Dönsuðu í sex klukkutíma til að safna fyrir vatnsdælum Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2023 23:18 Það var mikið stuð og stemming hjá krökkunum í dansmaraþoninu. Aðsent Nemendur á miðstigi í Fossvogsskóla dönsuðu í sex klukkustundir til að safna fyrir vatnsdælum hjá Unicef. Börnin ætluðu upphaflega að safna fyrir þremur dælum en þau hafa nú safnað þrefalt hærri upphæð en þau ætluðu sér og það bætist enn í. Undanfarin tvö ár hefur Fossvogsskóli tekið þátt í alþjóðlegu Erasmus-verkefni sem er styrkt af Evrópusambandinu og snýr að vatni og ýmsum verkefnum tengdum því. Eftir verkefnavinnu og heimsóknir í samvinnuskóla erlendis komust börnin í Fossvogsskóla að þeirri niðurstöðu að aðgengi Íslendinga að vatni væri mjög gott og vatnið væri jafnframt sérstaklega hreint. Til að setja almennilegan endapunkt í verkefnið ákváðu nemendurnir í samráði við skólastjórnendur að safna fyrir þremur vatnsdælum hjá Unicef. Til að safna fyrir dælunum héldu börnin sex klukkustunda dansmaraþon með korters pásum á klukkutíma fresti og fengu aðstandendur og vini til að heita á sig. Útlitið dökkt í upphafi Fréttastofa hafði samband við Maríu Helen Eiðsdóttur, aðstoðarskólastjóra Fossvogsskóla, sem var nýkomin af dansgólfinu til að spyrja hana út í dansmaraþonið. Hún segir að hugmyndin að kaupum á vatnsdælum hafi sprottið í kjölfar Erasmus-verkefnisins. Hún hafi unnið þá hugmynd áfram með nemendaráði skólans og þau hafi endað með þá hugmynd „að hafa sex klukkutíma maraþon.“ Undir lok kvölds var kominn mikill svefngalsi í börnin.Aðsent „Krakkanir eru ellefu til þrettán ára, í fimmta til sjöunda bekk,“ segir María aðspurð um aldur barnanna sem dönsuðu í maraþoninu. Að sögn Maríu voru börnin orðin „þreytt og lúin en sjúklega glöð og ánægð og stolt af sjálfum sér“ þegar maraþoninu lauk. Þegar blaðamaður spurði hvort einhver hefði helst úr lestinni svaraði María neitandi en segir útlitið hafa verið dökkt í byrjun. „Þau héldu þetta út. Ég var pínulítið hrædd í byrjun af því þau fóru að dansa á fullri orku. Ég var hrædd um að þetta yrði búið klukkan átta og að þau myndu klára sig en þau stóðu sína plikt.“ „Eftir svona einn og hálfan tíma föttuðu þau að þau gætu ekki alveg verið á útopnu allan tímann. Þá fór aðeins að hægja á dansinum,“ segir María. Börnin hafi heldur ekki verið orðin úrvinda í lok kvölds heldur var miklu frekar svefngalsi í þeim. Safnað þrefalt meira en þau ætluðu sér „Við lögðum upp með að safna fyrir þremur dælum, alls 150 þúsund krónur. Vorum ekki viss hvað það myndu margir taka þátt,“ sagði María um upprunalegt markmið barnanna. Rétt fyrir lok dansmaraþonsins, klukkan hálf tíu, var hins vegar búið að safna 450 þúsundum, eða sem nemur níu dælum. Þegar María tilkynnti börnunum síðan um velgengnina ætlaði allt um koll að keyra segir hún. Börnin hafi öskrað af gleði og mörg þeirra fengið tár í augun. „Þetta var tilfinningarþrungin stund. Þau öskruðu af gleði,“ sagði María að lokum. Fólk má hafa samband við Fossvogsskóla og sérstaklega Maríu Helen í gegnum netfangið Maria.Helen.Eidsdottir@rvkskolar.is ef það vill styrkja verkefnið. Dans Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Krakkar Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur Fossvogsskóli tekið þátt í alþjóðlegu Erasmus-verkefni sem er styrkt af Evrópusambandinu og snýr að vatni og ýmsum verkefnum tengdum því. Eftir verkefnavinnu og heimsóknir í samvinnuskóla erlendis komust börnin í Fossvogsskóla að þeirri niðurstöðu að aðgengi Íslendinga að vatni væri mjög gott og vatnið væri jafnframt sérstaklega hreint. Til að setja almennilegan endapunkt í verkefnið ákváðu nemendurnir í samráði við skólastjórnendur að safna fyrir þremur vatnsdælum hjá Unicef. Til að safna fyrir dælunum héldu börnin sex klukkustunda dansmaraþon með korters pásum á klukkutíma fresti og fengu aðstandendur og vini til að heita á sig. Útlitið dökkt í upphafi Fréttastofa hafði samband við Maríu Helen Eiðsdóttur, aðstoðarskólastjóra Fossvogsskóla, sem var nýkomin af dansgólfinu til að spyrja hana út í dansmaraþonið. Hún segir að hugmyndin að kaupum á vatnsdælum hafi sprottið í kjölfar Erasmus-verkefnisins. Hún hafi unnið þá hugmynd áfram með nemendaráði skólans og þau hafi endað með þá hugmynd „að hafa sex klukkutíma maraþon.“ Undir lok kvölds var kominn mikill svefngalsi í börnin.Aðsent „Krakkanir eru ellefu til þrettán ára, í fimmta til sjöunda bekk,“ segir María aðspurð um aldur barnanna sem dönsuðu í maraþoninu. Að sögn Maríu voru börnin orðin „þreytt og lúin en sjúklega glöð og ánægð og stolt af sjálfum sér“ þegar maraþoninu lauk. Þegar blaðamaður spurði hvort einhver hefði helst úr lestinni svaraði María neitandi en segir útlitið hafa verið dökkt í byrjun. „Þau héldu þetta út. Ég var pínulítið hrædd í byrjun af því þau fóru að dansa á fullri orku. Ég var hrædd um að þetta yrði búið klukkan átta og að þau myndu klára sig en þau stóðu sína plikt.“ „Eftir svona einn og hálfan tíma föttuðu þau að þau gætu ekki alveg verið á útopnu allan tímann. Þá fór aðeins að hægja á dansinum,“ segir María. Börnin hafi heldur ekki verið orðin úrvinda í lok kvölds heldur var miklu frekar svefngalsi í þeim. Safnað þrefalt meira en þau ætluðu sér „Við lögðum upp með að safna fyrir þremur dælum, alls 150 þúsund krónur. Vorum ekki viss hvað það myndu margir taka þátt,“ sagði María um upprunalegt markmið barnanna. Rétt fyrir lok dansmaraþonsins, klukkan hálf tíu, var hins vegar búið að safna 450 þúsundum, eða sem nemur níu dælum. Þegar María tilkynnti börnunum síðan um velgengnina ætlaði allt um koll að keyra segir hún. Börnin hafi öskrað af gleði og mörg þeirra fengið tár í augun. „Þetta var tilfinningarþrungin stund. Þau öskruðu af gleði,“ sagði María að lokum. Fólk má hafa samband við Fossvogsskóla og sérstaklega Maríu Helen í gegnum netfangið Maria.Helen.Eidsdottir@rvkskolar.is ef það vill styrkja verkefnið.
Dans Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Krakkar Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira