Lykilinn að lyfjum við blóðtappa að finna í blóði skógarbjarna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 07:01 Blóðsýni eru tekin tvisvar á ári úr björnunum, þegar þeir eru í dvala og þegar þeir eru virkir. Högskolen in innlandet Samkvæmt nýrri rannsókn getur blóð skógarbjarna gegnt lykilhlutverki við lyfjaþróun við blóðtappa. Birnirnir dvelja mánuðum saman í hýði án mikillar hreyfingar en hreyfingarleysi eykur á hættuna á blóðtappa hjá fólki. Rannsóknin, sem hófst árið 2010 og er enn yfirstandandi, er unnin af vísindamönnum við norska, sænska, danska og þýska háskóla. Hefur rannsóknin fengið heitið Skandinavíska bjarnarverkefnið. Helstu niðurstöðurnar sem liggja fyrir núna eru birtar í tímaritinu Science. Hefur það reynst vísindamönnum ráðgáta hvers vegna skógarbirnir geta legið mánuðum saman í hýði, án þess að fá blóðtappa. Lykilinn var að finna í blóðinu. Birnirnir svæfðir og tekið blóð Fylgst hefur verið náið með sjötíu skógarbjörnum í Noregi og Svíþjóð og ferðir þeirra raktar með GPS merkjum. Á haustin, í október eða nóvember, fara birnirnir í vetrardvala og vakna ekki aftur fyrr en í apríl eða maí. Tekið er úr þeim blóð bæði í vetrardvalanum og á sumrin þegar þeir eru vakandi. Nauðsynlegt er að nota svæfilyf áður en sýnin eru tekin. Birnirnir vita þó ekki af þessu og rannsóknin hefur verið samþykkt af dýraverndunarsamtökum. Helsti munurinn á vetrar og sumarblóði bjarndýranna er magn próteins sem kallast HSP47. Nóg er af því í blóðinu á sumrin en það nánast hverfur á veturna. Próteinið hjálpar til við storknun blóðsins. Sjálfboðaliðar rúmfastir í mánuð Þetta prótein finnst ekki aðeins í bjarndýrum, heldur ýmsum öðrum spendýrategundum, þar á meðal í mönnum. Vísindamennirnir hjá Skandinavíska bjarnarverkefninu hafa rannsakað próteinið í mönnum og meðal annars komist að því að mun minna er af því í blóði fólks sem hefur lamast vegna mænuskaða. Ætla megi því að líkaminn minnki framleiðslu próteinsins samfara minnkun hreyfingar og það reyndist rétt. Tíu heilbrigðir sjálfboðaliðar voru samfleytt rúmliggjandi í 27 daga. Á þessum tíma minnkaði magn HSP47 í blóði þeirra. Á því það sama við um HSP47 í blóði manna og skógarbjarna. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu NRK, er talið er að rannsóknin geti skipt miklu máli varðandi lyfjaþróun á lyfjum gegn blóðtappa á komandi árum. Frekari rannsókna og fjármögnunar sé þó þörf. Noregur Svíþjóð Vísindi Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Rannsóknin, sem hófst árið 2010 og er enn yfirstandandi, er unnin af vísindamönnum við norska, sænska, danska og þýska háskóla. Hefur rannsóknin fengið heitið Skandinavíska bjarnarverkefnið. Helstu niðurstöðurnar sem liggja fyrir núna eru birtar í tímaritinu Science. Hefur það reynst vísindamönnum ráðgáta hvers vegna skógarbirnir geta legið mánuðum saman í hýði, án þess að fá blóðtappa. Lykilinn var að finna í blóðinu. Birnirnir svæfðir og tekið blóð Fylgst hefur verið náið með sjötíu skógarbjörnum í Noregi og Svíþjóð og ferðir þeirra raktar með GPS merkjum. Á haustin, í október eða nóvember, fara birnirnir í vetrardvala og vakna ekki aftur fyrr en í apríl eða maí. Tekið er úr þeim blóð bæði í vetrardvalanum og á sumrin þegar þeir eru vakandi. Nauðsynlegt er að nota svæfilyf áður en sýnin eru tekin. Birnirnir vita þó ekki af þessu og rannsóknin hefur verið samþykkt af dýraverndunarsamtökum. Helsti munurinn á vetrar og sumarblóði bjarndýranna er magn próteins sem kallast HSP47. Nóg er af því í blóðinu á sumrin en það nánast hverfur á veturna. Próteinið hjálpar til við storknun blóðsins. Sjálfboðaliðar rúmfastir í mánuð Þetta prótein finnst ekki aðeins í bjarndýrum, heldur ýmsum öðrum spendýrategundum, þar á meðal í mönnum. Vísindamennirnir hjá Skandinavíska bjarnarverkefninu hafa rannsakað próteinið í mönnum og meðal annars komist að því að mun minna er af því í blóði fólks sem hefur lamast vegna mænuskaða. Ætla megi því að líkaminn minnki framleiðslu próteinsins samfara minnkun hreyfingar og það reyndist rétt. Tíu heilbrigðir sjálfboðaliðar voru samfleytt rúmliggjandi í 27 daga. Á þessum tíma minnkaði magn HSP47 í blóði þeirra. Á því það sama við um HSP47 í blóði manna og skógarbjarna. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu NRK, er talið er að rannsóknin geti skipt miklu máli varðandi lyfjaþróun á lyfjum gegn blóðtappa á komandi árum. Frekari rannsókna og fjármögnunar sé þó þörf.
Noregur Svíþjóð Vísindi Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira