Vonsvikin með viðbrögð sveitunga eftir að hafa boðið fram jörð sína Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2023 11:42 Sonja og Friðrik Már á góðri stundu. @sonjalindal Sonja Líndal Þórisdóttir, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, segir sárt að sveitungar hennar hafi talið hana og eiginmann hennar vilja stofna lífsviðurværi þeirra í hættu með því að bjóðast til þess að skaffa urðunarstað fyrir riðuhræ frá bænum Syðri-Urriðaá. Hún segist hafa verið sökuð um að sáldra riðu um allan Víðidal. Frá þessu greinir Sonja í Facebook-færslu í morgun. Hún og eiginmaður hennar, Friðrik Már Sigurðsson, höfðu boðist til þess að féð sem var fellt við Syðri-Urriðaá yrði urðað á þeirra landsvæði. Staðurinn hefur hingað til ekki verið inni í myndinni þar sem hann er ekki í sama sóttvarnarhólfi og Syðri-Urriðaá. Á Lækjamóti er engin sauðfjárrækt, einungis hrossabú. Förgunarvandi var fyrir höndum þegar ljóst var að fella þyrfti ríflega 700 kindur frá Syðri-Urriðaá vegna riðu. Vandinn sneri að því að brennsluofn fyrirtækisins Kalka í Suðurnesjabæ, sem notaður hefur verið til förgunar, er bilaður. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun sagði því urðun einu færu leiðina. Borið hefur á gagnrýni bænda þess efnis að betra væri að geyma hræin í frystigámum þar til brennsluofninn kæmist í lag. Sonja lýsir aðstæðum þegar þau buðu fram jörðina sína til urðunar. Allar jarðar sveitarfélagsins höfðu verið kannaðar, þar á meðal allar fjárlausar jarðir í Miðfirði. Í mörgum tilfellum ætlaði fólk, þar á meðal bændur á Syðri-Urriðá, að nýta jörð sína áfram til sauðfjárræktar. Þá hafi aðrar ástæður verið gefnar. Fyrir vikið hafi þau stigið fram og boðið lausn í þeirri ömurlegu stöðu sem upp var komin. Lausn sem sé vissulega í öðru sóttvarnahólfi. „Okkur sárnar að sveitungar okkar hafi ekki meiri trú á okkur en svo að halda að við myndum stofna lífsviðurværi sveitunganna í hættu til að reyna að létta undir með vinum okkar í næstu sveit við að finna lausn í þessu hörmulega máli. Ég hélt að fólk vissi að við erum skynsamt fólk sem þykir vænt um sveitina okkar og ég dýralæknismenntuð að auki,“ segir Sonja. Segir enga hættu fyrir sauðfjárbændur í Víðidal Í færslunni bendir hún á að þau hjónin reki hrossabú og á bænum séu ekki nein áform um að taka fé á ný. Þá liggi engin landamerki bæjarins að sauðfjárbúi og hefur urðunarsvæðið sem þau lögðu til aldrei verið notað og mun aldrei verið notað fyrir skepnur. „Ekki einu sinni aðkomufé á sumrin hefur verið að leggja leið sína á þennan stað. Auk þess hefði þetta að sjálfsögðu verið girt af og passað vel upp á þetta. Það á ekki að stafa af þessu nein hætta fyrir sauðfjárbændur í Víðidal. Annars hefðum við aldrei látið okkur detta þetta í hug, enda þykir okkur vænt um sveitina okkar, þó sumir virðist halda annað,“ segir Sonja. Fjölmennt var á íbúafundi á Laugarbakka í gærkvöldi vegna riðunnar eins og fjallað var um á Vísi. Þau hjónin segjast hafa orðið fyrir miklu aðkasti fyrir hugmynd sína. Sonja segir þau hafa verið sökuð um að vera að sáldra riðu um allan Víðidalinn með hugmynd sinni. „Við höfum fullan skilning á tilfinningum sauðfjárbænda, við erum líka búin að fara í gegnum þessa reiði yfir úrræðaleysinu undanfarna daga. Hvers vegna í ósköpunum eru yfirvöld ekki tilbúin með plan B? Algjörlega út í hött. Þetta er á allan hátt ömurlegt mál og ég vona að þið sjáið ykkur fært að beina reiði ykkar annað en til okkar persónulega eða sýna þessu ömurlega máli skilning,“ segir Sonja. Hún vill meina að ef féð yrði urðað á þeirra svæði og upp kæmi riða í Víðidal yrði sá staður ekki orsakavaldurinn heldur sú staðreynd að svæðið er riðusvæði. Riða hafi komið upp á svæðinu árið 1991. „En ef/þegar það gerist þá verður stofninn vonandi orðinn að stórum hluta riðuþolinn og reglugerðin breytt og þar með þurfi þessar hörmulegu aðstæður aldrei aftur að koma upp. Maður verður að halda í vonina með það,“ segir Sonja. Færsluna í heild má sjá að neðan. Færsla Sonju Líndal Að gefnu tilefni. Niðurskurður var að fara að gerast á Urriðaá, sú ákvörðun var aldrei í höndum okkar. Þegar hugmyndin um að urða féð frá Urriðaá á Lækjamóti kemur upp var búið að kanna ALLA urðunarstaði landsins, þær jarðir sem sveitarfélagið á og fjárlausar jarðir í Miðfirði eru nýttar af sauðfjárbúum eða standa ekki til boða af öðrum orsökum. Bændunum á Urriðaá höfðu verið settir þeir afarkostir að annað hvort að urða heima eða bíða fram yfir sauðburð með niðurskurðinn, með tilheyrandi erfiðleikum andlega og einnig yrði framkvæmdin á því að ætla að halda yfir 2000 gripi heima í túni án nokkurs leka yfir á aðra bæi mjög erfið og mögulega myndi fylgja sauðburði stóraukning á smiti í umhverfinu. Prófið eitt augnablik að setja ykkur í þeirra spor. Hvað mynduð þið velja ef þið væruð í þessari stöðu? Þau fengu nokkrar klukkustundir í umhugsunarfrest. Væri ykkur ekki létt ef vinir ykkar biðu fram nýjan möguleika? Við stóðum upp þegar enginn á Íslandi var tilbúinn að gera það, vinum til bjargar og öðrum að meinalausu. Ákvörðun um niðurskurð hafði verið tekin og úr okkar höndum. Það er alveg ljóst að enginn kostur í stöðunni er góður. Þeir fáu valmöguleikar sem eru í boði eru allir ömurlegir! En að okkar mati er það vænlegri kostur fyrir framtíð sauðfjárbænda að ungir og öflugir bændur, sem hafa hug á að taka fé á ný séu ekki með þetta urðað heima, heldur sé þetta urðað á hrossabúi, þar sem engin áform eru um að taka fé á ný, engin landamerki Lækjamóts liggja að sauðfjárbúi og staðurinn sem við höfðum í huga hefur aldrei verið notaður og mun aldrei vera notaður fyrir skepnur. Ekki einu sinni aðkomufé á sumrin hefur verið að leggja leið sína á þennan stað. Auk þess hefði þetta að sjálfsögðu verið girt af og passað vel uppá þetta. Það á ekki að stafa af þessu nein hætta fyrir sauðfjárbændur í Víðidal. Annars hefðum við aldrei látið okkur detta þetta í hug, enda þykir okkur vænt um sveitina okkar, þó sumir virðist halda annað. Þakklætið sem bændurnir á Urriðaá hafa sýnt í okkar garð verður að duga okkur til að standa þetta af okkur. Við höfum fullan skilning á tilfinningum sauðfjárbænda, við erum líka búin að fara í gegnum þessa reiði yfir úrræðaleysinu undanfarna daga. Hvers vegna í ósköpunum eru yfirvöld ekki tilbúin með plan B? Algjörlega út í hött. Þetta er á allan hátt ömurlegt mál og ég vona að þið sjáið ykkur fært að beina reiði ykkar annað en til okkar persónulega eða sýna þessu ömurlega máli skilning. Okkur sárnar að sveitungar okkar hafi ekki meiri trú á okkur en svo að halda að við myndum stofna lífsviðurværi sveitunganna í hættu til að reyna að létta undir með vinum okkar í næstu sveit við að finna lausn í þessu hörmulega máli. Ég hélt að fólk vissi að við erum skynsamt fólk sem þykir vænt um sveitina okkar og ég dýralæknismenntuð að auki. Ákvörðunin um niðurskurð liggur ekki í okkar höndum en að urða á jörð þar sem ekki er stunduð sauðfjárrækt og þar sem ekki eru landamerki að sauðfjárbúi, á stað þar sem enginn ágangur hefur verið af skepnum, í sveit sem þegar er skilgreint riðusvæði, hljómar sem þokkalegur kostur við ömurlegar aðstæður. Það var skorið niður vegna riðu á Lækjamóti 1991, en það hefur ekki komið upp riða hérna síðan, því jú vitiði bara hvers vegna? Því hér eru engar kindur. Það er mikil mótsögn fólgin í því að segja í aðra röndina að ekki eigi að fara í niðurskurð á því heilbrigða fé sem hafi verið á Urriðaá og svo á sama tíma að saka okkur um að vera að sáldra riðu um allan Víðidalinn með því að bjóða fram þessa hugmynd að urðunarstað. Það er með ólíkindum að féð verði allt í einu orðið svona sýkt við það eitt að fara að heiman. En auðvitað hefði alltaf hvert einasta hræ verið meðhöndlað sem slíkt og fyllstu varúðarráðstafanna gætt til þess að klára þetta hörmulega mál. Ef/þegar það kemur upp riða í Víðidal þá hefði vel frá genginn urðunarstaðurinn á Lækjamóti, sem að öllum líkindum myndi geyma að uppistöðu heilbrigt fé, sem lifandi fé kæmist aldrei nálægt, ekki verið orsakavaldurinn heldur sú staðreynd að ræktunin á riðuþolnu fé er skammt á veg komin og sú staðreynd að Víðidalurinn er riðusvæði og riðuprionið leynist hér og hér mun að öllum líkindum aftur koma upp riða einhverntíman. En ef/þegar það gerist þá verður stofninn vonandi orðinn að stórum hluta riðuþolinn og reglugerðin breytt og þar með þurfi þessar hörmulegu aðstæður aldrei aftur að koma upp. Maður verður að halda í vonina með það. Hugur okkar er hjá bændum á Bergsstöðum og Urriðaá. Þið eruð hetjur. Með vegsemd og virðingu Sonja og Friðrik, bændur á Lækjamóti Riða í Miðfirði Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Ljós við enda ganganna en niðurskurður eina leiðin eins og er Sauðfjárbændur í Miðfirði skora á stjórnvöld að leita annarra lausna en að aflífa allt fé á bæ þar sem riða kom upp. Ráðherra segir niðurskurð einu lausnina í þessu tilviki en að áhersla sé lögð á að rækta upp stofn án riðu í framtíðinni. Ljóst er að kostnaðurinn við riðutilvikin verði umtalsverður en fyrst og fremst sé um samfélagslegt áfall að ræða. 17. apríl 2023 23:00 Ná ekki að aflífa féð í dag og tíminn á þrotum Fé frá Syðri-Urriðaá, þar sem riða greindist fyrir helgi, verður ekki aflífað í dag þar sem förgunarstaður hefur ekki enn fundist. Takist það ekki á morgun þarf að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir það einnig á dagskrá að aflífa og taka sýni úr um tuttugu gripum sem komið hafa frá bænum á aðra bæi. 17. apríl 2023 14:08 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Frá þessu greinir Sonja í Facebook-færslu í morgun. Hún og eiginmaður hennar, Friðrik Már Sigurðsson, höfðu boðist til þess að féð sem var fellt við Syðri-Urriðaá yrði urðað á þeirra landsvæði. Staðurinn hefur hingað til ekki verið inni í myndinni þar sem hann er ekki í sama sóttvarnarhólfi og Syðri-Urriðaá. Á Lækjamóti er engin sauðfjárrækt, einungis hrossabú. Förgunarvandi var fyrir höndum þegar ljóst var að fella þyrfti ríflega 700 kindur frá Syðri-Urriðaá vegna riðu. Vandinn sneri að því að brennsluofn fyrirtækisins Kalka í Suðurnesjabæ, sem notaður hefur verið til förgunar, er bilaður. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun sagði því urðun einu færu leiðina. Borið hefur á gagnrýni bænda þess efnis að betra væri að geyma hræin í frystigámum þar til brennsluofninn kæmist í lag. Sonja lýsir aðstæðum þegar þau buðu fram jörðina sína til urðunar. Allar jarðar sveitarfélagsins höfðu verið kannaðar, þar á meðal allar fjárlausar jarðir í Miðfirði. Í mörgum tilfellum ætlaði fólk, þar á meðal bændur á Syðri-Urriðá, að nýta jörð sína áfram til sauðfjárræktar. Þá hafi aðrar ástæður verið gefnar. Fyrir vikið hafi þau stigið fram og boðið lausn í þeirri ömurlegu stöðu sem upp var komin. Lausn sem sé vissulega í öðru sóttvarnahólfi. „Okkur sárnar að sveitungar okkar hafi ekki meiri trú á okkur en svo að halda að við myndum stofna lífsviðurværi sveitunganna í hættu til að reyna að létta undir með vinum okkar í næstu sveit við að finna lausn í þessu hörmulega máli. Ég hélt að fólk vissi að við erum skynsamt fólk sem þykir vænt um sveitina okkar og ég dýralæknismenntuð að auki,“ segir Sonja. Segir enga hættu fyrir sauðfjárbændur í Víðidal Í færslunni bendir hún á að þau hjónin reki hrossabú og á bænum séu ekki nein áform um að taka fé á ný. Þá liggi engin landamerki bæjarins að sauðfjárbúi og hefur urðunarsvæðið sem þau lögðu til aldrei verið notað og mun aldrei verið notað fyrir skepnur. „Ekki einu sinni aðkomufé á sumrin hefur verið að leggja leið sína á þennan stað. Auk þess hefði þetta að sjálfsögðu verið girt af og passað vel upp á þetta. Það á ekki að stafa af þessu nein hætta fyrir sauðfjárbændur í Víðidal. Annars hefðum við aldrei látið okkur detta þetta í hug, enda þykir okkur vænt um sveitina okkar, þó sumir virðist halda annað,“ segir Sonja. Fjölmennt var á íbúafundi á Laugarbakka í gærkvöldi vegna riðunnar eins og fjallað var um á Vísi. Þau hjónin segjast hafa orðið fyrir miklu aðkasti fyrir hugmynd sína. Sonja segir þau hafa verið sökuð um að vera að sáldra riðu um allan Víðidalinn með hugmynd sinni. „Við höfum fullan skilning á tilfinningum sauðfjárbænda, við erum líka búin að fara í gegnum þessa reiði yfir úrræðaleysinu undanfarna daga. Hvers vegna í ósköpunum eru yfirvöld ekki tilbúin með plan B? Algjörlega út í hött. Þetta er á allan hátt ömurlegt mál og ég vona að þið sjáið ykkur fært að beina reiði ykkar annað en til okkar persónulega eða sýna þessu ömurlega máli skilning,“ segir Sonja. Hún vill meina að ef féð yrði urðað á þeirra svæði og upp kæmi riða í Víðidal yrði sá staður ekki orsakavaldurinn heldur sú staðreynd að svæðið er riðusvæði. Riða hafi komið upp á svæðinu árið 1991. „En ef/þegar það gerist þá verður stofninn vonandi orðinn að stórum hluta riðuþolinn og reglugerðin breytt og þar með þurfi þessar hörmulegu aðstæður aldrei aftur að koma upp. Maður verður að halda í vonina með það,“ segir Sonja. Færsluna í heild má sjá að neðan. Færsla Sonju Líndal Að gefnu tilefni. Niðurskurður var að fara að gerast á Urriðaá, sú ákvörðun var aldrei í höndum okkar. Þegar hugmyndin um að urða féð frá Urriðaá á Lækjamóti kemur upp var búið að kanna ALLA urðunarstaði landsins, þær jarðir sem sveitarfélagið á og fjárlausar jarðir í Miðfirði eru nýttar af sauðfjárbúum eða standa ekki til boða af öðrum orsökum. Bændunum á Urriðaá höfðu verið settir þeir afarkostir að annað hvort að urða heima eða bíða fram yfir sauðburð með niðurskurðinn, með tilheyrandi erfiðleikum andlega og einnig yrði framkvæmdin á því að ætla að halda yfir 2000 gripi heima í túni án nokkurs leka yfir á aðra bæi mjög erfið og mögulega myndi fylgja sauðburði stóraukning á smiti í umhverfinu. Prófið eitt augnablik að setja ykkur í þeirra spor. Hvað mynduð þið velja ef þið væruð í þessari stöðu? Þau fengu nokkrar klukkustundir í umhugsunarfrest. Væri ykkur ekki létt ef vinir ykkar biðu fram nýjan möguleika? Við stóðum upp þegar enginn á Íslandi var tilbúinn að gera það, vinum til bjargar og öðrum að meinalausu. Ákvörðun um niðurskurð hafði verið tekin og úr okkar höndum. Það er alveg ljóst að enginn kostur í stöðunni er góður. Þeir fáu valmöguleikar sem eru í boði eru allir ömurlegir! En að okkar mati er það vænlegri kostur fyrir framtíð sauðfjárbænda að ungir og öflugir bændur, sem hafa hug á að taka fé á ný séu ekki með þetta urðað heima, heldur sé þetta urðað á hrossabúi, þar sem engin áform eru um að taka fé á ný, engin landamerki Lækjamóts liggja að sauðfjárbúi og staðurinn sem við höfðum í huga hefur aldrei verið notaður og mun aldrei vera notaður fyrir skepnur. Ekki einu sinni aðkomufé á sumrin hefur verið að leggja leið sína á þennan stað. Auk þess hefði þetta að sjálfsögðu verið girt af og passað vel uppá þetta. Það á ekki að stafa af þessu nein hætta fyrir sauðfjárbændur í Víðidal. Annars hefðum við aldrei látið okkur detta þetta í hug, enda þykir okkur vænt um sveitina okkar, þó sumir virðist halda annað. Þakklætið sem bændurnir á Urriðaá hafa sýnt í okkar garð verður að duga okkur til að standa þetta af okkur. Við höfum fullan skilning á tilfinningum sauðfjárbænda, við erum líka búin að fara í gegnum þessa reiði yfir úrræðaleysinu undanfarna daga. Hvers vegna í ósköpunum eru yfirvöld ekki tilbúin með plan B? Algjörlega út í hött. Þetta er á allan hátt ömurlegt mál og ég vona að þið sjáið ykkur fært að beina reiði ykkar annað en til okkar persónulega eða sýna þessu ömurlega máli skilning. Okkur sárnar að sveitungar okkar hafi ekki meiri trú á okkur en svo að halda að við myndum stofna lífsviðurværi sveitunganna í hættu til að reyna að létta undir með vinum okkar í næstu sveit við að finna lausn í þessu hörmulega máli. Ég hélt að fólk vissi að við erum skynsamt fólk sem þykir vænt um sveitina okkar og ég dýralæknismenntuð að auki. Ákvörðunin um niðurskurð liggur ekki í okkar höndum en að urða á jörð þar sem ekki er stunduð sauðfjárrækt og þar sem ekki eru landamerki að sauðfjárbúi, á stað þar sem enginn ágangur hefur verið af skepnum, í sveit sem þegar er skilgreint riðusvæði, hljómar sem þokkalegur kostur við ömurlegar aðstæður. Það var skorið niður vegna riðu á Lækjamóti 1991, en það hefur ekki komið upp riða hérna síðan, því jú vitiði bara hvers vegna? Því hér eru engar kindur. Það er mikil mótsögn fólgin í því að segja í aðra röndina að ekki eigi að fara í niðurskurð á því heilbrigða fé sem hafi verið á Urriðaá og svo á sama tíma að saka okkur um að vera að sáldra riðu um allan Víðidalinn með því að bjóða fram þessa hugmynd að urðunarstað. Það er með ólíkindum að féð verði allt í einu orðið svona sýkt við það eitt að fara að heiman. En auðvitað hefði alltaf hvert einasta hræ verið meðhöndlað sem slíkt og fyllstu varúðarráðstafanna gætt til þess að klára þetta hörmulega mál. Ef/þegar það kemur upp riða í Víðidal þá hefði vel frá genginn urðunarstaðurinn á Lækjamóti, sem að öllum líkindum myndi geyma að uppistöðu heilbrigt fé, sem lifandi fé kæmist aldrei nálægt, ekki verið orsakavaldurinn heldur sú staðreynd að ræktunin á riðuþolnu fé er skammt á veg komin og sú staðreynd að Víðidalurinn er riðusvæði og riðuprionið leynist hér og hér mun að öllum líkindum aftur koma upp riða einhverntíman. En ef/þegar það gerist þá verður stofninn vonandi orðinn að stórum hluta riðuþolinn og reglugerðin breytt og þar með þurfi þessar hörmulegu aðstæður aldrei aftur að koma upp. Maður verður að halda í vonina með það. Hugur okkar er hjá bændum á Bergsstöðum og Urriðaá. Þið eruð hetjur. Með vegsemd og virðingu Sonja og Friðrik, bændur á Lækjamóti
Færsla Sonju Líndal Að gefnu tilefni. Niðurskurður var að fara að gerast á Urriðaá, sú ákvörðun var aldrei í höndum okkar. Þegar hugmyndin um að urða féð frá Urriðaá á Lækjamóti kemur upp var búið að kanna ALLA urðunarstaði landsins, þær jarðir sem sveitarfélagið á og fjárlausar jarðir í Miðfirði eru nýttar af sauðfjárbúum eða standa ekki til boða af öðrum orsökum. Bændunum á Urriðaá höfðu verið settir þeir afarkostir að annað hvort að urða heima eða bíða fram yfir sauðburð með niðurskurðinn, með tilheyrandi erfiðleikum andlega og einnig yrði framkvæmdin á því að ætla að halda yfir 2000 gripi heima í túni án nokkurs leka yfir á aðra bæi mjög erfið og mögulega myndi fylgja sauðburði stóraukning á smiti í umhverfinu. Prófið eitt augnablik að setja ykkur í þeirra spor. Hvað mynduð þið velja ef þið væruð í þessari stöðu? Þau fengu nokkrar klukkustundir í umhugsunarfrest. Væri ykkur ekki létt ef vinir ykkar biðu fram nýjan möguleika? Við stóðum upp þegar enginn á Íslandi var tilbúinn að gera það, vinum til bjargar og öðrum að meinalausu. Ákvörðun um niðurskurð hafði verið tekin og úr okkar höndum. Það er alveg ljóst að enginn kostur í stöðunni er góður. Þeir fáu valmöguleikar sem eru í boði eru allir ömurlegir! En að okkar mati er það vænlegri kostur fyrir framtíð sauðfjárbænda að ungir og öflugir bændur, sem hafa hug á að taka fé á ný séu ekki með þetta urðað heima, heldur sé þetta urðað á hrossabúi, þar sem engin áform eru um að taka fé á ný, engin landamerki Lækjamóts liggja að sauðfjárbúi og staðurinn sem við höfðum í huga hefur aldrei verið notaður og mun aldrei vera notaður fyrir skepnur. Ekki einu sinni aðkomufé á sumrin hefur verið að leggja leið sína á þennan stað. Auk þess hefði þetta að sjálfsögðu verið girt af og passað vel uppá þetta. Það á ekki að stafa af þessu nein hætta fyrir sauðfjárbændur í Víðidal. Annars hefðum við aldrei látið okkur detta þetta í hug, enda þykir okkur vænt um sveitina okkar, þó sumir virðist halda annað. Þakklætið sem bændurnir á Urriðaá hafa sýnt í okkar garð verður að duga okkur til að standa þetta af okkur. Við höfum fullan skilning á tilfinningum sauðfjárbænda, við erum líka búin að fara í gegnum þessa reiði yfir úrræðaleysinu undanfarna daga. Hvers vegna í ósköpunum eru yfirvöld ekki tilbúin með plan B? Algjörlega út í hött. Þetta er á allan hátt ömurlegt mál og ég vona að þið sjáið ykkur fært að beina reiði ykkar annað en til okkar persónulega eða sýna þessu ömurlega máli skilning. Okkur sárnar að sveitungar okkar hafi ekki meiri trú á okkur en svo að halda að við myndum stofna lífsviðurværi sveitunganna í hættu til að reyna að létta undir með vinum okkar í næstu sveit við að finna lausn í þessu hörmulega máli. Ég hélt að fólk vissi að við erum skynsamt fólk sem þykir vænt um sveitina okkar og ég dýralæknismenntuð að auki. Ákvörðunin um niðurskurð liggur ekki í okkar höndum en að urða á jörð þar sem ekki er stunduð sauðfjárrækt og þar sem ekki eru landamerki að sauðfjárbúi, á stað þar sem enginn ágangur hefur verið af skepnum, í sveit sem þegar er skilgreint riðusvæði, hljómar sem þokkalegur kostur við ömurlegar aðstæður. Það var skorið niður vegna riðu á Lækjamóti 1991, en það hefur ekki komið upp riða hérna síðan, því jú vitiði bara hvers vegna? Því hér eru engar kindur. Það er mikil mótsögn fólgin í því að segja í aðra röndina að ekki eigi að fara í niðurskurð á því heilbrigða fé sem hafi verið á Urriðaá og svo á sama tíma að saka okkur um að vera að sáldra riðu um allan Víðidalinn með því að bjóða fram þessa hugmynd að urðunarstað. Það er með ólíkindum að féð verði allt í einu orðið svona sýkt við það eitt að fara að heiman. En auðvitað hefði alltaf hvert einasta hræ verið meðhöndlað sem slíkt og fyllstu varúðarráðstafanna gætt til þess að klára þetta hörmulega mál. Ef/þegar það kemur upp riða í Víðidal þá hefði vel frá genginn urðunarstaðurinn á Lækjamóti, sem að öllum líkindum myndi geyma að uppistöðu heilbrigt fé, sem lifandi fé kæmist aldrei nálægt, ekki verið orsakavaldurinn heldur sú staðreynd að ræktunin á riðuþolnu fé er skammt á veg komin og sú staðreynd að Víðidalurinn er riðusvæði og riðuprionið leynist hér og hér mun að öllum líkindum aftur koma upp riða einhverntíman. En ef/þegar það gerist þá verður stofninn vonandi orðinn að stórum hluta riðuþolinn og reglugerðin breytt og þar með þurfi þessar hörmulegu aðstæður aldrei aftur að koma upp. Maður verður að halda í vonina með það. Hugur okkar er hjá bændum á Bergsstöðum og Urriðaá. Þið eruð hetjur. Með vegsemd og virðingu Sonja og Friðrik, bændur á Lækjamóti
Riða í Miðfirði Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Ljós við enda ganganna en niðurskurður eina leiðin eins og er Sauðfjárbændur í Miðfirði skora á stjórnvöld að leita annarra lausna en að aflífa allt fé á bæ þar sem riða kom upp. Ráðherra segir niðurskurð einu lausnina í þessu tilviki en að áhersla sé lögð á að rækta upp stofn án riðu í framtíðinni. Ljóst er að kostnaðurinn við riðutilvikin verði umtalsverður en fyrst og fremst sé um samfélagslegt áfall að ræða. 17. apríl 2023 23:00 Ná ekki að aflífa féð í dag og tíminn á þrotum Fé frá Syðri-Urriðaá, þar sem riða greindist fyrir helgi, verður ekki aflífað í dag þar sem förgunarstaður hefur ekki enn fundist. Takist það ekki á morgun þarf að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir það einnig á dagskrá að aflífa og taka sýni úr um tuttugu gripum sem komið hafa frá bænum á aðra bæi. 17. apríl 2023 14:08 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Ljós við enda ganganna en niðurskurður eina leiðin eins og er Sauðfjárbændur í Miðfirði skora á stjórnvöld að leita annarra lausna en að aflífa allt fé á bæ þar sem riða kom upp. Ráðherra segir niðurskurð einu lausnina í þessu tilviki en að áhersla sé lögð á að rækta upp stofn án riðu í framtíðinni. Ljóst er að kostnaðurinn við riðutilvikin verði umtalsverður en fyrst og fremst sé um samfélagslegt áfall að ræða. 17. apríl 2023 23:00
Ná ekki að aflífa féð í dag og tíminn á þrotum Fé frá Syðri-Urriðaá, þar sem riða greindist fyrir helgi, verður ekki aflífað í dag þar sem förgunarstaður hefur ekki enn fundist. Takist það ekki á morgun þarf að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir það einnig á dagskrá að aflífa og taka sýni úr um tuttugu gripum sem komið hafa frá bænum á aðra bæi. 17. apríl 2023 14:08
Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent