Lífið

Ganverskur rappari stefnir Drake

Magnús Jochum Pálsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa
Ganverski rapparinn Obrafour hefur stefnt kanadíska rapparanum Drake.
Ganverski rapparinn Obrafour hefur stefnt kanadíska rapparanum Drake. getty

Rapparanum Drake hefur verið stefnt af ganverska rapparanum Obrafour vegna brota á höfundarétti. Obrafour segir Drake hafa notað lag sitt Ohene Remix ófrjálsri hendi þegar hann samdi smellinn Calling My Name. Obrafour krefst tíu milljóna Bandaríkjadala vegna málsins.

Obrafour, réttu nafni Michael Darko, segir að Drake hafi beðið um að fá að nota hljóðbút úr lagi Ohene Remix í lagi sínu Calling My Name, viku áður en það kom út. Hins vegar hafi hann ekki gefið leyfi fyrir notkuninni.

Í samtali við Daily Mail sagði Imran H. Ansari, lögmaður Obrafour, að lag Drake væri „blygðunarlaus þjófnaður“

„Það sem meira er, þá höfum við tölvupósta frá konu sem sér um höfundarréttarmál hjá Drake, þar sem hún biður um leyfi fyrir því að nota lagið. Drake gaf svo út það sem kalla mætti leyniplötu, án þess að fá réttindin til að nota lag umbjóðanda míns,“ segir Imran.

Lagið Calling My Name kom út á plötunni Honestly, Nevermind árið 2022 og naut vinsælda. Á plötunni leggur Drake fyrir sig danstónlist. 

Hér að neðan má heyra lög Drake og Obrafour:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×