Hann lést þegar bíll hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir.
Sjá einnig: Hinn látni karlmaður um áttrætt
Samkvæmt Mbl.is lætur Ólafur eftir sig eiginkonu, börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Í færslu á Facebooksíðu Sjóve, Sjóstangaveiðifélags Vestmannaeyja, segir að Ólafur hafi lengi stundað sjóstangveiðar og þekkin hans á hafsvæðinu í Vestmannaeyjum hafi verið gífurlega mikil. Aðrir veiðimenn sem fóru með honum á bát hafi alltaf verið ánægðir með aflabrögð.