Að eiga í faðmlagi við möru Sólveig Tryggvadóttir og Heiða Hauksdóttir skrifa 19. apríl 2023 19:00 Afhverju ættu hjúkrunarfræðingar að segja JÁ við samningnum? Í vor eru komin 20 ár síðan við útskrifuðumst sem hjúkrunarfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. Þegar við útskrifuðumst vorum við fullar bjartsýni, gleði og ánægju yfir því að hafa lokið þessum áfanga og hlökkuðum innilega til að takast á við starfið okkar sem við höfðum menntað okkur til. Starfið er okkur ávallt hugleikið og höfum við bætt við okkur menntun jafnt og þétt og unnið á ýmsum deildum bæði hér heima og erlendis. Allan þann tíma sem við höfum starfað sem hjúkrunarfræðingar þá hafa launamál verið ofarlega á baugi og hangið yfir höfðum okkar eins og mara. Lög, verkfallsbann og gerðardómur Mara er, samkvæmt gamalli þjóðtrú, „óvættur sem ræðst á sofandi fólk“. Það að fá martröð er að vera troðin af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns. Á þessum 20 árum hafa verið sett á okkur lög, verkfallsbann og gerðardómur. Það hefur engu máli skipt hvort það sé góðæri, kreppa, verðbólga eða jafnvel heimsfaraldur. Allt kemur fyrir ekki, það er aldrei nægilegt svigrúm til að greiða hjúkrunarfræðingum sambærileg laun og aðrar háskólastéttir. Það er afar slítandi að þurfa alltaf að berjast fyrir sínum kjörum. Að kreista eitthvað fram en um leið borga lánasjóði ríkisins mikið af launahækkuninni til baka. Nú stendur fyrir dyrum að greiða atkvæði um enn einn kjarasamninginn sem lagður er fyrir hjúkrunarfræðinga og hefur hann verið kynntur hjúkrunarfræðingum. Hjúkrunarfræðingar eru misvel stefndir fyrir þessum nýjasta samningi og eru margir hverjir bugaðir af þeirri möru sem hangið hefur yfir okkur í áraraðir. Við teljum þó að best sé í stöðunni að samþykkja þennan samning þar sem hann er bara til eins árs og margt gott í honum og ýmsar lagfæringar á hlutum sem kallað hefur verið eftir að lagfæra. Loksins tækifæri Við viljum styðja við formanninn okkar sem hefur staðið í brúnni og samninganefnd Fíh. Það er ekki létt verk að vinna að reyna að fá í gegn launahækkun hjúkrunarfræðinga þar sem afstaða ríkisins er „the computer says no“ og reikniformúlan andsetin af áðurnefndri „möru“ sem vill ekki menntaða kvennastétt upp á dekk. Með þessum samningi gefast loks tækifæri til að aflétta þessari möru. Í þessum skammtímasamningi eru opnaðar dyr að því að geta loksins endurskoðað laun hjúkrunarfræðinga til frambúðar. Af þeim afarkostum sem eru uppi í stöðunni teljum við best að hjúkrunarfræðingar fái að semja sjálfir um sín kaup og kjör og aflétti þar með áratuga álögum mörunnar sem hefur ekki gert neitt annað en að ala á sundrung og óánægju meðal hjúkrunarfræðinga. Maran hefur rænt hjúkrunarfræðinga starfsgleðinni og lagst yfir eins og þokuslæða sem illa gengur að losa sig við. Því þegar þokunni léttir og álögunum aflétt, þá verður sko sannarlega gaman að vera hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingar eru ein af mörgum mikilvægum stéttum í samfélagi okkar og það hlýtur að vera markmiðið að koma fram með tillögur sem leitt geta til þess að hjúkrunarfræðingar haldist betur í starfi og að þeir sem farið hafa í önnur störf leiti til baka í heilbrigðisþjónustuna. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Afhverju ættu hjúkrunarfræðingar að segja JÁ við samningnum? Í vor eru komin 20 ár síðan við útskrifuðumst sem hjúkrunarfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. Þegar við útskrifuðumst vorum við fullar bjartsýni, gleði og ánægju yfir því að hafa lokið þessum áfanga og hlökkuðum innilega til að takast á við starfið okkar sem við höfðum menntað okkur til. Starfið er okkur ávallt hugleikið og höfum við bætt við okkur menntun jafnt og þétt og unnið á ýmsum deildum bæði hér heima og erlendis. Allan þann tíma sem við höfum starfað sem hjúkrunarfræðingar þá hafa launamál verið ofarlega á baugi og hangið yfir höfðum okkar eins og mara. Lög, verkfallsbann og gerðardómur Mara er, samkvæmt gamalli þjóðtrú, „óvættur sem ræðst á sofandi fólk“. Það að fá martröð er að vera troðin af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns. Á þessum 20 árum hafa verið sett á okkur lög, verkfallsbann og gerðardómur. Það hefur engu máli skipt hvort það sé góðæri, kreppa, verðbólga eða jafnvel heimsfaraldur. Allt kemur fyrir ekki, það er aldrei nægilegt svigrúm til að greiða hjúkrunarfræðingum sambærileg laun og aðrar háskólastéttir. Það er afar slítandi að þurfa alltaf að berjast fyrir sínum kjörum. Að kreista eitthvað fram en um leið borga lánasjóði ríkisins mikið af launahækkuninni til baka. Nú stendur fyrir dyrum að greiða atkvæði um enn einn kjarasamninginn sem lagður er fyrir hjúkrunarfræðinga og hefur hann verið kynntur hjúkrunarfræðingum. Hjúkrunarfræðingar eru misvel stefndir fyrir þessum nýjasta samningi og eru margir hverjir bugaðir af þeirri möru sem hangið hefur yfir okkur í áraraðir. Við teljum þó að best sé í stöðunni að samþykkja þennan samning þar sem hann er bara til eins árs og margt gott í honum og ýmsar lagfæringar á hlutum sem kallað hefur verið eftir að lagfæra. Loksins tækifæri Við viljum styðja við formanninn okkar sem hefur staðið í brúnni og samninganefnd Fíh. Það er ekki létt verk að vinna að reyna að fá í gegn launahækkun hjúkrunarfræðinga þar sem afstaða ríkisins er „the computer says no“ og reikniformúlan andsetin af áðurnefndri „möru“ sem vill ekki menntaða kvennastétt upp á dekk. Með þessum samningi gefast loks tækifæri til að aflétta þessari möru. Í þessum skammtímasamningi eru opnaðar dyr að því að geta loksins endurskoðað laun hjúkrunarfræðinga til frambúðar. Af þeim afarkostum sem eru uppi í stöðunni teljum við best að hjúkrunarfræðingar fái að semja sjálfir um sín kaup og kjör og aflétti þar með áratuga álögum mörunnar sem hefur ekki gert neitt annað en að ala á sundrung og óánægju meðal hjúkrunarfræðinga. Maran hefur rænt hjúkrunarfræðinga starfsgleðinni og lagst yfir eins og þokuslæða sem illa gengur að losa sig við. Því þegar þokunni léttir og álögunum aflétt, þá verður sko sannarlega gaman að vera hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingar eru ein af mörgum mikilvægum stéttum í samfélagi okkar og það hlýtur að vera markmiðið að koma fram með tillögur sem leitt geta til þess að hjúkrunarfræðingar haldist betur í starfi og að þeir sem farið hafa í önnur störf leiti til baka í heilbrigðisþjónustuna. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun