Njótum íslenska vorsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða Ingrid Kuhlman skrifar 20. apríl 2023 07:02 Að varðveita og njóta, sem kallast á ensku „savoring“, er sú athöfn að meta, taka inn og njóta jákvæðrar upplifunar, skynjunar eða tilfinningar. Þetta snýst um að taka fullan þátt í augnablikinu og beina athyglinni vísvitandi á ánægjulega þætti upplifunar í þeim tilgangi til að auka hamingjutilfinningar og þakklæti. Við getum t.d. varðveitt og notið dýrindis máltíðar, góðrar tónlistar, gæðastundar með ástvinum, Norðurljósanna eða fagurs útsýnis. Eða notið þess að sitja á ströndinni og finna fyrir hafgolunni á meðan við horfum á sólsetrið. Að varðveita og njóta getur stuðlað að því að við verðum meðvitaðri um jákvæðar hliðar lífsins og finnum fyrir aukinni vellíðan. Unsplash Margar leiðir til að varðveita og njóta Vorið er frábært tækifæri til að njóta einstakrar upplifunar sem þessi árstíð hefur í för með sér. Hér eru nokkrar tillögur til að njóta vorsins: Verðu tíma utandyra: Farðu í göngutúr eða hjólaferð til að njóta veðursins og fylgistu með náttúrunni þegar hún vaknar til lífsins. Andaðu að þér fersku lofti og taktu eftir því sem þú sérð, heyrir, getur snert og finnur lykt af. Það hjálpar til við að dýpka þakklætið og ánægjuna. Hægðu á þér: Gefðu þér tíma til að taka upplifunina inn að fullu. Að flýta sér í gegnum upplifun eða athöfn getur komið í veg fyrr að þú njótir jákvæðu hliðanna. Með því að hægja á þér gefur þú þér tækifæri til að taka betur eftir. Taktu eftir gróðursprettunni: Vorið er tíminn þegar tré og blóm byrja að spretta. Gefðu litum og ilmum plantnanna gaum. Heimsæktu grasagarð til að sökkva þér niður í fegurð árstíðarinnar. Leyfðu þér að finna fyrir þakklæti, gleði og ánægju. Taktu þátt í vorverkum: Taktu þátt í árstíðabundnum athöfnum eins og garðvinnu eða lautarferð. Hoppaðu á trampólíni eða fljúgðu flugdreka. Athafnir sem þessar geta hjálpað þér við að tengjast kjarna vorsins og skapa dýrmætar minningar. Æfðu núvitund: Einbeittu þér að líðandi stundu og fylgistu með umhverfinu án þess að dæma það eða reyna að breyta því. Gefðu þér tíma til að taka eftir smáatriðum, eins og t.d. sólinni á húðinni, aukinni dagsbirtu eða fuglasöng. Forðastu truflanir: Til að einbeita þér betur að upplifuninni er gott að lágmarka utanaðkomandi truflanir eins og frá snjalltækjum eða tónlist. Með því geturðu sökkt þér að fullu niður í augnablikið og notið þess á áhrifaríkari hátt. Deildu með öðrum: Njóttu vorsins með vinum og fjölskyldu með því að skipuleggja útisamkomur, borða saman eða taka þátt í árstíðabundnum viðburðum eins og t.d. útitónleikum eða götugrilli. Hugleiddu vöxt og endurnýjun: Vorið er tímabil endurfæðingar og nýs upphafs. Notaðu þennan tíma til að setja þér persónuleg markmið, taka breytingum fagnandi og einbeita þér að því að bæta þig. Með því að einblína á ofangreinda þætti getur þú notið alls hins góða sem íslenska vorið hefur upp á að bjóða. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Að varðveita og njóta, sem kallast á ensku „savoring“, er sú athöfn að meta, taka inn og njóta jákvæðrar upplifunar, skynjunar eða tilfinningar. Þetta snýst um að taka fullan þátt í augnablikinu og beina athyglinni vísvitandi á ánægjulega þætti upplifunar í þeim tilgangi til að auka hamingjutilfinningar og þakklæti. Við getum t.d. varðveitt og notið dýrindis máltíðar, góðrar tónlistar, gæðastundar með ástvinum, Norðurljósanna eða fagurs útsýnis. Eða notið þess að sitja á ströndinni og finna fyrir hafgolunni á meðan við horfum á sólsetrið. Að varðveita og njóta getur stuðlað að því að við verðum meðvitaðri um jákvæðar hliðar lífsins og finnum fyrir aukinni vellíðan. Unsplash Margar leiðir til að varðveita og njóta Vorið er frábært tækifæri til að njóta einstakrar upplifunar sem þessi árstíð hefur í för með sér. Hér eru nokkrar tillögur til að njóta vorsins: Verðu tíma utandyra: Farðu í göngutúr eða hjólaferð til að njóta veðursins og fylgistu með náttúrunni þegar hún vaknar til lífsins. Andaðu að þér fersku lofti og taktu eftir því sem þú sérð, heyrir, getur snert og finnur lykt af. Það hjálpar til við að dýpka þakklætið og ánægjuna. Hægðu á þér: Gefðu þér tíma til að taka upplifunina inn að fullu. Að flýta sér í gegnum upplifun eða athöfn getur komið í veg fyrr að þú njótir jákvæðu hliðanna. Með því að hægja á þér gefur þú þér tækifæri til að taka betur eftir. Taktu eftir gróðursprettunni: Vorið er tíminn þegar tré og blóm byrja að spretta. Gefðu litum og ilmum plantnanna gaum. Heimsæktu grasagarð til að sökkva þér niður í fegurð árstíðarinnar. Leyfðu þér að finna fyrir þakklæti, gleði og ánægju. Taktu þátt í vorverkum: Taktu þátt í árstíðabundnum athöfnum eins og garðvinnu eða lautarferð. Hoppaðu á trampólíni eða fljúgðu flugdreka. Athafnir sem þessar geta hjálpað þér við að tengjast kjarna vorsins og skapa dýrmætar minningar. Æfðu núvitund: Einbeittu þér að líðandi stundu og fylgistu með umhverfinu án þess að dæma það eða reyna að breyta því. Gefðu þér tíma til að taka eftir smáatriðum, eins og t.d. sólinni á húðinni, aukinni dagsbirtu eða fuglasöng. Forðastu truflanir: Til að einbeita þér betur að upplifuninni er gott að lágmarka utanaðkomandi truflanir eins og frá snjalltækjum eða tónlist. Með því geturðu sökkt þér að fullu niður í augnablikið og notið þess á áhrifaríkari hátt. Deildu með öðrum: Njóttu vorsins með vinum og fjölskyldu með því að skipuleggja útisamkomur, borða saman eða taka þátt í árstíðabundnum viðburðum eins og t.d. útitónleikum eða götugrilli. Hugleiddu vöxt og endurnýjun: Vorið er tímabil endurfæðingar og nýs upphafs. Notaðu þennan tíma til að setja þér persónuleg markmið, taka breytingum fagnandi og einbeita þér að því að bæta þig. Með því að einblína á ofangreinda þætti getur þú notið alls hins góða sem íslenska vorið hefur upp á að bjóða. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun