Mjólkurafurðir hækka minnst í verði á Íslandi Erna Bjarnadóttir skrifar 14. apríl 2023 15:31 Um nýliðna páskahelgi steig formaður Viðreisnar fram í grein á Vísi og lýsti eigin undrun og skelfingu við að greiða fyrir mat á Íslandi. Var helst á henni að skilja að allt stafaði það af stöðu Mjólkursamsölunnar á markaði hérlendis og var engu til sparað í lýsingum á afleiðingum þess. Verðhækkanir á mjólk innan ESB og á Íslandi Nú er það staðreynd sem í engu var vikið að í þessari grein að hvergi innan ESB hafa mjólk og mjólkurvörur hækkað minna í verði sl. 12 mánuði en hér á landi. Þegar hækkanir milli febrúar 2022 og febrúar 2023 eru skoðaðar sést að á Íslandi hækkuðu mjólk og mjólkurvörur um 13,4% en um 28,4% að meðaltali í ESB, minnst á Möltu um 13,5%. Undanfarin þrjú ár hafa dunið á nær fordæmalausar hækkanir á verði margra mikilvægra aðfanga til matvælaframleiðslu. Þannig geta kúabændur lesið í bókhaldi sínu að á síðastliðnum þremur árum hefur hækkun aðfanga til mjólkurframleiðslu meðal annars birst í 110% hækkun á áburði, 50% hækkun á kjarnfóðri, 76% hækkun á olíu og 70% hækkun á rúlluplasti. Á þessum tíma, frá 1. janúar 2020, hefur verð til mjólkurframleiðenda hins vegar hækkað um 34,7% sem hefur þó ekki dugað til að standa undir þeim kostnaðarhækkunum sem bændur hafa orðið fyrir. Með öðrum orðum bændur hafa engar launahækkanir fengið á tímabilinu. Til samanburðar hefur mjólkurverð til danskra kúabænda hækkað um 80% á sama tíma. Tollaniðurfellingar á Spáni til lækkunar verðbólgu? En formaður Viðreisnar lætur gamminn síðan geisa áfram og bregður þar fyrir nokkurri „sannleiksförðun“ svo notað sé hugtak sem er fengið að láni frá lögfræðingi hér í borginni. Hún heldur því t.d. fram að niðurfelling tolla á matvöru hafi gefið góða raun sem viðbragð við verðbólgu á Spáni. Auðvitað ætti hún að vita betur. Spánn sem aðili að tollabandalagi ESB fellir ekki einhliða niður neina tolla. Það sem gerðist á Spáni var að virðisaukaskattur á mikilvægar matvörur var ýmist felldur niður (brauð, ostar, mjólk ávextir grænmeti og korn) eða lækkaður (pasta og matarolíur). Hér á landi hefur ekki verið valið að fara slíka leið. Þetta kann þó að skýrast af því að mjólkurverð á Spáni hækkaði sem dæmi um 25,3% á ársgrundvelli miðað við febrúar sl. og matvælaverð almennt um 16,7% meðan almenn verðbólga á sama tíma var 6% samkvæmt upplýsingum á vefsvæði ESB um fæðuöryggi. Er betra að veifa röngu tré en öngvu? Ekki er heldur hægt annað en að kalla það „sannleiksförðun“ að segja Mjólkursamsöluna vera einokunarfyrirtæki sem hafi komist í þá stöðu í skjóli verndartolla. Mjólkursamsalan telst vissulega hafa markaðsráðandi stöðu en hefur um leið ríkar skyldur. Eigendur hennar bera þá skyldu að sækja og kaupa alla mjólk sem bændur framleiða á sama verði um allt land, verði sem ákveðið er af opinberri nefnd. Á sama hátt greiða kaupendur vara frá MS sama verð hvar sem er á landinu. Tollar á innfluttar mjólkurvörur eru hluti af starfsumhverfi kúabænda sem saman eiga MS (Auðhumla sem er samvinnufélag kúabænda að 80% og Kaupfélags Skagfirðinga sem m.a. er í eigu kúabænda í Skagafirði að 20%). Mjólkursamsalan ehf er því fyrirtæki í eigu þessara framleiðenda og starfar á grundvelli 71. greinar búvörulaga sem fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætti að þekkja til. Afurðir fyrirtækisins eru einnig að stórum hluta verðlagðar af opinberri nefnd. Gleðilega páska 2024 Það verður eflaust margt ritað og rætt um matvælaverð næsta árið en páskana 2024 ber þá upp á sunnudaginn 31. mars. Vonandi mun þau sem þátt taka í þeim umræðum halda sig við efnislegar staðreyndir en ekki slengja fram fullyrðingum sem standast ekki skoðun. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um nýliðna páskahelgi steig formaður Viðreisnar fram í grein á Vísi og lýsti eigin undrun og skelfingu við að greiða fyrir mat á Íslandi. Var helst á henni að skilja að allt stafaði það af stöðu Mjólkursamsölunnar á markaði hérlendis og var engu til sparað í lýsingum á afleiðingum þess. Verðhækkanir á mjólk innan ESB og á Íslandi Nú er það staðreynd sem í engu var vikið að í þessari grein að hvergi innan ESB hafa mjólk og mjólkurvörur hækkað minna í verði sl. 12 mánuði en hér á landi. Þegar hækkanir milli febrúar 2022 og febrúar 2023 eru skoðaðar sést að á Íslandi hækkuðu mjólk og mjólkurvörur um 13,4% en um 28,4% að meðaltali í ESB, minnst á Möltu um 13,5%. Undanfarin þrjú ár hafa dunið á nær fordæmalausar hækkanir á verði margra mikilvægra aðfanga til matvælaframleiðslu. Þannig geta kúabændur lesið í bókhaldi sínu að á síðastliðnum þremur árum hefur hækkun aðfanga til mjólkurframleiðslu meðal annars birst í 110% hækkun á áburði, 50% hækkun á kjarnfóðri, 76% hækkun á olíu og 70% hækkun á rúlluplasti. Á þessum tíma, frá 1. janúar 2020, hefur verð til mjólkurframleiðenda hins vegar hækkað um 34,7% sem hefur þó ekki dugað til að standa undir þeim kostnaðarhækkunum sem bændur hafa orðið fyrir. Með öðrum orðum bændur hafa engar launahækkanir fengið á tímabilinu. Til samanburðar hefur mjólkurverð til danskra kúabænda hækkað um 80% á sama tíma. Tollaniðurfellingar á Spáni til lækkunar verðbólgu? En formaður Viðreisnar lætur gamminn síðan geisa áfram og bregður þar fyrir nokkurri „sannleiksförðun“ svo notað sé hugtak sem er fengið að láni frá lögfræðingi hér í borginni. Hún heldur því t.d. fram að niðurfelling tolla á matvöru hafi gefið góða raun sem viðbragð við verðbólgu á Spáni. Auðvitað ætti hún að vita betur. Spánn sem aðili að tollabandalagi ESB fellir ekki einhliða niður neina tolla. Það sem gerðist á Spáni var að virðisaukaskattur á mikilvægar matvörur var ýmist felldur niður (brauð, ostar, mjólk ávextir grænmeti og korn) eða lækkaður (pasta og matarolíur). Hér á landi hefur ekki verið valið að fara slíka leið. Þetta kann þó að skýrast af því að mjólkurverð á Spáni hækkaði sem dæmi um 25,3% á ársgrundvelli miðað við febrúar sl. og matvælaverð almennt um 16,7% meðan almenn verðbólga á sama tíma var 6% samkvæmt upplýsingum á vefsvæði ESB um fæðuöryggi. Er betra að veifa röngu tré en öngvu? Ekki er heldur hægt annað en að kalla það „sannleiksförðun“ að segja Mjólkursamsöluna vera einokunarfyrirtæki sem hafi komist í þá stöðu í skjóli verndartolla. Mjólkursamsalan telst vissulega hafa markaðsráðandi stöðu en hefur um leið ríkar skyldur. Eigendur hennar bera þá skyldu að sækja og kaupa alla mjólk sem bændur framleiða á sama verði um allt land, verði sem ákveðið er af opinberri nefnd. Á sama hátt greiða kaupendur vara frá MS sama verð hvar sem er á landinu. Tollar á innfluttar mjólkurvörur eru hluti af starfsumhverfi kúabænda sem saman eiga MS (Auðhumla sem er samvinnufélag kúabænda að 80% og Kaupfélags Skagfirðinga sem m.a. er í eigu kúabænda í Skagafirði að 20%). Mjólkursamsalan ehf er því fyrirtæki í eigu þessara framleiðenda og starfar á grundvelli 71. greinar búvörulaga sem fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætti að þekkja til. Afurðir fyrirtækisins eru einnig að stórum hluta verðlagðar af opinberri nefnd. Gleðilega páska 2024 Það verður eflaust margt ritað og rætt um matvælaverð næsta árið en páskana 2024 ber þá upp á sunnudaginn 31. mars. Vonandi mun þau sem þátt taka í þeim umræðum halda sig við efnislegar staðreyndir en ekki slengja fram fullyrðingum sem standast ekki skoðun. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun