, svo trans fólk þurfi ekki stöðugt að upplýsa önnur um líf sitt og tilveru. Ef þau þora, þá þorum við líka. Þau sem vilja þora en vita ekki nákvæmlega hvað þau geta gert betur er bent á að það er hægt að bóka hinsegin fræðslu hjá Samtökunum ‘78. Fræðslan fjallar um hinseginleikann í allri sinni dýrð og hvað það þýðir að vera hinsegin. Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78 - Félags hinsegin fólks á Íslandi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun