Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2023 16:45 Jack Teixeira var handtekinn í gær. AP/WCVB Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. Hann stendur frammi fyrir því að vera dæmdur í áralangt fangelsi en hve langt er óljóst að svo stöddu en BBC segir hann geta verið dæmdan til fimmtán ára fangelsisvistar. Mögulegt er að ákærum verði bætt við seinna meir. Teixeira var fluttur fyrir dómara í Boston í dag og saksóknarar segja að hann muni sitja inni þar til á miðvikudaginn, þegar hann mætir aftur í dómsal. Hann var handtekinn í gær eftir nokkurra daga rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Fréttakona CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum að Teixeira hafi starfað fyrir leyniþjónustudeild flugþjóðvarðliðsins sem tekur við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og setur það saman í kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn varnarmálaráðuneytisins og ráðamenn. Teixeira vann þó ekki við gagnagreiningu, samkvæmt CNN, heldur vann hann við viðhald á kerfinu sem notað er til að safna gögnunum saman og halda því við. Þess vegna hafi hann verið með leyfi til að meðhöndla leynileg gögn. It s not like your regular IT guy where you call a help desk and they come fix your computer, the official added. They re working on a very highly classified system, so they require that clearance." via @halbritz— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 14, 2023 Hinn 21. árs gamli Teixeira deildi myndum af leynilegum skjölum með ungum vinum sínum á fámennu spjallborði á samskiptaforritinu Discord. Vinir hans segja hann hafa viljað sýna þeim hvernig stríð væri í raunveruleikanum. Á þessu spjallborði deildu hinir ungu menn mest sín á milli ummælum um byssur og tölvuleiki auk rasísks gríns. Teixeira byrjaði að deila leynilegum upplýsingum með hópnum fyrir nokkrum mánuðum en það var ekki fyrr en í byrjun apríl sem myndir sem hann hafði tekið af leynilegum skjölum rötuðu á almenna samfélagsmiðla og í fjölmiðla, með viðkomu á spjallborðum um áhrifavald frá Filippseyjum og Minecraft. Meðlimir hópsins kynntust fyrst í gegnum netið á öðru spjallborði Discord tileinkuðu bandarískum manni sem kallar sig Oxide og birtir byssumyndbönd á Youtube. OG bauð meðlimum þessa spjallborðs í Thug Shaker Central, sem er rasískur brandari, þar sem þeir áttu að geta rætt sín á milli um tölvuleiki. Í hópnum voru aðrir menn frá Bandaríkjunum, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku. Rannsakendur FBI gefa til kynna í dómskjölum að Teixeira hafi hætt að skrifa færslur um leynilegar upplýsingar sem hann fór yfir í vinnunni og þess í stað prentað út skjöl, tekið þau heim og birt myndir af þeim, af ótta við að hann yrði gómaður í vinnunni. Vinir hans í hópnum höfðu áður sagt fjölmiðlum að hann hefði orðið reiður yfir því að færslur hans hefðu fengið litla athygli og að það tæki hann styttri tíma að birta myndir af skjölum. Þá segir einnig í dómskjölum, samkvæmt AP fréttaveitunni, að Teixeira hafi leitað að orðinu „leki“ í áðurnefndu kerfi, þann 6. apríl, sama dag og frétt um skjölin birtist í New York Times. Talið er að hann hafi verið að leita að upplýsingum um rannsóknina að þeim sem leituðu hans. Blaðamenn Washington Post ræddu við einn meðlim hópsins en hluta af samtali þeirra má sjá hér að neðan. Bandaríkin Tengdar fréttir Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. 11. apríl 2023 09:06 Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. 11. apríl 2023 07:50 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Hann stendur frammi fyrir því að vera dæmdur í áralangt fangelsi en hve langt er óljóst að svo stöddu en BBC segir hann geta verið dæmdan til fimmtán ára fangelsisvistar. Mögulegt er að ákærum verði bætt við seinna meir. Teixeira var fluttur fyrir dómara í Boston í dag og saksóknarar segja að hann muni sitja inni þar til á miðvikudaginn, þegar hann mætir aftur í dómsal. Hann var handtekinn í gær eftir nokkurra daga rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Fréttakona CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum að Teixeira hafi starfað fyrir leyniþjónustudeild flugþjóðvarðliðsins sem tekur við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og setur það saman í kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn varnarmálaráðuneytisins og ráðamenn. Teixeira vann þó ekki við gagnagreiningu, samkvæmt CNN, heldur vann hann við viðhald á kerfinu sem notað er til að safna gögnunum saman og halda því við. Þess vegna hafi hann verið með leyfi til að meðhöndla leynileg gögn. It s not like your regular IT guy where you call a help desk and they come fix your computer, the official added. They re working on a very highly classified system, so they require that clearance." via @halbritz— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 14, 2023 Hinn 21. árs gamli Teixeira deildi myndum af leynilegum skjölum með ungum vinum sínum á fámennu spjallborði á samskiptaforritinu Discord. Vinir hans segja hann hafa viljað sýna þeim hvernig stríð væri í raunveruleikanum. Á þessu spjallborði deildu hinir ungu menn mest sín á milli ummælum um byssur og tölvuleiki auk rasísks gríns. Teixeira byrjaði að deila leynilegum upplýsingum með hópnum fyrir nokkrum mánuðum en það var ekki fyrr en í byrjun apríl sem myndir sem hann hafði tekið af leynilegum skjölum rötuðu á almenna samfélagsmiðla og í fjölmiðla, með viðkomu á spjallborðum um áhrifavald frá Filippseyjum og Minecraft. Meðlimir hópsins kynntust fyrst í gegnum netið á öðru spjallborði Discord tileinkuðu bandarískum manni sem kallar sig Oxide og birtir byssumyndbönd á Youtube. OG bauð meðlimum þessa spjallborðs í Thug Shaker Central, sem er rasískur brandari, þar sem þeir áttu að geta rætt sín á milli um tölvuleiki. Í hópnum voru aðrir menn frá Bandaríkjunum, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku. Rannsakendur FBI gefa til kynna í dómskjölum að Teixeira hafi hætt að skrifa færslur um leynilegar upplýsingar sem hann fór yfir í vinnunni og þess í stað prentað út skjöl, tekið þau heim og birt myndir af þeim, af ótta við að hann yrði gómaður í vinnunni. Vinir hans í hópnum höfðu áður sagt fjölmiðlum að hann hefði orðið reiður yfir því að færslur hans hefðu fengið litla athygli og að það tæki hann styttri tíma að birta myndir af skjölum. Þá segir einnig í dómskjölum, samkvæmt AP fréttaveitunni, að Teixeira hafi leitað að orðinu „leki“ í áðurnefndu kerfi, þann 6. apríl, sama dag og frétt um skjölin birtist í New York Times. Talið er að hann hafi verið að leita að upplýsingum um rannsóknina að þeim sem leituðu hans. Blaðamenn Washington Post ræddu við einn meðlim hópsins en hluta af samtali þeirra má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Tengdar fréttir Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. 11. apríl 2023 09:06 Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. 11. apríl 2023 07:50 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. 11. apríl 2023 09:06
Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. 11. apríl 2023 07:50