Kjarnorkuknúnir kafbátar nærri Helguvík Sunna Sæmundsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 18. apríl 2023 12:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins verður heimilt að hafa viðkomu við Ísland og von er á fyrsta kafbátnum á næstunni. Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að þeir megi ekki bera kjarnorkuvopn innan íslenskrar landhelgi. Utanríkisráðuneytið greindi frá þessu í morgun en að loknum ríkisstjórnarfundi í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, þetta auka öryggi neðansjávarinnviða líkt og sæstrengja í kringum Ísland. Ákvörðunin snúist þó ekki einungis um öryggi okkar heldur skuldbindingar gagnvart Atlantshafsbandalaginu og vörnum á Norður-Atlantshafi. „Þetta eykur getu þeirra til að stunda eftirlit án þess að þurfa að sigla til Noregs og til baka, sem tekur nokkra daga, og þá um leið missa yfirsýn yfir svæðið,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við erum einfaldlega á þeim tímum að þetta er mikilvægt og við höfum vandað þennan undirbúning gríðarlega. Þetta er búið að vera í vinnslu í heilt ár og við höfum verið í þéttum upplýsingaskiptum og farið í vettvangsferð annað til að kanna þetta. Þetta er auðvitað framkvæmd sem hefur verið stunduð í Noregi um áratuga skeið.“ Er einhver ástæða fyrir því að þeir koma ekki að höfn? „Það er stærra skref að þeir komi að höfn og við erum ekki með innviði til að þeir geti það. Það þyrfti að laga viðlegukanta og annað slíkt. Þetta dugir til að gera það sem þarf, að þeir fái þá þjónustu sem þeir þurfa hverju sinni. Hvort sem það er til að sækja varning eða skipta um áhöfn án þess að þurfa að fara í nokkurra daga siglingu.“ Þórdís segir að þetta muni eiga sér stað utan við Reykjanes, eða Helguvík nánar tiltekið. Ekki liggur fyrir hversu margar heimsóknirnar verða en þó líklega nokkrar á ári. Samkomulagið er til framtíðar en óska þarf eftir leyfi til að koma nærri landi í hvert skipti. Landhelgisgæslan muni í samstarfi við aðra aðila sjá um að koma vistum til þeirra. Treysta því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að virða þurfi ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum. Aðspurð hvaða tryggingu stjórnvöld hafi fyrir því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn segir hún það byggja á trausti. „Við byggjum það á traustum samskiptum við bandarísk stjórnvöld. Það eru ekki kjarnavopn innan þessara báta, þessar tegundir eru þannig. Við erum með skýrar yfirlýsingar og skýra stefnu sem móttekið er að Bandaríkjamenn virði. Noregur er með sambærilega stefnu og það hefur gengið vandræðalaust fyrir sig um áratuga skeið,“ segir Þórdís Kolbrún. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjarnorka Utanríkismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Utanríkisráðuneytið greindi frá þessu í morgun en að loknum ríkisstjórnarfundi í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, þetta auka öryggi neðansjávarinnviða líkt og sæstrengja í kringum Ísland. Ákvörðunin snúist þó ekki einungis um öryggi okkar heldur skuldbindingar gagnvart Atlantshafsbandalaginu og vörnum á Norður-Atlantshafi. „Þetta eykur getu þeirra til að stunda eftirlit án þess að þurfa að sigla til Noregs og til baka, sem tekur nokkra daga, og þá um leið missa yfirsýn yfir svæðið,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við erum einfaldlega á þeim tímum að þetta er mikilvægt og við höfum vandað þennan undirbúning gríðarlega. Þetta er búið að vera í vinnslu í heilt ár og við höfum verið í þéttum upplýsingaskiptum og farið í vettvangsferð annað til að kanna þetta. Þetta er auðvitað framkvæmd sem hefur verið stunduð í Noregi um áratuga skeið.“ Er einhver ástæða fyrir því að þeir koma ekki að höfn? „Það er stærra skref að þeir komi að höfn og við erum ekki með innviði til að þeir geti það. Það þyrfti að laga viðlegukanta og annað slíkt. Þetta dugir til að gera það sem þarf, að þeir fái þá þjónustu sem þeir þurfa hverju sinni. Hvort sem það er til að sækja varning eða skipta um áhöfn án þess að þurfa að fara í nokkurra daga siglingu.“ Þórdís segir að þetta muni eiga sér stað utan við Reykjanes, eða Helguvík nánar tiltekið. Ekki liggur fyrir hversu margar heimsóknirnar verða en þó líklega nokkrar á ári. Samkomulagið er til framtíðar en óska þarf eftir leyfi til að koma nærri landi í hvert skipti. Landhelgisgæslan muni í samstarfi við aðra aðila sjá um að koma vistum til þeirra. Treysta því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að virða þurfi ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum. Aðspurð hvaða tryggingu stjórnvöld hafi fyrir því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn segir hún það byggja á trausti. „Við byggjum það á traustum samskiptum við bandarísk stjórnvöld. Það eru ekki kjarnavopn innan þessara báta, þessar tegundir eru þannig. Við erum með skýrar yfirlýsingar og skýra stefnu sem móttekið er að Bandaríkjamenn virði. Noregur er með sambærilega stefnu og það hefur gengið vandræðalaust fyrir sig um áratuga skeið,“ segir Þórdís Kolbrún.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjarnorka Utanríkismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira