Mikil fækkun umframdauðsfalla Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. apríl 2023 15:59 Dánartíðnin hefur verið mjög há á Íslandi en er nú loksins að lækka. Vilhelm Gunnarsson Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. Umframdauðsföll eru reiknuð út frá meðaltali áranna 2016 til 2019 og heldur tölfræðistofnun Evrópusambandsins, Eurostat, utan um tölfræðina. Hefur þessi mælistika verið mikið í umræðunni í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Sumir telja að tölfræðin sýni að andlát vegna covid hafi verið mun fleiri en upp hafi verið gefin. Tímamót í Evrópu Dánartíðnin hefur verið mjög há í Evrópu undanfarin ár. Bæði í faraldrinum sjálfum og eftir hann. Febrúarmánuður árið 2023 var sá fyrsti í þrjú ár sem engin umframdauðsföll voru í Evrópu sem heild. Þvert á móti var hlutfallið í febrúar neikvætt um þrjú prósent. Hæst var hlutfallið 40 prósent, í nóvember árið 2020. Framan af í faraldrinum var hlutfallið mjög lágt hér á Íslandi. Síðan þá hefur það hækkað, til dæmis voru umframdauðsföll 54,4 prósent í marsmánuði árið 2022. Þrátt fyrir að hlutfallið hafi lækkað mikið í febrúar eru umframdauðsföll hvergi meiri í álfunni nema í Kýpur og Grikklandi. Hafa ber þó í huga að vegna smæðar landsins rokkar hlutfallið meira hér en víðast hvar annars staðar í Evrópu. Landlæknir gagnrýnir útreikning Embætti landlæknis hefur gagnrýnt útreikning Eurostat og sagt hann ofmeta hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi. Í tilkynningu frá því í nóvember árið 2022 segir að mánaðarlegar tölur Evrópsku tölfræðistofnunarinnar byggi á vikulegum dánartölum Hagstofu Íslands. Stofnunin hafi ekki undir höndum tölur um fjölda látinna eftir mánuðum og fjöldinn sé því áætlaður. Vikur skarist gjarnan við mánaðarmót. Þar að auki séu gögnin vigtuð og vísbendingar séu um að sú aðferð hafi hækkað hlutfall umframdauðsfalla fram úr hófi fyrir Ísland. „Ábendingar hafa verið sendar um þetta til Eurostat í samstarfi við Hagstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. 25. október 2022 19:22 Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. 17. maí 2022 07:26 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Umframdauðsföll eru reiknuð út frá meðaltali áranna 2016 til 2019 og heldur tölfræðistofnun Evrópusambandsins, Eurostat, utan um tölfræðina. Hefur þessi mælistika verið mikið í umræðunni í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Sumir telja að tölfræðin sýni að andlát vegna covid hafi verið mun fleiri en upp hafi verið gefin. Tímamót í Evrópu Dánartíðnin hefur verið mjög há í Evrópu undanfarin ár. Bæði í faraldrinum sjálfum og eftir hann. Febrúarmánuður árið 2023 var sá fyrsti í þrjú ár sem engin umframdauðsföll voru í Evrópu sem heild. Þvert á móti var hlutfallið í febrúar neikvætt um þrjú prósent. Hæst var hlutfallið 40 prósent, í nóvember árið 2020. Framan af í faraldrinum var hlutfallið mjög lágt hér á Íslandi. Síðan þá hefur það hækkað, til dæmis voru umframdauðsföll 54,4 prósent í marsmánuði árið 2022. Þrátt fyrir að hlutfallið hafi lækkað mikið í febrúar eru umframdauðsföll hvergi meiri í álfunni nema í Kýpur og Grikklandi. Hafa ber þó í huga að vegna smæðar landsins rokkar hlutfallið meira hér en víðast hvar annars staðar í Evrópu. Landlæknir gagnrýnir útreikning Embætti landlæknis hefur gagnrýnt útreikning Eurostat og sagt hann ofmeta hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi. Í tilkynningu frá því í nóvember árið 2022 segir að mánaðarlegar tölur Evrópsku tölfræðistofnunarinnar byggi á vikulegum dánartölum Hagstofu Íslands. Stofnunin hafi ekki undir höndum tölur um fjölda látinna eftir mánuðum og fjöldinn sé því áætlaður. Vikur skarist gjarnan við mánaðarmót. Þar að auki séu gögnin vigtuð og vísbendingar séu um að sú aðferð hafi hækkað hlutfall umframdauðsfalla fram úr hófi fyrir Ísland. „Ábendingar hafa verið sendar um þetta til Eurostat í samstarfi við Hagstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. 25. október 2022 19:22 Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. 17. maí 2022 07:26 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. 25. október 2022 19:22
Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. 17. maí 2022 07:26