Erlent

Fjölda­skot­á­rás í af­mælis­veislu í Ala­bama

Máni Snær Þorláksson skrifar
Skotárásin er sögð hafa farið fram í afmælisveislu sem haldin var á The Mahogany Masterpiece í Dadeville, Alabama.
Skotárásin er sögð hafa farið fram í afmælisveislu sem haldin var á The Mahogany Masterpiece í Dadeville, Alabama. Google Maps

Fjórir eru látnir og allt að tuttugu særðir vegna fjöldaskotárásar í borginni Dadeville í Alabama. Skotárásin átti sér stað klukkan um hálf ellefu að staðartíma í gærkvöldi. Flest þeirra sem urðu fyrir skotárásinni eru sögð vera á táningsaldri.

Samkvæmt heimildum staðarmiðilsins AL var skotárásin framin í veislu þar sem verið var að fagna sextán ára afmæli. Um var að ræða afmælisveislu sem fór fram í miðbæ Dadeville en í borginni búa um þrjú þúsund manns.

Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama, segist syrgja hin látnu ásamt öðrum í ríkinu í dag. „Ofbeldisfullir glæpir eiga engan stað í ríkinu okkar og við fylgjumst grannt með stöðu mála á meðan frekari upplýsingar berast frá lögreglunni,“ segir Ivey í yfirlýsingu til CNN.

Yfir hundrað og sextíu fjöldaskotárásir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á fyrstu fimmtán vikum þessa árs samkvæmt gögnum úr The Gun Violence Archive. Það gerir meira en eina og hálfa fjöldaskotárás á hverjum einasta degi ársins. Í gögnunum er það skilgreint sem fjöldaskotárás ef að minnsta kosti fjórir láta lífið fyrir utan árásarmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×