Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 19. apríl 2023 20:25 Forstjóri Umhverfisstofnunar segir engar aðrar lausnir við riðu en urðun vera í sjónmáli. Vísir/Bjarni Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. Um 1400 kindur hafa verið skornar í Miðfirði síðan að riðusmit kom þar upp. Fyrst á Bergsstöðum og síðar á Syðri-Urriðaá. Bændur í sveitinni eru uggandi yfir því að frekar niðurskurður sé væntanlegur. Illa hefur gengið að finna urðunarstað fyrir hræin en til stóð að grafa hræin í landi Lækjarmóts, sem stendur í öðru sjúkdómsvarnarhólfi. Riðan hafi komið upp í hólfi númer sjö, Miðfjarðarhólfi en Lækjarmót eru í hólfi níu, Húnahólfi. Bændurnir á bænum hafi hins vegar hætt við. Ástæða þess er tíunduð í löngum pósti Sonju Líndal, bónda á Lækjarmóti á Facebook. Þar segir hún pressuna hafa verið mikla og að hún og eiginmaður hennar Friðrik, hafi þurft að þola ósanngjarnar árásir í kjölfar þess að þau hafi boðið urðunarstaðinn fram. Engar aðrar lausnir í sjónmáli Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir urðun fjársins vera örþrifaráð. „Þetta er ekki góður kostur, og ekki ákjósanlegur. Þetta hefur verið gert í gegnum tíðina. Við höfum ekki staðfestar upplýsingar um að smit hafi borist í jarðveg eða vatn til þessa.“ Ekki sé hægt að fara neinar aðrar leiðir. Riðuveiki á bæjum í Húnaþingi Vestra frá árinu 2003 til 2021.Stöð 2 „Þetta myglar í gámunum, þegar þetta er orðið myglað þá er ekki tekið við þessu til brennslu. Það er alveg skýrt. Það var leitað allra leiða eins og frystingar, kælingar, færanlegar brennslur, allt annað slíkt. Ekkert af þessu kom til greina. Það var unnin mikil vinna alla helgina.“ „Staðan er þannig að kerfi meðhöndlunar úrgangs á Íslandi er ekki að standast þetta álagspróf. Þetta er of veikt, við erum með eina brennslu á Íslandi og einn ofn og nú er hann bilaður.“ Hún sé þó vongóð um að lausn finnist á málinu. En ekki sé neitt fast í hendi enn. „Ég er að vonast til þess að í lok dags verði komin lausn.“ Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41 Vonsvikin með viðbrögð sveitunga eftir að hafa boðið fram jörð sína Sonja Líndal Þórisdóttir, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, segir sárt að sveitungar hennar hafi talið hana og eiginmann hennar vilja stofna lífsviðurværi þeirra í hættu með því að bjóðast til þess að skaffa urðunarstað fyrir riðuhræ frá bænum Syðri-Urriðaá. Hún segist hafa verið sökuð um að sáldra riðu um allan Víðidal. 19. apríl 2023 11:42 „Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Um 1400 kindur hafa verið skornar í Miðfirði síðan að riðusmit kom þar upp. Fyrst á Bergsstöðum og síðar á Syðri-Urriðaá. Bændur í sveitinni eru uggandi yfir því að frekar niðurskurður sé væntanlegur. Illa hefur gengið að finna urðunarstað fyrir hræin en til stóð að grafa hræin í landi Lækjarmóts, sem stendur í öðru sjúkdómsvarnarhólfi. Riðan hafi komið upp í hólfi númer sjö, Miðfjarðarhólfi en Lækjarmót eru í hólfi níu, Húnahólfi. Bændurnir á bænum hafi hins vegar hætt við. Ástæða þess er tíunduð í löngum pósti Sonju Líndal, bónda á Lækjarmóti á Facebook. Þar segir hún pressuna hafa verið mikla og að hún og eiginmaður hennar Friðrik, hafi þurft að þola ósanngjarnar árásir í kjölfar þess að þau hafi boðið urðunarstaðinn fram. Engar aðrar lausnir í sjónmáli Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir urðun fjársins vera örþrifaráð. „Þetta er ekki góður kostur, og ekki ákjósanlegur. Þetta hefur verið gert í gegnum tíðina. Við höfum ekki staðfestar upplýsingar um að smit hafi borist í jarðveg eða vatn til þessa.“ Ekki sé hægt að fara neinar aðrar leiðir. Riðuveiki á bæjum í Húnaþingi Vestra frá árinu 2003 til 2021.Stöð 2 „Þetta myglar í gámunum, þegar þetta er orðið myglað þá er ekki tekið við þessu til brennslu. Það er alveg skýrt. Það var leitað allra leiða eins og frystingar, kælingar, færanlegar brennslur, allt annað slíkt. Ekkert af þessu kom til greina. Það var unnin mikil vinna alla helgina.“ „Staðan er þannig að kerfi meðhöndlunar úrgangs á Íslandi er ekki að standast þetta álagspróf. Þetta er of veikt, við erum með eina brennslu á Íslandi og einn ofn og nú er hann bilaður.“ Hún sé þó vongóð um að lausn finnist á málinu. En ekki sé neitt fast í hendi enn. „Ég er að vonast til þess að í lok dags verði komin lausn.“
Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41 Vonsvikin með viðbrögð sveitunga eftir að hafa boðið fram jörð sína Sonja Líndal Þórisdóttir, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, segir sárt að sveitungar hennar hafi talið hana og eiginmann hennar vilja stofna lífsviðurværi þeirra í hættu með því að bjóðast til þess að skaffa urðunarstað fyrir riðuhræ frá bænum Syðri-Urriðaá. Hún segist hafa verið sökuð um að sáldra riðu um allan Víðidal. 19. apríl 2023 11:42 „Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41
Vonsvikin með viðbrögð sveitunga eftir að hafa boðið fram jörð sína Sonja Líndal Þórisdóttir, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, segir sárt að sveitungar hennar hafi talið hana og eiginmann hennar vilja stofna lífsviðurværi þeirra í hættu með því að bjóðast til þess að skaffa urðunarstað fyrir riðuhræ frá bænum Syðri-Urriðaá. Hún segist hafa verið sökuð um að sáldra riðu um allan Víðidal. 19. apríl 2023 11:42
„Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent