Viðskipti innlent

Frið­rik hættir sem kaup­fé­lags­stjóri

Bjarki Sigurðsson skrifar
Friðrik Mar Guðmundsson mun eftir sumarið hætta störfum sem framkvæmdastjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.
Friðrik Mar Guðmundsson mun eftir sumarið hætta störfum sem framkvæmdastjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Friðrik Mar Guðmundsson hefur ákveðið að láta af störfum sem kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Hann hefur starfað hjá félögunum undanfarin nítján ár. 

Loðnuvinnslan er að mestu leyti í eigu kaupfélagsins og eru 350 af 750 íbúum Fáskrúðsfjarðar meðlimir í kaupfélaginu. Með því er reynt að taka allar ákvarðanir um starfsemi Loðnuvinnslunnar með það fyrir augum að þær gagnist heimabyggð og eignarhaldið gerir það nær ómögulegt að selja fiskveiðiheimildir í hagnaðarskyni frá byggðarlaginu.

Nokkuð er síðan Friðrik tók þessa ákvörðun og tilkynnti stjórnarformönnum Loðnuvinnslunnar og kaupfélagsins hana. Er honum þakkað kærlega fyrir störf sín en undir hans stjórn hefur eigið fé Loðnuvinnslunnar farið úr þremur milljörðum í fimmtán milljarða. 

Hann mun halda störfum áfram þar til í haust á meðan leitað verður að eftirmanni hans. 


Tengdar fréttir

Fáskrúðsfirðingar eru í skýjunum með nýja Hoffellið

Mikil ánægja er á Fáskrúðsfirði með nýjasta skipið í bæjarfélaginu, uppsjávarskipið Hoffell, sem Loðnuvinnslan var að kaupa en það var smíðað í Danmörku. Hoffellið er nú á makrílveiðum fram í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×