Skiptir málið í skólum máli? Birgir U. Ásgeirsson skrifar 17. apríl 2023 07:31 Íslenska er skólamálið okkar, á öllum skólastigum. Gott læsi og vald á tungunni er mikilvægt veganesti til virkrar þátttöku í þjóðfélaginu. Þannig nýtast hæfileikar okkar betur. Er það hvort tveggja samfélaginu til farsældar og einstaklingnum sjálfum. Öll börn þurfa málörvun og gæðamenntun við hæfi. Að kenna nemendum íslensku er í senn gæfa og áskorun fyrir allt skólasamfélagið þar sem kennarar eru lykilaðilar. Viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda koma fram í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann í víðtæku samstarfi, þ.m.t. við kennara á vettvangi. Þar er áhersla á hæfni allra kennara til að: Leggja mat á og efla eigin málfærni í samræmi við sérhæfingu. Beita íslensku í ræðu og riti á viðeigandi og árangursríkan hátt, útskýra, rökstyðja og stuðla að málefnalegum umræðum. Beita kennsluháttum sem örva nemendur til að tjá sig, skapa og miðla þekkingu sinni á íslensku. Beita fjölbreyttum aðferðum í kennslu íslensks tungumáls. Nýta áhrif fjölmenningar, fjöltyngis og íslensku sem annars máls við nám og kennslu. Viðmiðin hér að ofan eru hluti þeirrar almennu hæfni sem allir kennarar og skólastjórnendur eiga að búa yfir. Þau eru metnaðarfull og bera þess merki að gamalkunna orðasambandið eigi ennþá við, að allir kennarar séu íslenskukennarar. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Þar er íslenskan ekki undanskilin. Aðstæður eru afar misjafnar í skólakerfinu á Íslandi og þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar þar sem íslenskuhæfni miðast við viðkomandi starf. Mikilvægt er að þeim sem ekki uppfylla lágmarksviðmið um íslenskuhæfni standi til boða leiðir til að auka hæfni sína í íslensku og sýna fram á hana. Áherslan á hæfni í íslensku í hæfnirammanum rímar við stefnu stjórnvalda. Áherslur stjórnvalda eru meðal annars málörvun í leikskóla, að nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn fái stuðning við hæfi, að málkunnátta og sköpunargleði verðandi kennara verði efld til að byggja upp hæfni nemenda og stuðla að jákvæðu viðhorfi til íslenskunnar á öllum skólastigum. Áhersla verði einnig á að efla hæfni kennara í íslensku í gegnum starfsþróun þeirra og að þeir hafi tök á fjölbreyttum kennsluháttum til að kenna íslensku bæði sem móðurmál og sem annað mál. Að auki má nefna að í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að mikilvægt sé að huga enn betur að íslenskukennslu, framboð af nýju námsefni á íslensku verði aukið og hlúð verði að barnamenningu. Íslenska er skólamálið. Íslenska er lykilþáttur í að byggja undir hæfni nemenda til að vera þátttakendur í samfélaginu. Eitt skrefið í þeirri vegferð að mæta þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir er að tryggja hæfni kennara í íslensku. Það er hvort tveggja gert í kennaramenntun og með starfsþróun. Þannig er unnt að mæta öllum nemendum með fagmennsku í fyrirrúmi. Við viljum stuðla að farsæld barnanna okkar þannig að samfélagið fái notið hæfileika þeirra. Málið í skólum skiptir máli. Höfundur er formaður kennararáðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslensk tunga Mest lesið Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenska er skólamálið okkar, á öllum skólastigum. Gott læsi og vald á tungunni er mikilvægt veganesti til virkrar þátttöku í þjóðfélaginu. Þannig nýtast hæfileikar okkar betur. Er það hvort tveggja samfélaginu til farsældar og einstaklingnum sjálfum. Öll börn þurfa málörvun og gæðamenntun við hæfi. Að kenna nemendum íslensku er í senn gæfa og áskorun fyrir allt skólasamfélagið þar sem kennarar eru lykilaðilar. Viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda koma fram í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann í víðtæku samstarfi, þ.m.t. við kennara á vettvangi. Þar er áhersla á hæfni allra kennara til að: Leggja mat á og efla eigin málfærni í samræmi við sérhæfingu. Beita íslensku í ræðu og riti á viðeigandi og árangursríkan hátt, útskýra, rökstyðja og stuðla að málefnalegum umræðum. Beita kennsluháttum sem örva nemendur til að tjá sig, skapa og miðla þekkingu sinni á íslensku. Beita fjölbreyttum aðferðum í kennslu íslensks tungumáls. Nýta áhrif fjölmenningar, fjöltyngis og íslensku sem annars máls við nám og kennslu. Viðmiðin hér að ofan eru hluti þeirrar almennu hæfni sem allir kennarar og skólastjórnendur eiga að búa yfir. Þau eru metnaðarfull og bera þess merki að gamalkunna orðasambandið eigi ennþá við, að allir kennarar séu íslenskukennarar. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Þar er íslenskan ekki undanskilin. Aðstæður eru afar misjafnar í skólakerfinu á Íslandi og þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar þar sem íslenskuhæfni miðast við viðkomandi starf. Mikilvægt er að þeim sem ekki uppfylla lágmarksviðmið um íslenskuhæfni standi til boða leiðir til að auka hæfni sína í íslensku og sýna fram á hana. Áherslan á hæfni í íslensku í hæfnirammanum rímar við stefnu stjórnvalda. Áherslur stjórnvalda eru meðal annars málörvun í leikskóla, að nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn fái stuðning við hæfi, að málkunnátta og sköpunargleði verðandi kennara verði efld til að byggja upp hæfni nemenda og stuðla að jákvæðu viðhorfi til íslenskunnar á öllum skólastigum. Áhersla verði einnig á að efla hæfni kennara í íslensku í gegnum starfsþróun þeirra og að þeir hafi tök á fjölbreyttum kennsluháttum til að kenna íslensku bæði sem móðurmál og sem annað mál. Að auki má nefna að í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að mikilvægt sé að huga enn betur að íslenskukennslu, framboð af nýju námsefni á íslensku verði aukið og hlúð verði að barnamenningu. Íslenska er skólamálið. Íslenska er lykilþáttur í að byggja undir hæfni nemenda til að vera þátttakendur í samfélaginu. Eitt skrefið í þeirri vegferð að mæta þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir er að tryggja hæfni kennara í íslensku. Það er hvort tveggja gert í kennaramenntun og með starfsþróun. Þannig er unnt að mæta öllum nemendum með fagmennsku í fyrirrúmi. Við viljum stuðla að farsæld barnanna okkar þannig að samfélagið fái notið hæfileika þeirra. Málið í skólum skiptir máli. Höfundur er formaður kennararáðs.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun