Háskólinn glímir við gervigreindina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2023 20:39 Stefán segir að í gervigreind séu fólgin tækifæri, ekki síður en áskoranir. Samsett Dæmi eru um að nemendur við Háskóla Íslands hafi látið gervigreind skrifa lokaverkefni fyrir sig. Forseti Félagsvísindasviðs segir að gervigreindinni fylgi þó ekki aðeins áskoranir, heldur einnig tækifæri. Ríkisútvarpið hefur það eftir Sigurði Magnúsi Garðarssyni, forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, að mál nemendanna séu nú í ferli. Þau séu litin sömu augum og annað svindl. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafn Jónsson, forseti Félagsvísindasviðs, að slík mál hafi ekki komið upp innan sviðsins. Þó sé starfsfólk vel meðvitað um þann möguleika að svo verði. „Við erum aðeins að byrja að glíma við þá áskorun sem felst í þessari tækni. Á miðvikudaginn verðum við með þing þar sem við fáum erindi sem fjalla um þetta. Bæði þær áskoranir sem felast í þessu en það eru auðvitað líka tækifæri í þessu. Við erum að stíga fyrstu sporin í þessu," segir Stefán Hrafn. Góð í sumu, ekki öðru Hann segir mikilvægt að ná utan um það hvers gervigreind er megnug í dag. Sjá hvað hún getur og hvað hún getur ekki. „Ég hef verið að prófa mig aðeins áfram í þessu. Þetta virðist geta gert sumt vel, en annað verr,“ segir Stefán og vísar þar til ChatGPT, sem er eitt vinsælasta gervigreindarforrit á vefnum í dag. „Þetta er að einhverju leyti eltingaleikur. Hvort kemur á undan, vörnin eða vörn gegn vörninni. Það er til búnaður sem greinir hvort texti sé úr svona forriti eða ekki, og svo eru til leiðir til að komast fram hjá því,“ útskýrir Stefán. Fer gegn grunnreglum Hann segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig farið yrði með verkefni sem nemendur skila inn sem sínum eigin en hafa verið unnin af gervigreind, að hluta eða í heild sinni. Þó sé margt í slíkum tilfellum sem líkist svindli eða ritstuldi. „Þetta er að einhverju leyti svipað. Ef þú ert með texta sem þú skrifar ekki sjálfur en segir að séu þín skrif, þá fer það að einhverju leyti gegn reglum um meðferð heimilda.“ Gervigreind Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. 16. apríl 2023 23:00 ChatGPT bannað á Ítalíu Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. 31. mars 2023 16:54 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur það eftir Sigurði Magnúsi Garðarssyni, forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, að mál nemendanna séu nú í ferli. Þau séu litin sömu augum og annað svindl. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafn Jónsson, forseti Félagsvísindasviðs, að slík mál hafi ekki komið upp innan sviðsins. Þó sé starfsfólk vel meðvitað um þann möguleika að svo verði. „Við erum aðeins að byrja að glíma við þá áskorun sem felst í þessari tækni. Á miðvikudaginn verðum við með þing þar sem við fáum erindi sem fjalla um þetta. Bæði þær áskoranir sem felast í þessu en það eru auðvitað líka tækifæri í þessu. Við erum að stíga fyrstu sporin í þessu," segir Stefán Hrafn. Góð í sumu, ekki öðru Hann segir mikilvægt að ná utan um það hvers gervigreind er megnug í dag. Sjá hvað hún getur og hvað hún getur ekki. „Ég hef verið að prófa mig aðeins áfram í þessu. Þetta virðist geta gert sumt vel, en annað verr,“ segir Stefán og vísar þar til ChatGPT, sem er eitt vinsælasta gervigreindarforrit á vefnum í dag. „Þetta er að einhverju leyti eltingaleikur. Hvort kemur á undan, vörnin eða vörn gegn vörninni. Það er til búnaður sem greinir hvort texti sé úr svona forriti eða ekki, og svo eru til leiðir til að komast fram hjá því,“ útskýrir Stefán. Fer gegn grunnreglum Hann segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig farið yrði með verkefni sem nemendur skila inn sem sínum eigin en hafa verið unnin af gervigreind, að hluta eða í heild sinni. Þó sé margt í slíkum tilfellum sem líkist svindli eða ritstuldi. „Þetta er að einhverju leyti svipað. Ef þú ert með texta sem þú skrifar ekki sjálfur en segir að séu þín skrif, þá fer það að einhverju leyti gegn reglum um meðferð heimilda.“
Gervigreind Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. 16. apríl 2023 23:00 ChatGPT bannað á Ítalíu Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. 31. mars 2023 16:54 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. 16. apríl 2023 23:00
ChatGPT bannað á Ítalíu Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. 31. mars 2023 16:54
Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01