Handteknir grunaðir um að reka kínverska lögreglustöð í New York Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2023 22:56 Húsið fyrir miðja mynd er sagt hafa hýst útvarðastöðina. AP/Bebeto Matthews Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag tvo menn sem grunaðir eru um að vera útsendarar kínverska ríkisins, meðal annars með því að ógna kínverskum andófsmönnum í Bandaríkjunum. Mennirnir eru sagðir tengjast dularfullri kínverskri útvarðastöð í New York-borg, hvar þeir voru handteknir. Frá þessu greinir New York Times og segir mennina tvo vera á sextugs- og sjötugsaldri. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við kínverska útvarðastöð í Kínahverfi Manhattan í New York Borg. Stöðin sé ein hundrað slíkra um allan heim þar sem löggæslustarfi í nafni kínverskra stjórnvalda er sinnt á erlendri grundu, án dóms og laga. Mönnunum er gefið að sök að hafa nýtt útvarðastöðina til að ógna kínverskum andófsmönnum sem búsettir eru í Bandaríkjunum, fyrir hönd kínverska ríkisins. Í umfjöllun NYT er sagt frá því um sé að ræða í fyrsta sinn sem menn tengdir stöðvum sem þessari hafi verið ákærðir í sakamáli. Þá voru gögn tekin úr stöðinni og þau gerð upptæk. Mennirnir tveir sem taldir eru hafa stjórnað stöðinni eru Lu Jianwang, 61 árs, og Chen Jinping, 59 ára, en þeir eru báðir bandarískir ríkisborgarar. Haft er eftir háttsettum embættismönnum innan stjórnsýslunnar í Bandaríkjunum að kínverska ríkið notaði stöðvar, líkt og þessa sem er til umfjöllunar hér, til þess að stjórna umræðu um sig á erlendri grundu. Stjórnvöld á Írlandi, í Kanada og Hollandi hafa öll kallað eftir því við kínversk stjórnvöld að þau loki stöðvum sínum í löndunum. Bandaríkin Kína Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times og segir mennina tvo vera á sextugs- og sjötugsaldri. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við kínverska útvarðastöð í Kínahverfi Manhattan í New York Borg. Stöðin sé ein hundrað slíkra um allan heim þar sem löggæslustarfi í nafni kínverskra stjórnvalda er sinnt á erlendri grundu, án dóms og laga. Mönnunum er gefið að sök að hafa nýtt útvarðastöðina til að ógna kínverskum andófsmönnum sem búsettir eru í Bandaríkjunum, fyrir hönd kínverska ríkisins. Í umfjöllun NYT er sagt frá því um sé að ræða í fyrsta sinn sem menn tengdir stöðvum sem þessari hafi verið ákærðir í sakamáli. Þá voru gögn tekin úr stöðinni og þau gerð upptæk. Mennirnir tveir sem taldir eru hafa stjórnað stöðinni eru Lu Jianwang, 61 árs, og Chen Jinping, 59 ára, en þeir eru báðir bandarískir ríkisborgarar. Haft er eftir háttsettum embættismönnum innan stjórnsýslunnar í Bandaríkjunum að kínverska ríkið notaði stöðvar, líkt og þessa sem er til umfjöllunar hér, til þess að stjórna umræðu um sig á erlendri grundu. Stjórnvöld á Írlandi, í Kanada og Hollandi hafa öll kallað eftir því við kínversk stjórnvöld að þau loki stöðvum sínum í löndunum.
Bandaríkin Kína Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira