Margir einkennalausir með blóðtappa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 21:01 Signý Vala segir að hluti sjúklinga með blóðtappa í lungum deyji, jafn vel þó þeir fái viðeigandi meðferð. Á bilinu 300 til 400 manns greinast árlega með blóðtappa hér á landi. Sjúkdómurinn er talsverð byrði á bæði heilbrigðiskerfinu og samfélaginu öllu því margir eru vangreindir og einkennalausir. Íslenskt fyrirtæki kemur að blóðtapparannsóknum á skógarbjörnum. Blóðtappar, eða bláæðasegasjúkdómur, er heilbrigðisvá sem hefur verið nokkuð til umræðu á undanförnum árum. Einkum í Covid 19 faraldrinum. Signý Vala Sveinsdóttir, yfirlæknir blóðsjúkdóma á Landspítalanum, segir að um sé að ræða umtalsvert vandamál. „Bláæðasegasjúkdómur er talsverð byrði á heilbrigðiskerfinu og samfélaginu öllu því hann getur valdið miklum langvarandi fylgikvillum og jafnvel dauða,“ segir hún. Stundum engin augljós ástæða Ójafnvægi í storkukerfi líkamans veldur sjúkdómnum. Blóðtapparnir myndast vegna óeðlilega mikillar storknunar. Signý segir að ýmsir þættir geti ýtt undir hættuna. Svo sem bólguástand, hormónameðferðir eins og getnaðarvarnarpillan, þungun, skurðaðgerðir, reykingar, löng kyrrseta eða lega, alvarleg veikindi og sjúkrahúsvist, offita og jafn vel langar flugferðir. „Þá eru nokkrir þekktir arfgengir þættir en stundum er engin augljós eða þekkt ástæða fyrir myndun blóðtappans,“ segir Signý. Algengast er að fá blóðtappa í fótleggi og læri eða þá í lungum. Blóðtappi getur þó myndast í hvaða djúpum bláæðum líkamans sem er. Fótleggir og læri eru algengustu staðirnir þar sem blóðtappi myndast. Húðliturinn getur breyst. „Alvarlegasta formið er þegar blóðtappar í djúpum bláæðum, oftast ganglimum, losna frá og fara til lungna, þótt rannsóknir sýni að blóðtappi geti líka myndast upprunalega í lungum,“ segir Signý. „Það getur verið lífshættulegt ástand en talið er að um átta prósent lungnabláæðasega valdi dauðsfalli þrátt fyrir viðeigandi meðferð.“ Covid sjúklingar settir á blóðþynningu Covid 19 hefur áhrif á storkukerfið og eykur hættuna á myndun blóðtappa. Signý segir að þetta eigi einkum við þá sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús og þá sérstaklega gjörgæslusjúklinga. Í ljósi þess hversu margir veiktust af Covid hafi eðlilega verið meira um blóðtappa í faraldrinum en í venjulegu árferði. Þetta hafi komið snemma fram í rannsóknum og voru þess vegna nánast allir inniliggjandi sjúklingar settir á fyrirbyggjandi blóðþynningarmeðferð. Græða hitamæla í kvið bjarna Eins og Vísir hefur greint frá standa yfir blóðrannsóknir á skógarbjörnum í Svíþjóð og Noregi. En það hefur lengi verið ráðgáta hvers vegna skógarbirnir fái ekki blóðtappa í margra mánaða vetrarhíði sínu. Rannsóknin sýnir fram á að þetta tengist próteininu HSP47, eða skorti á því í blóði bjarna yfir veturna. Bundnar eru miklar vonir við að rannsóknirnar nýtist við lyfjaþróun gegn blóðtöppum. Íslenska fyrirtækið Star-Oddi í Garðabæ hefur komið að þessari rannsókn. Fyrirtækið framleiðir hitamæla sem græddir eru í birnina. Birnirnir eru svæfðir úr þyrlu og hitamælunum úr Garðabænum komið fyrir í kviðnum á þeim.Högskolen in innlandet Ásgeir Bjarnason, þróunarstjóri Star-Oddi, segir að aðkoman hafi byrjað strax árið 2010. En þá var verkefnið að hefjast. Samkvæmt Ásgeiri lækkar líkamshiti skógarbjarna úr 37 eða 38 gráðum niður í 33 í híðinu. Hjartslátturinn lækkar niður í tíu slög á mínútu og þeir verða hreyfingarlausir. Hitamælarnir eru svokallaðir síritar, sem taka hitastigsmælingu með 0,1 gráðu nákvæmni og vista hana í minni. Mælarnir eru settir upp til að taka mælingu á fimm til þrjátíu mínútna fresti. „Mælarnir eru hannaðir til að þola langtímaígræðslu í dýrum,“ segir Ásgeir. Fyrirtækið hefur meðal annars framleitt hitamæla sem græddir voru í marðardýr, til þess að rannsaka bóluefni gegn Covid-19. Ásgeir Bjarnason þróunarstjóri Star Oddi segir mælana hannaða til að þola langtímaígræðslu í dýrum.Star Oddi „Birnirnir eru skotnir með svæfilyfi úr þyrlu, hitastigsmælirinn er ígræddur í kviðarhol á birninum til að mæla svokallað kjarnhitastig. Stundum fá þeir einnig hjartsláttamæli sem er þá ígræddur undir húð,“ segir Ásgeir um hvernig þetta er framkvæmt. Eins og Vísir greindi frá eru blóðsýni tekin úr björnunum og rannsökuð en fylgst er með björnunum með GPS tækjum. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Lykilinn að lyfjum við blóðtappa að finna í blóði skógarbjarna Samkvæmt nýrri rannsókn getur blóð skógarbjarna gegnt lykilhlutverki við lyfjaþróun við blóðtappa. Birnirnir dvelja mánuðum saman í hýði án mikillar hreyfingar en hreyfingarleysi eykur á hættuna á blóðtappa hjá fólki. 18. apríl 2023 07:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Blóðtappar, eða bláæðasegasjúkdómur, er heilbrigðisvá sem hefur verið nokkuð til umræðu á undanförnum árum. Einkum í Covid 19 faraldrinum. Signý Vala Sveinsdóttir, yfirlæknir blóðsjúkdóma á Landspítalanum, segir að um sé að ræða umtalsvert vandamál. „Bláæðasegasjúkdómur er talsverð byrði á heilbrigðiskerfinu og samfélaginu öllu því hann getur valdið miklum langvarandi fylgikvillum og jafnvel dauða,“ segir hún. Stundum engin augljós ástæða Ójafnvægi í storkukerfi líkamans veldur sjúkdómnum. Blóðtapparnir myndast vegna óeðlilega mikillar storknunar. Signý segir að ýmsir þættir geti ýtt undir hættuna. Svo sem bólguástand, hormónameðferðir eins og getnaðarvarnarpillan, þungun, skurðaðgerðir, reykingar, löng kyrrseta eða lega, alvarleg veikindi og sjúkrahúsvist, offita og jafn vel langar flugferðir. „Þá eru nokkrir þekktir arfgengir þættir en stundum er engin augljós eða þekkt ástæða fyrir myndun blóðtappans,“ segir Signý. Algengast er að fá blóðtappa í fótleggi og læri eða þá í lungum. Blóðtappi getur þó myndast í hvaða djúpum bláæðum líkamans sem er. Fótleggir og læri eru algengustu staðirnir þar sem blóðtappi myndast. Húðliturinn getur breyst. „Alvarlegasta formið er þegar blóðtappar í djúpum bláæðum, oftast ganglimum, losna frá og fara til lungna, þótt rannsóknir sýni að blóðtappi geti líka myndast upprunalega í lungum,“ segir Signý. „Það getur verið lífshættulegt ástand en talið er að um átta prósent lungnabláæðasega valdi dauðsfalli þrátt fyrir viðeigandi meðferð.“ Covid sjúklingar settir á blóðþynningu Covid 19 hefur áhrif á storkukerfið og eykur hættuna á myndun blóðtappa. Signý segir að þetta eigi einkum við þá sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús og þá sérstaklega gjörgæslusjúklinga. Í ljósi þess hversu margir veiktust af Covid hafi eðlilega verið meira um blóðtappa í faraldrinum en í venjulegu árferði. Þetta hafi komið snemma fram í rannsóknum og voru þess vegna nánast allir inniliggjandi sjúklingar settir á fyrirbyggjandi blóðþynningarmeðferð. Græða hitamæla í kvið bjarna Eins og Vísir hefur greint frá standa yfir blóðrannsóknir á skógarbjörnum í Svíþjóð og Noregi. En það hefur lengi verið ráðgáta hvers vegna skógarbirnir fái ekki blóðtappa í margra mánaða vetrarhíði sínu. Rannsóknin sýnir fram á að þetta tengist próteininu HSP47, eða skorti á því í blóði bjarna yfir veturna. Bundnar eru miklar vonir við að rannsóknirnar nýtist við lyfjaþróun gegn blóðtöppum. Íslenska fyrirtækið Star-Oddi í Garðabæ hefur komið að þessari rannsókn. Fyrirtækið framleiðir hitamæla sem græddir eru í birnina. Birnirnir eru svæfðir úr þyrlu og hitamælunum úr Garðabænum komið fyrir í kviðnum á þeim.Högskolen in innlandet Ásgeir Bjarnason, þróunarstjóri Star-Oddi, segir að aðkoman hafi byrjað strax árið 2010. En þá var verkefnið að hefjast. Samkvæmt Ásgeiri lækkar líkamshiti skógarbjarna úr 37 eða 38 gráðum niður í 33 í híðinu. Hjartslátturinn lækkar niður í tíu slög á mínútu og þeir verða hreyfingarlausir. Hitamælarnir eru svokallaðir síritar, sem taka hitastigsmælingu með 0,1 gráðu nákvæmni og vista hana í minni. Mælarnir eru settir upp til að taka mælingu á fimm til þrjátíu mínútna fresti. „Mælarnir eru hannaðir til að þola langtímaígræðslu í dýrum,“ segir Ásgeir. Fyrirtækið hefur meðal annars framleitt hitamæla sem græddir voru í marðardýr, til þess að rannsaka bóluefni gegn Covid-19. Ásgeir Bjarnason þróunarstjóri Star Oddi segir mælana hannaða til að þola langtímaígræðslu í dýrum.Star Oddi „Birnirnir eru skotnir með svæfilyfi úr þyrlu, hitastigsmælirinn er ígræddur í kviðarhol á birninum til að mæla svokallað kjarnhitastig. Stundum fá þeir einnig hjartsláttamæli sem er þá ígræddur undir húð,“ segir Ásgeir um hvernig þetta er framkvæmt. Eins og Vísir greindi frá eru blóðsýni tekin úr björnunum og rannsökuð en fylgst er með björnunum með GPS tækjum.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Lykilinn að lyfjum við blóðtappa að finna í blóði skógarbjarna Samkvæmt nýrri rannsókn getur blóð skógarbjarna gegnt lykilhlutverki við lyfjaþróun við blóðtappa. Birnirnir dvelja mánuðum saman í hýði án mikillar hreyfingar en hreyfingarleysi eykur á hættuna á blóðtappa hjá fólki. 18. apríl 2023 07:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Lykilinn að lyfjum við blóðtappa að finna í blóði skógarbjarna Samkvæmt nýrri rannsókn getur blóð skógarbjarna gegnt lykilhlutverki við lyfjaþróun við blóðtappa. Birnirnir dvelja mánuðum saman í hýði án mikillar hreyfingar en hreyfingarleysi eykur á hættuna á blóðtappa hjá fólki. 18. apríl 2023 07:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent